Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Ríkisstjórnin felld á vinnumarkaði
Slökkviliðsmenn, lögregla og tollarar fella kjarasamninga. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin nýtur ekki trúnaðar, fólk einfaldlega telur að stjórnvöld ljúgi enda margsannast á fáum mánuðum að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tíðkar frjálslega umgengni við sannleikann.
Til að bæta gráu ofan á svart er fólk farið að fatta erindisleysu vinstriflokkana í íslensk stjórnmál. Samfylkingin boðaði að um leið og umsókn yrði send til Brussel myndi gengið styrkjast og verðbólga lækka. Vinstri grænir sögðu að stjórnin ætlaði að endurreisa efnahagslífið á íslenskum forsendum. Hvorugt gekk fram enda gera mótsagnir það sjaldnast.
Velkomin í hversdagslega veruleikann, Samfylking og Vg.
Tollarar felldu samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja Páll. Ætli það sé nú ekki heldur það að menn séu ekki enn búnir að fatta þann hrollkalda veruleika sem þeir félagar Dabbi og Dóri skildu eftir sig.
Þórir Kjartansson, 13.8.2009 kl. 22:11
Það hlýtur að leysa allan vanda, Þórir, að benda á Babba og Dóra. Þið kunnið reyndar ekki annað stuðningsfólk Samfó og Vg þessa dagan, enda bloggliðið í skipunarstellingum að tala vanda ríkisstjórnarinnar burt. Fer ekki bara vandinn við það eitt að hrópa nöfn þeirra? Er það sáluhjálpin? Töfralausnin?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.