Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Sælir eru einfaldir
Á meðan forsætisráðherra er í fríi er fjármálaráðherra með mannaforráð og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Það er ekki boðlegt að nota frestun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að berja á þingmönnum að samþykkja Icesave-samninginn. Skötuhjúin í stjórnarráðinu verða að hósta upp fyrirætlunum sínum núna þegar bjargráðin fást hvorki í Washington eða Brussel.
Einfaldar lausnir sækja einfeldninga heim. Samfylkingin lofaði að krónan myndi styrkjast við umsókn um aðild að ESB og Steingrímur J. að Icesave-samningur væri glæsilegur. Hvorugt gekk fram.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir stendur á gati á miðju sumri. Þjóðinni yrði greiði gerður ef mál skipuðust svo að stjórnin félli með Icesave-samningum í næstu viku.
Afgreiðslu AGS frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ítrekað hefur Steingrímur haldið þvi fram að ekki sé samband milli Icesave og AGS eða Icesave og ESB en hvort tveggja hefur nú komið upp á yfirborðið, bæði AGS og ESB reyna að þvinga okkur til að ganga frá þessu samkomulagi sama hvað það kostar.
Steinar S (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:03
Þú ert sérlega úrræðagóður og málefnalegur, Páll, á þessari ögurstund þjóðarinnar. Ég er að hugsa um að geyma þetta innslag.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:03
Ríkisstjórnin hefur ítrekað varað við þessari niðurstöðu. Engin þjóð... vill styðja okkur nema við girðum okkur í brók og viðurkennum Icesave.
Það er illa komið fyrir þjóð þar sem aðildarþjóðir AGS... ESB auk þeirra sem þarna standa utan... t.d. Noregs treysta okkur ekki. Ísland er einangrað á heimsvísu.
Það lá fyrir að krónan myndi ekki styrkjast fyrr en lán þau sem lofað var kæmu.... nú koma þær ekki vegna ósamstöðu og deilna á Íslandi.
Það er lítilmótlegt að kenna öðrum um eigin aumingjaskap..en þeir þingmenn sem ætluðu að fella Icesaveábyrgðina bera á þessu beina ábyrgð ... og það var margvarað við því.
Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2009 kl. 17:09
Bull , fuck ags, hafa Íslendingar misst alltan kjark? Segjum þessum ógeðslegu bankamönnum í ags að drulla sér í burtu því við munum ekki borga krónu
Alexander Kristófer Gústafsson, 30.7.2009 kl. 17:13
Eru menn ekki að bíða eftir því að Íslendingar sýni fram á að þeir séu skilamenn.
Enginn lánar þjóð sem ekki ætlar að standa í skilum.
Er þetta ekki einfalt og augljóst.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:35
Leiðréttið mig endilega ef ég hef rangt fyrir mér; EN - er ekki Ísland aðili að IMF/AGS??? Spyr aðeins því annað var gefið í skyn hér að ofan.
Annað mál er svo allt þetta lánavæl. Til þess að einfalda málið; hvað gerir fólk þegar það er að drukkna í heimilisskuldum? Hleypur það í bankann og tekur viðbótarlán? Og lánar þá bankinn viðkomandi umyrðalaust?
Auðvitað eigum við að senda IMF heim og reyna að lifa af tekjuafgangi þjóðarinnar - útflutningur mínus innflutningur - sem hefur þó verið okkur eilítið hagstæður undanfarna mánuði - og þar getum við sparað enn frekar. Síðan má setjast niður og forgangsraða skuldaniðurgreiðslum í samræmi við greiðslugetu, rétt eins og um venjulegt heimili sé að ræða, og semja við lánardrottna á þeim nótum.
Icesave flokkast undir utanaðkomandi og ófyrirsjáanlegar hamfarir, en það er engin ástæða til þess að þjóðin láti féfletta sig.
Kolbrún Hilmars, 30.7.2009 kl. 17:40
"Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir stendur á gati á miðju sumri. Þjóðinni yrði greiði gerður ef mál skipuðust svo að stjórnin félli með Icesave-samningum í næstu viku."
Svo ritar Páll í þessum undarlega pistli. Ég spyr: Til að fá hvað í staðinn? Hleypa kannski Sjálfstæðisflokknum að jötunni? Nei takk. Ekki næstu áratugina.
Björn Birgisson, 30.7.2009 kl. 17:55
Eitt land, ein þjóð, einn foringi. Gamalkunnug og auðseljanlega lausn þjóðernissinna í þjóðarkýsu, skella í lás og hunsa heiminn sem er bara vondur við okkur.
- Rýmar vel við þjóðernis- og einangrunarsinna sem dýrka Davíð Oddsson.
Þjóðernissinnar völdu IMF/AGS með því að standa í vegi þess að við leituðum upptöku evru með aðild að ESB. Ef hér hefði verið evra ætti gjaldeyrissjóðirinn ekkert erindi hér, hann er hér bara til að bjarga krónunni og lánið hans er bara til að mynda gjaldeyrisvarasjóð eða böffer fyrir krónuna.
