Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Klíkur, lýðræði og sjálfstortíming
Útrásarauðmenn stunduðu viðskiptalega blóðskömm með því að lána hverjir öðrum í gegnum bankana sem þeir stjórnuðu. Viðskiptahættir af þessum toga grafa auðveldlega um sig í litlum samfélögum. Virkt lýðræði og fjölræði með eðlilegri valddreifingu hamlar gegn mafískri klíkumyndun sem leiddi til hrunsins.
Við sem þjóð getum breytt því hvernig málum er skipað og byggt upp heilbrigðari samfélag en það sem leyfði viðskiptalegu blóðskömmina.
Þeir til sem halda að með því að ganga í Evrópusambandið munum við varpa af okkur oki innlenda klíkuvaldsins. Svo er aldeilis ekki. Við myndum flytja fullveldi okkar til Brussel og fá yfir okkur nýjar klíkur með tvöfalda heimilisfestu í Belgíu og Íslandi. Ef við ætlum að breyta því hvernig málum er skipað á Íslandi verðum við að tala við eina evrópsk-íslenska klíku sem verða fimm þingmenn Íslands á Evrópuþinginu - af 765. Klíkan sú verður með staðlað svar: Við skulum sjá hvað við getum gert, en málin eru ekki í okkar höndum.
Á Íslandi höfum við fullveðja lýðræðissamfélag. Ef við göngum í Evrópusambandið er það tapað.
Kunningjasamfélagið Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar nefnir Valgreen inngöngu í ESB sem eina leið fyrir Ísland til að draga úr kunningjasamfélaginu, þannig að eitthvað skilur þú þetta ólíkt honum. En auðvitað er þetta rangt hjá honum því að Satan býr jú í Brussel eins og allir vita.
Gunnar (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:03
Ágæti Páll !
Njóttu sumarblíðunar!
Við förum aldrei í ESB !
Flugfreyjan fyrrverandi," Dame" Jóhanna, sagði daginn fyrir kjördag í vor.: " ESB., stendur fyrir velferð & VINNU "
Hún veit í dag, að af 27 ESB., löndum, er hrikalegt atvinnuleysi í 13 þessara landa.
Frá 10,1% í Svíþjóð uppí 22,4% á Spáni !
Klíkuvöld hafa um aldir fylgt öllum smáþjóðum - og munu gera í framtíðinni.
Kjarni málsins er.: AUÐLINDIR þjóðarinnar verða aldrei falar !
Fyrir Íslendinga inn í hið ókomna er ESB., einfaldlega það sem Rómverjar sögðu.: " Aut mors aut victoria" - þ.e. "Sigur eða dauði" !
Njóttu sumarsins!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:14
Sæll Páll,
Klíkusamfélagið hefur verið við lýði s.l. 100 ár amk, sem er auðvitað upphaf af þessum endalokum, þar sem hún fékk að viðgangast óáreitt.
Afstaða mín til ESB, eða þjóðabandalags, litast einmitt af þessari afstöðu Valgreens að slíkt myndi hamla gegn eyðingarmætti kunningja og klíkusamfélagsins. Auk þess, eftir að hafa búið við fjárhagslega stöðugt efnahagskerfi s.l. 10 ár sem gerir manni kleift að gera raunhæfar áætlanir um íbúðakaup og sparnað, sem standast, veit ég að þessi brokkganga íslensks efnahagslífs sl 30 ár er ekki eðlileg. Efnahagslífið, eftir að ég komst til vits og ára, hefur sveiflast með óstjórnlegum hætti; 140% verðbólga, 18% vextir, sturluð gengisvísitala.
Punkturinn er sá að ég treysti ekki íslenskum klíkum til að stjórna landinu lengur. Núverandi stjórnskipan og andstaða sumra gagnvart einhverri þeirri breytingu sem myndi stuðla gegn þessari spillingu; gegnsæi, reglugerðir, hæfnisskyldu gefur enda ekki tilefni til neinnar bjartsýni.
Býð gott kvöld.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.8.2009 kl. 17:49
Eru ekki klíkur í ESB?...og allstaðar annarsstaðar í heiminum...
Jenný! 10 ár ekki langur tími...ýmis boðaföll hafa fallið á ESB frá stofnun þess og ekki hafa allir verið sáttir þar sem annarsstðar...eins og þú veist ef þú býrð þar. Ertu bara ekki í rétta hópnum í tilverunni??
itg (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 18:32
itg (IP tala skráð) Bý ekki í ESB, 10 ár kannski ekki langur tími, en fullvissa þig um að ég hef haft samanburðarþumalinn á púlsinum á Íslandi sama tímabil, og síðan af eigin reynslu 20 ár fyrr. Mikill munur á boðaföllum og stórsjó.
Eignamyndun venjulegs fólks, með meðaltekjur ætti í sæmilega fullkomnum heimi að vera slík, að í kringum fimmtugt ætti fólk að vera búið að klára veðskuldir af húsnæði sem stofnað var til 30 árum áður. Þekki fá dæmi um slíkt á Íslandi, ef nokkur. Þekki mörg slík dæmi hér.
Veit ekki hvaða tilveruhóp þú vísar í, en ég er lítil hópsál, frekar svona flökkusál.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.8.2009 kl. 18:48
Sæl Jenný og aðrir, eflaust eru einhver rök fyrir því að ganga í ESB en þessi að losna undan klíkuveldi halda ekki vatni. Það eru klíkur í ESB og þar er líka gnótt af spillingu.
Ef við teljum hrunið frá höfum við staðið okkur giska vel á flesta mælikvarða um lífskjör, s.s. þjóðartekjur á mann, heilsufar, menntun o.s. frv.
Þar með er ekki sagt að Ísland fyrir hrunáratuginn hafi verið fullkomið samfélagi, margt má betur fara.
Ef við göngum inn í ESB erum við að segja að öðrum en Íslendingum sé betur treystandi til að fara með íslensk málefni. Ég er því ósammála.
Páll Vilhjálmsson, 5.8.2009 kl. 18:56
Já spillingin er víða, en varnarviðbrögð við henni hafa ekki haldið vatni á Íslandi.
Gef ekki mikið fyrir "skuldsettan lífskjaramælikvarða", átti þess kost að hlusta á skósveina Landsbankans þá þeir birtust hér í Vancouver að kynna nýja glæsilega innistæðureikninga sem þeir voru að stofna í Canada, kennda við Icesave. Á kynningarfundi mærðu sveinarnir hina gífurlegu sterku stöðu Íslands og íslenska ríkisins, sem þá var við það að verða skuldlaust. " En hvað með himinháa skuldsetningu heimila, sem á sér varla samanburð í heimi hér" spurði ég eins og fávís kona. Fátt var um svör, og ekki laust við að ég hefði fundið fyrir neistaflugi augna frá þessum fríða hópi.
Sem betur fer náðu þessir inneignarreikningar ekki fótfestu hér í landi, þrátt fyrir nokkra tilburði Landsbankamanna, með klappstýruna í fararbroddi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.8.2009 kl. 19:15
Gott hjá þér Jenný að standa vaktina fyrir vestan og enn betra að íslensku auðmennirnir náðu ekki að festa klónum í sparifé Kanadamanna.
Það sem ég sagði um lífskjörin stóðst fyrir tíu árum, þ.e. á hefðbundna mælikvarða um lífsgæði stóðum við vel í alþjóðlegum samanburði.
Spillingin hér undanfarin áratug er á stórum skala og mun taka tíma að vinda ofan af henni.
Páll Vilhjálmsson, 5.8.2009 kl. 19:23
Auðmannaklíkur af þeirri gráðu sem þú talar um þrífast aðeins þar sem þannig útbúinn jarvegur er fyrir þær.
Og það verður að segjast eins og er að Sjálfstæðismenn og Framsókn stóðu sig einstaklega vel í því að plægja akurinn..
hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 20:52
Auðmannaklíkur hljóta þá að renna undir lokk þar sem Samfylkingin og VG eru teknir við.Óska þér til hamingju hilmar með þína barnstrú, hef ekki trú á Samf og VG og ESB.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 22:55
Lokaútgáfa þessa verks kom út árið 2003. Verkið kostaði víst 50 milljónir Danskar
=================================
Den danske elite
(The Danish Elite)
The Danish Elite by Peter Munk Christiansen, Birgit Møller and Lise Togeby was published in May 2001.
