Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Einstaklingurinn, kerfið og Karl W
Einn útrásarauðmannanna stingur niður penna í Morgunblaðinu í dag til að bera af sér sakir. Þunginn í grein Karls Wernerssonar fer í að andmæla frétt um að hann hafi átt reikning í Straumi-Burðarás og flutt peninga þaðan í skattaskjól. Röng frétt frá rótum, segir Karl, og leggur til atlögu við fjölmiðla.
Þegar skylmingum um fréttaflutning sleppir er greinin vörn fyrir útrásina. Karl skrifar
Er líklegt að starfsmenn leiki sér að því að tapa fjármunum og eyða starfsöryggi sínu í leiðinni? Gerir einhver slíkt af ásetningi? Eða er hugsanlegt að kerfið í heild hafi hrunið yfir samfélagið vegna alþjóðlegrar kreppu og fjöldamargra og ótengdra mistaka í íslensku fjármálakerfi?
Spurnarsetningarnar eru stílbragð til að koma inn efa hjá lesandanum. Karl vill að við efumst um að nokkur væri svo heimskur eða illa innrættur að eyða því sem honum er treyst fyrir. En það er einmitt það sem gerðist. Karli Wernerssyni var treyst fyrir Sjóvá, fyrirtæki með áratugasögu í tryggingaviðskiptum, og hann í félagi við Þór Sigfússon og fleiri keyrði Sjóvá í gjaldþrot.
Karl vill að við trúum að einstaklingur eins og hann hafi ekki gert mistök heldur hafi kerfið brugðist. Karl hafi í reynd verið leiksoppur. Þetta er sígild vörn misindismanna; ef það voru ekki foreldrarnir sem vanræktu þá er samfélaginu um að kenna. Þeir sjálfir eru í versta falli afvegaleiddir kórdrengir.
Þannig stendur á að Karl Wernersson er einn af um þrjátíu útrásarauðmönnum sem komu íslensku samfélagi á vonarvöl vegna fyrirhyggjulausrar græðgi.
Kerfið brást ekki. Karl W. og félagar brugðust.
Knésetja menn eigin fyrirtæki af ásetningi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr!!!
Reynir (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 09:26
Amen. Hef engu við þetta að bæta. Algerlega sammála.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.