Ísland sendir röng skilaboð

Mistökin sem verið er að gera með því að lappa upp á ónýtan Icesave-samning eru óðum að koma í ljós. Ísland er talið ætla að koma sér undan að greiða ríkisskuldir sem er alls ekki til að dreifa. Deilan snýst um að hvernig eigi að mæta gjaldþroti einkabanka og hvar ábyrgðin á regluverki ESB liggur.

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á ónýtum samningi og ætti að segja af sér þegar Alþingi hafnar samningnum. Sjálfstæðisflokkurinn lét ríkisstjórnina plata sig inn á fyrirvaraumræðuna til að dreifa ábyrgðinni á klúðri sem liggur alfarið og eingöngu hjá stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Með því að prjóna fyrirvara við samninginn er fallist á þau meginsjónarmið að Ísland beri ábyrgð á gölluðu regluverki ESB. Það fær ekki staðist.

Handvömm ríkisstjórnarinnar og hræðsluáróður um að himinn og jörð farist ef ekki verður gengið að kröfum Breta og Hollendinga má ekki verða til að Ísland gefi frá sér réttmætar varnir í deilunni um Icesave-reikningana.

Framsóknarflokkurinn hefur staðið vaktina og tími kominn til að Sjálfstæðisflokkurinn hysji upp um sig brækurnar. Liðið í forystu Sjálfstæðisflokksins er kannski ekki tilbúið í slaginn og verður því að skipta út veikustu hlekkjunum.


mbl.is Fleiri fari að dæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, er ekki Bjarni Benediktsson í raun einn af veiku hlekkjunum? Maður heyrir fullyrt nú, að hann sé ekki nógu styrkur foringi (lofaði þó að sumu leyti góðu, þrátt fyrir aðkomu að vondum þingmálum áður). Og hvað með fulltrúana í fjárlaganefnd? Maður hefði nú haldið, að Ólöf Nordal og Ásbjörn Óttarsson, sem sannarlega stóðu í stykkinu í Evrópubandalags-innlimunar-umsóknar arfavitlausa málinu, myndu einnig gera það í þessu Icesave-svikamyllumáli, en því miður er því bara alls ekki að heilsa. Þau gáfust upp – og Kristján Þór Júlíusson með þeim!

Þarna vantaði mann á borð við Petur Blöndal. Það er reyndar enginn í þingliðinu á borð við hann í þessum fjármálum. Er það þess vegna, sem hann er ekki valinn í fjárlaganefnd? (Eru annars allir sjálfstæðismenn þar landsbyggðarmenn? Jú, það segir vefur Alþingis.)

Fáum loksins gagngera uppstokkun í flokkinn og Pétur sem formann. (Þetta er kannski síðasta tillaga mín þar, því að ég er á útleið af félagaskránni, ef þingflokkurinn kýs með ríkisábyrgðinni á Icesave.)

Pax vobiscum.

Jón Valur Jensson, 17.8.2009 kl. 00:34

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn gugnaði eins og sönnum gungum ber.  Þora ekki að styggja kjósendur Samfylkingarflokkanna með að rugga ESB og ICESAVE bátnum meira, frekar en kamrinum sem ríkisstjórnin svamlar á.  Þora ekki að verða kennt um að vera að reyna að fella stjórnina og hvað þá vera þess valdandi.  Flokkurinn er punglaus.  Svo fór sem fór.  Framsóknarmenn hafa pung.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 00:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hlustaði á endurtekið viðtal við Sigmund á útvarpi sögu,í dag,hreynt afbragð. Hann rakar til sýn fylgi.

Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2009 kl. 01:32

4 identicon

Hver er skodun thín á kvótakerfinu, Jón Valur?

Goggi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 08:39

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki til umræðu hér, og ég nenni ekki að svara hvort sem er þessa stundina.

Jón Valur Jensson, 17.8.2009 kl. 09:16

6 identicon

 Páll !

Ef þú værir fengin til að skrifa ,,söguna", hvernig yrði hún ?

Hvað er rétt og hvað er rangt ?

Þú kemur ekkert á óvart !

JR (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 09:47

7 identicon

Ókei...Jón Valur....kannski seinna thá?

Goggi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:08

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Tek undir að það eru prinsipp mistök að fallast á IceSave sem réttmæta skuld án þess að fá skorið úr um ábyrgð að lögum.

Sumir fyrirvararnir eru til góða en mér sýnist vörn gegn of þungri greiðslubyrði vera frekar máttlaust. Hún virkar ef illa gengur að auka tekjur næstu 15 árin (sbr. ágæta grein eftir Michael Hudson) en ef hagvöxtur verður t.d. 3 eða 4% að jafnaði þá lækka fyrirvararnir ekki hámarksgreiðslur síðustu ár samningstímans.

Mér þykir skrýtið að ekki sé búið að birta dæmi til að sýna þróun hámarksgreiðslu samkvæmt mismunandi forsendum, t.d. 2%, 3% eða 4% hagvöxt. Ég prófaði sjálfur að setja upp reiknilíkan og útkoman var ekki ýkja falleg. 

Haraldur Hansson, 17.8.2009 kl. 10:46

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pólitíkusarnir passa sig á að minnast aldrei á þær skattahækkanir, sem óhjákvæmilega fylgja þessum þrælasamningi.  Það hefur verið reiknað út, að hækka þarf virðisaukaskatt um a.m.k. 10%, eða tekjuskatt einstaklinga um 20% til þess að standa undir þessu.

Þetta var hugleitt lítillega á þessu bloggi.

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2009 kl. 10:51

10 identicon

Audvitad er verid ad mjólka almenning...en sjálfstaedismenn hafa ávalt verid hlidhollir slíkri mjólkun...sbr. kvótakerfid.

Kvóti og bankar voru afhentir bröskurum á silfurfati án endurgjalds og their eftirlitslaust látnir gambla med audin og mergsjúa sín glaefrafyrirtaeki á medan Halldór Ásgrímsson, Davíd Oddsson & co horfdu med velthóknun á.

Hvernig gátu íslendingar kosid thessa flokka sem svo eindregid studdu kvótakerfid og stydja reyndar enn!?  Bjuggust íslendingar virkilega vid ad their mundu njóta góds af stefnu thessara flokka? 

Nú kannski átta íslendingar sig á thví thegar verdmaeti theirra eru ad verda ad engu ad thad hafi ekki verid klókt ad kjósa thessa sérhagsmunaflokka. 

Goggi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 11:52

11 identicon

Hlustid á hvad Michael Hudson hefur ad segja hér:

http://www.youtube.com/watch?v=iLYhMonxNDI&feature=related

Goggi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband