Huglægar hörmungar og handfastar

Ríkisstjórnin er sannfærð um að ef við höfnum Icesave-samningnum muni það leiða hörmungar yfir landið með því að aðrar þjóðir neiti okkur um lán. Á hinn bóginn eru hörmungarnar handfastar ef við samþykkjum Icesave-samninginn. Huglæg upplifun ríkisstjórnarinnar markast af því að hún fellur með falli samningsins.

Þjóðin vill berjast og fella samninginn. Ríkisstjórnin er huglaus og duglaus eftir því. Hvorir eiga að víkja, þjóðin eða ríkisstjórnin?


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

En hvaða þjóð, Páll? Það eru fleiri en ein þjóð í þessu landi.

María Kristjánsdóttir, 4.8.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Á útrásartímanum voru líklega tvær þjóðir hér María, núna ein, þótt það sé ekki enn orðið ljóst vegna þess að við erum iðulega fangar umræðu gærdagsins.

Páll Vilhjálmsson, 4.8.2009 kl. 20:55

3 identicon

Íslendingar! Íslenska þjóðin! Hún vil berjast enda ekki verið þekkt fyrir lydduskap fram að þessu, og vonandi tekst þeim ekki, Jóhönnu og Steingrími að eyðileggja íslenskt þor og hvar er karlmannslundin Steingrímur?? Ég vil fá að nota mér tækifærið og segja við Ásgeir R. Helgason sem skrifar hér að ofan (og virðist ekki gefa færi á að fólk kommenti við skoðanir hans) að þar sem honum finnst að farið hafi fé betra, og talar þar um íslendinga sem flýja nú örbyrgð, og telur það fólk sem fer svikara...væri þá ekki upplagt að þú drifir þig hingað heim og hjálpaðir til við að greiða Iceslave úr því þú ert því vilhallur?

assa (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:01

4 identicon

Fyrirgefðu Páll, var of fljót á mér að blanda þínum skrifum inní en svo ekkert misskiljist, þá er ég að tala um færslu sem ÁSGEIR R. HELGASON skrifar undir fyrirsögninni FARIÐ HEFUR FÉ BETRA.

assa (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:05

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er orðinn svo þreyttur á þessu liði sem telur sig tala máli þjóðarinnar. Geta menn ekki bara haft þessar skoðanir sínar útaffyrir sig. Allt tal um hvað þjóðin vill er náttúrulega bara áróður. Ein Volk, Ein Will, Ein Furer

Gísli Ingvarsson, 4.8.2009 kl. 21:28

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Furer? Er það ökumaður?

Páll Vilhjálmsson, 4.8.2009 kl. 21:32

7 identicon

Held að það verði að koma af stað allhressilegri byltingu eins og janúarbyltinguna og öskra ríkisstjórnina til hlýðni. Ég fer líklega af þessu landi ef samningurinn verður ekki felldur.

spritti (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 22:10

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gísli,skoðanir útaf fyrir sig?Þegja,þegar hagsmunir þjóðarinnar er að veði?   Nei!             Ef allt tal um hvað þjóðin vill er áróður,þá fengist úr því skorið í þjóðaratkvæðagreiðslu,nokkuð sem ekki má.       Þetta lið erum við,    þreyttstu bara,við teljum að okkur sé betur borgið utan Esb og höfnum Icave-samningnum.

Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband