Mánudagur, 10. ágúst 2009
Geislavirk niðurstaða Icesave
Hvort sem Icesave-samningurinn springur með hvelli eða lágu suði verða afleiðingarnar geislavirkar. Ríkisstjórnin mun freista þess að láta sem lítið hafi breyst og lýsa yfir vilja til að starfa áfram. Takist stjórninni það verður hún ígildi starfsstjórnar með takmarkað umboð. Ríkisstjórn sem gerð er afturreka með jafn stórt mál og Icesave verður ekki söm og jöfn.
Seinni starfsstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður með öðru yfirbragði en hin fyrri. Í vetur sammæltust Samfylkingin og Vg að stjórna að loknum kosningum og stóðu sameiginlega fyrir því að blekkja þjóðina til fylgilags við vinstri stjórn. Sigurvegararnir frá í vor tapa í sumar og í framhaldinu verður hvor flokkur fyrir sig og hver þingmaður fyrir sig. Kosningar eru í nánd og hver sem betur getur reynir að skrúbba af sér geislavirknina af Icesave.
Engin niðurstaða um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.