Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Norðmenn hættir við ESB næstu 4 árin
Stærstu flokkar Noregs, Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn, hafa í áratugi barist fyrir inngöngu landsins í Evrópusambandið. Þeir og stjórnmálaelítan hafa í tvígang gerð afturreka í þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn er núna í stjórn og hann ætlar ekki að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá fyrir næsta kjörtímabil, sem hefst að kosningum loknum í haust.
Hægriflokkurinn er tilbúinn að leggja umsóknarhugmyndir á hilluna næstu fjögur árin og fara í ríkisstjórn undir þeim formerkjum.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi fréttaskýringu eru engar líkur á að Noregur sæki um aðild að Evrópusambandinu næstu fjögur árin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.