Mánudagur, 10. ágúst 2009
Jóhanna löðrungar og vill svo samstöðu
Jóhanna löðrungaði þjóðina þegar hún hafnaði sátt um að þjóðaratkvæði yrði um umsókn að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra með dyggri aðstoð formanns Vg knúði þingmenn til að greiða atkvæði gegn samvisku sinni þann 16. júlí. Tæpum mánuði síðar koma skötuhjúin og vilja samstöðu um óreiðusamninga til greiðslu óreiðuskulda. Það er einfaldlega ekki heil brú í pólitík ríkisstjórnarinnar.
Stjórnmálaskóli Jóhönnu og Steingríms J. heitir frekja, svik og prettir. Þetta er sömu lestirnir og komu okkur í vandræði á útrásaráratugnum. Mál er að linni. Alþingi getur fyrir hönd þjóðarinnar sagt hingað og ekki lengra með því að fella Icesave-samninginn.
Ekki öll nótt úti enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll.
Hættu að slá pólitískar keilur fyrir sjálfstæðisflokkinn !
Þú ættir að snúa þér að því að þeir sem bera ábyrgð á ICESAVE verði sóttir og látnir borga það sem þeir eiga í dag !
Hvernig væri að þú talaðir við vini þína í sjálfstæðisflokknum, því þetta virðast allt vera flokks félagar ykkar ! Þeir voru margir sem unnu með þessu ICESAVE liði í bankanum !
Björgúlfur Thor, Björgúlfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Svfa Gröndfeldt, Þorgeir Baldursson, Þór krisjánsson, Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason . Þetta eru þeir sem ætti að láta borga IVESAVE !
Þar sem þú gefur þig fyrir að vera svo pólitískt réttsýnan þá gerir þú þetta, eða er það ekki ?
JR (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 20:05
JR, gaman að sjá þig sprækan aftur, var farinn að sakna þín. Í fríinu hefur þú sennilega gleymt að ég er ekki og hef aldrei verið félagi í Sjálfstæðisflokknum. Ég var í Alþýðubandalaginu í gamla daga, er stofnfélagi Samfylkingarinnar og kaus Vg í síðustu kosningum. Af þessu þrennu er ég stoltur af einu en fyrirverð mig fyrir tvennt. Og gettu nú.
Páll Vilhjálmsson, 10.8.2009 kl. 20:11
Stjórnmálaskóli Jóhönnu og Steingríms J. heitir frekja, svik og prettir
Fyrirmyndin er líklega sótt til Evrópusambandsins og heitir Lissabon sáttmálinn píndur ofaní þjóðir Evrópu. Þeir sem sögðu nei verða að kjósa aftur þar til það kemur já. Nei er ekki tekið sem gilt svar
Hvernig finnst ykkur annars að vera komin í Evrópusambandslegt ástand kæru Íslendingar? Nú hafið þið fyrsta klassa Evrópusambandslegt atvinnuleysi í fyrsta skiptið. How does it feel? Fyrsta klassa Evrópusambandslegar málsmeðferðir í stjórnmálum. Góða 15% vexti á venjulegum yfirdrætti í 1% verðbólgu og allir bankar meira og minna lok og læs. Hagvöxtur farinn í vetrarfrí og doðinn færist yfir samfélagið. Velkomin í paradís. Velkomin í ESB!
Gunnar Rögnvaldsson, 10.8.2009 kl. 20:20
Óttalegt væl er þetta. Hvers konar samning viljið þið eiginlega? Það er bara nöldrað en ekki komið með neina raunhæfa mótleiki í stöðunni!
Páll Geir Bjarnason, 10.8.2009 kl. 22:18
Ekki gat ég fundið neitt í ofanverðum pistli sem tengdi Pál við Sjálfstæðisflokkinn. Oft les ég þó comment þar sem fólk heldur að þeir sem ekki vilji borga Icesave séu Sjálfstæðismenn!?! Fella þarf Icesave-samninginn hvaða flokki sem við nú erum í. Og fjarlægja E-einvaldinn.
EKKERT ICESAVE
Elle_, 10.8.2009 kl. 22:21
Hún er fáráðleg þessi kenning liðsmanna Samfylkingarinnar 1 og 2, að ef einhverjum dirfist að benda á það augljósa varðandi dauða ríkisstjórnarinnar og að það er löngu tími til kominn að slökkva á pólitískri öndunarvélinni vegna heiladauðans, þá hljóti það að vera gert vegna hagsmuna einhvers annars flokks.
Það er til eitthvað sem heitir heilbrigð skynsemi, þótt hún virðist vera víðsfjærri stjórninni og skrýmsladeildarinnar hennar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:26
Heill og sæll; Páll síðuhafi - sem og, þið önnur !
Páll Geir !
Fyrst; þú biður um raunhæfan möguleika, blessaður nýlendu velda aðdáandinn.
Þá; mætti byrja á, að bjóða Bretum og Hollendingum, eins og 150 - 200 ára samning, við hvern Íslendingar gætu staðið; mögulega, á svona 1.5 - 2% vöxtum, um leið, og þeir; Bretar og Hollendingar, væru minntir á, aldagamalt arðrán þeirra sjálfra, í gegnum tíðina, víða um veröldina, ágæti drengur.
Þarf kannski; að minna þig á - að Ísþræla reikningarnir, eru brota brot þess, sem Ísland skuldar, þegar á allt er litið - og þó; ekki allt komið upp á yfirborðið enn ?
Með beztu kvejum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 02:00
...ekki var þetta nú gáfuleg tillaga Óskar. Mætti svo sem reyna það en óskhyggjan er alger.
Páll Geir Bjarnason, 11.8.2009 kl. 03:09
Komið þið sæl; sem fyrr !
Páll Geir !
Misminnir mig nokkuð; eða lögðu þeir gömlu / Lao-tse og Konfúsíus, ekki talsvert upp úr eiginleikum þolinmæðinnar ?
Er ekki allt í lagi; að þessir nýlendu velda draslarar, Bretar og Hollendingar, temji sér hana - þó, um nokkra manns aldra væri að ræða ?
Með beztu kveðjum enn - sem og, þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.