Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Röng vaxtapólitík skýrir frestun
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiðir ekki lán til Íslands vegna þess að stýrivextir Seðlabanka Íslands voru lækkaðir of hratt í vor með tilheyrandi veikingu krónunnar. Þetta er mun líklegri skýring en hin, sem meira er til heimabrúks hjá Samfylkingu og Vg, að Icesave-deilan sé óleyst. Í vor varaði fulltrúi AGS hér á landi Franek Rozwadowski við vaxtalækkun enda stefndi það gengi krónunnar í hættu.
Í byrjun mánaðarins mátti lesa eftirfarandi í Hagsjá Landsbankans
Áður en vaxtaákvörðunin var birt sá Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, ástæðu til að lýsa því yfir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að sjóðurinn hefði ráðlagt Seðlabankanum að setja stöðugleika á gjaldeyrismarkaði í forgang til þess að hemja verðbólgu. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans yrðu því að taka mið af því öðru fremur að gengi héldist stöðugt.
Yfirlýsing AGS og tímasetning hennar kemur á óvart þar sem sjóðurinn og Seðlabankinn hafa áður lýst því yfir að peningastefnunefnd hafi fullt sjálfstæði við stýrivaxtaákvarðanir. Ljóst er að ef AGS blandar sér með svo opinberum hætti í umræðu um ákvarðanir Seðlabankans á hann enn erfiðara verkefni fyrir höndum við að móta trúverðuga og sjálfstæða peningastefnu.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn var búinn að vara stjórnvöld og Seðlabanka við en þeir skelltu skollaeyrum við. Þess vegna er frestun, ekki vegna Icesave.
Athugasemdir
Páll vor góður !
Nú detta síðustu dauðu lýsnar af !
Var þjóðinni ekki innrætt að ÖLL vandamál hennar væru allt og eingöngu DO., og Sjálfstæðisflokknum að kenna ?
Börnin drukku þetta í sig með Chirios á morgnanna - mæðurnar við brjóstagjöfina á næturnar - og mennirnir í kaffihléum í vinnunni !
Síðan kom norðmaðurinn í Seðlabankann.Ekkert skeði. Er hann enn ofar moldu ??!
Sú norsk/franska - eftirmaður Agötu Christie & Sharlok Holmes-ætlaði að fylla Litlahraun, Skólavörðustíginn & Kvíabryggju - fyrir sólarlag !
Ekkert skeður.
Ágústmánuður fyrir stafni.
Og þá kemur 5 milljóna spurningin. Ef frestun ekki vegna Icesave - af hverju þá ?? -
Davíð hættur, Geir Haarde hættur - Hannes Hólmsteinn hættur !
Áhyggjurnar þrúgandi - gamalmenni geta ekki tekið Imovane eða Mogadon svefntöflur á hverju kvöldi - mánuðum saman !
Og "Dame" Jóhanna sem sagði.: " Minn tími mun koma" !!
Búið að ljúga þjóðina fulla í hálft ár. Fleiri hefðu átt að þegja.
Eða sem Rómverjar sögðu.: " Aliud est celare,aliud tacere" -þ .e." Betra er að þegja, en spinna látlaust upp algjörri vitleysu" !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 21:30
Í minni sjoppuhagfræði sem ég hef lært aðallega af netspekingum þá sé sambandið á milli vaxta seðlabankans og verðbólgu tilviljunarkennt og ekki marktækt til lengri tíma litið. Hvort samband sé á milli seðlabankavaxtanna og lágs gengis krónunnar verður varla séð. Flæði fjármagns er reynt að stýra með gjaldeyrishömlum. Viðskipti með íslenska krónu eru svo lítil að það er ekki hægt að mæla með þeim raunverðlag krónunnar á markaði. Skýringin á því að verð krónunnar lækkar er líklega það að enginn vill eiga þær. Þær eru svona mattadorpeningar til heimabrúks. Og duga vel þannig. Þannig lagað séð. Síðan hljóta AGS menn að hafa margar athugasemdir við framgang áætlunarinnar en Icesafe stendur í kokinu á stórum eigendum sjóðsins einsog Bretum og Hollendingum. Þú bara vildir óska þess að svo væri ekki, Ekki satt?
Gísli Ingvarsson, 30.7.2009 kl. 21:46
Er þetta enn ein röng fyrirsögn hjá þér eða ertu að misskilja ,,málið" ?
Icesave, skuldastaða og lán ,,vinaþjóða", allt þetta hefur verið nefnt sem ástæða !
Þú átt að hætta að kenna einhverjum öðrum um hvernig málum er fyrir komið en þeim sem bera einir ábyrgð á þessu ástandi !
Allir aðalleikendur koma úr sjálfstæðisflokknum !
Eitt er víst Icesave er eign stjórnar Landsbankans gamla og bankastjóra sama banka !
Hvernig væri að snúa sér í því að sækja þessa aðila, Björgúlfa tvo, Kjartan Gunnarsson, Svöfu Gröndfeldt, Þorgeir Baldursson og Þór Krisjánsson , og láta þá borga !
JR (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.