Hans Reitzels Forlag
284 pages
DKK 225.00
To order, contact a bookshop
Although equality in the Danish society is greater than in most other countries, Denmark does have its elites. The book analyzes the elites in:
politics
administration
courts
organizations
businesses
academia
media and culture
In 1932, 1963 and 1999: the characteristics of these elites, how the members obtained their elite positions, and changes in the 20th century.
A comparison of the whole elite with the population reveals significant differences. The elite mostly consists of elderly men with academic degrees, high income, and homes in the posh areas of Copenhagen and Northern Zealand.
However, some elite groups differ more from the population than others; judges probably most so: high average age, law degrees, high income, homes in the right neighborhoods, born in Copenhagen, and their fathers also belonged to the elite. The groups that most resemble the judges are the other legal professions, lawyers and representatives of police and prosecution, but also officers, scientists and heads of cultural institutions. All these groups differ markedly from the general population. The groups that are most similar to the population are union leaders, local civil servants, local politicians and MPs.
http://www.mit.ps.au.dk/magtudredningen/Engelsk/Publikationer/elite.htm
http://www.kritikafmagt.dk/
=================================
Lögbann
Það var lagt lögbann á að birta nöfnin á 1800 valdamestu persónum í Danmörku, auðvitað
Svo er það nýja elítan
ESB elítan, sem er virkilega hardcore og erfið viðfangs því hún hefur ótakmarkaðan aðgang að peningum
Þetta er ekki endilega verra á Íslandi, alls ekki
Aðeins kjánar halda að þetta sé verra á Íslandi en í gömlu Evrópu, háborg spillingar og klíkumyndunar. Fólk flýr öskrandi burtu frá Evrópu vegna þess hversu lokuð hún er og ennþá einkaeign aðalsins á svo mörgum sviðum. Fólk flýr oft til Bandaríkjanna. Af hverju haldið þið að íslenskir útrásarvíkingar áttu engann séns í Bandaríkjunum? Jú reglugerðir um t.d. yfirfærslur hagnaðar á milli félaga eru mun erfiðari viðfangs þar og svo er erfiðara að keppa við Bandaríkjamenn því samkeppnin þar er einfaldlega miklu meiri og virkari. Það eru tvær til þrjár matvörubúðir í Danmörku og Svíþjóð. Munið það.
Íslendingar halda svo oft að allt sé betra erlendis
Íslendingar vita oft ákaflega raunverulega lítið um Evrópu. Þegar þeir lesa og nema erlendis lifa þeir yfirleitt ekki í samfélagi viðkomandi landa. Þeir lifa í lokuðum forréttindaheimi og yfirleitt betur en þeir sem þurfa að lifa í raunverulega samfélaginu. Íslendingar halda svo oft að allt sé betra í útlandinu. Þetta er oft sárt að upplifa. Þið yrðuð mjög hissa á hversu langt Ísland hefur náð á skömmum tíma. En Ísland er ekki gallalaust, frekar en önnur lönd. En meira dýnamískt land tækifæranna finnst ekki í allri Evrópu. Hvergi fæðast menn eins jafnir og á Íslandi, ennþá!
Ekki henda öllu út þó að á móti blási núna, please, ekki gera það
Kveðjur frá Gunnari sem hefur búið 25 ár í gömlu Evrópu
PS: Gleymið Karsten Valgren, hann er bara, - já þú veist . .
Gunnar Rögnvaldsson, 6.8.2009 kl. 02:30
Það verður alltént hægt að sameinast í baráttu gegn spillingu og klíkumyndun, sem allir sjá nú og finna á eigin skinni að endar bara með hruni og tilheyrandi skelfingu fyrir, einna helst þá sem sízt tóku þátt í syndinni.
Þeirri baráttu er ég til í taka þátt í hér eftir sem hingað til, þó við höfum aðra sýn á hver besta lausnin er til lengri eða skemmri tíma.
Gunnar R kemur með marga athyglisverða punkta í sínum pistli sem hafa e.t.v meiri vigt en þeirra sem hafa ekki búið 25 ár í gömlu Evrópu.
Þetta er alltaf spurningin um hið grugguga eðli mannsins sem ég fjallaði um í þjóðhátíðarpistli, og þá skiptir litlu máli hvort þú ert norsari, breti, frakki, kínverji eða kóreumaður, mannlegu eðli verður ekki breytt, en hægt er að leggja verulegar hömlur á þær hvatir sem óæskilegar þykja í mannlegu eðli!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.8.2009 kl. 04:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.