Þegar við höfnum einu veljum við annað. Þeir sem höfnuðu ESB og evru, þ.e. stóðu í vegi þess að leitað væri aðildar að ESB sl 15 ár, völdu með því IMF og skilyrði hans og næsta víst hrunið sjálft líka.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.7.2009 kl. 17:58
Björn, þú skrifar eins og það sé náttúrulögmál að annað hvort sjallar eða sossar ráði hér ríkjum. Ég er því ósammála, enda getum við gert betur!
Kolbrún Hilmars, 30.7.2009 kl. 18:10
Menn verða að hafa í huga að IMF er málgagn ríkisstjórna í Evrópu og hefur alltaf verið það. Svo ég gæti trúað að Washington komi ekki mikið þar inn fyrir dyr, enn sem komið er. En það gæti hinsvegar breyst eftir síðasta G20 fund í Lundúnum fyrr á þessu ári, en þær breytingar munu þó taka sinn tíma.
frá 5/4 '09
Simon Johnson, sem m.a. er fyrrverandi yfirhagfræðingur hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og núna prófessor við MIT og Peterson Institute, skrifar á blogg sínum og í New York Times um hvaða áhrif G20 fundurinn í síðustu viku í Lundúnum á Bretlandseyjum mun hafa á Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn (IMF) á næstu árum
Þýðing: Framkvæmdastjóri Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins - sem er mjög valdamikil staða og sem veitir mikil völd og leynd - hefur alltaf verið Evrópubúi - í reynd útnefndur af ríkisstjórnum í Evrópu til að vera fulltrúi hagsmuna ríkisstjórna í Evrópu
The Last European: yfirráðin yfir Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum IMF breytast
Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2009 kl. 18:18
Kolbrún, líttu á söguna. Hún endurtekur sig í sífellu. Fátt um nýja og fína drætti. Erfitt að brjóta niður múra samtryggingar flokkanna. Staðreynd, því miður.
Björn Birgisson, 30.7.2009 kl. 18:32
EKKERT getur VERIÐ VERRA en það sem flugfreyjan Jóhanna og jarðfræðingurinn Steingrímur J atkvæðastórþjófur, eru að gera þjóðinni þessi misserin.
Ekki beint djúp lausn að þora ekki að segja hingað og ekki lengra, vegna hræðslu um ástandið GÆTI versnað ef að.....?????
En það hentar því miður alltof mörgum að leika strúta og stinga höfðinu í sandinn.
Vonandi gagnast frúnni þreyttu fríið sem best. Ekkert er gagn er af henni í vinnunni.
Forsætisráðherra fullyrti að AGS setti ekki skilyrði vegna Icesave
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fullyrti á Alþingi 13. júlí síðastliðinn að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði ekki sett fram einhverjar kröfur eða tengt Icesave-samningana við endurskoðun á efnahagsáætlun sjóðsins og stjórnvalda og þar með áfangaútgreiðslu á láni sjóðsins. Hún sagði einnig að sjóðurinn hefði ekki haft uppi hótanir eða gert kröfur um að gengið yrði frá Icesave-samningunum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 18:59
Björn, það er okkar að breyta þessu munstri. Vissulega verður það ekki auðvelt, en það er hrein og klár þegnskylda að reyna. Ofríki fjórflokkanna verður að hnekkja!
Kolbrún Hilmars, 30.7.2009 kl. 19:14
Kolbrún, það eru atkvæði kjósendanna sem ráða þessu. Við því eru bara til þrjár leiðir. Að velja kjósendur á kjördegi að kjörborðinu. Að hagræða úrslitunum eftir á. Tvær kunnar aðferðir. Hrein og klár bylting með valdaráni er þriðji kosturinn, en byltingar éta börnin sín. Pólitískt erum við Íslendingar strandaðir. Lítil von um björgun.
Björn Birgisson, 30.7.2009 kl. 19:39
Björn, þú gleymdir fjórðu leiðinni - að kjósendur eigi fleiri valkosti í kjörklefanum
Kolbrún Hilmars, 30.7.2009 kl. 19:47
Mér fannst nú Dabbi vera alltof mikill útlendingasleikja
Alexander Kristófer Gústafsson, 30.7.2009 kl. 19:47
Páll vor góður !
Hvortveggja er rétt hjá þér.
" Dame" Jóhanna/Samfylking, fullyrtu umsókn í ESB., myndu styrkja krónuna. - Var einhver að hlægja ??!
Steinki lét þjóðina heyra, að GLÆSILEGUR samningur væri í pípunum - þökk fyrrverandi blaðamanni á Þjóðviljanum ! Var einhjver að gráta ?? !!
Horfumst ískalt í augu við, að þessi fámenna þjóð, á ekki nægt lið glöggra, skarpra, stálgreindra manna, til að leysa þann Gordonshnút sem þjóðin er helbundin.
Þeir eru margir sem komu okkur í þessa stöðu - sama hvar staðsettir í pólitíkinni, enda enginn mannvera fædd gallalaus.
Eða sem Rómverjar sögðu.: " Vitiis nemo sine nascitur" - þ.e. "Enginn er fæddur gallalaus" !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 20:52
Kalli, Gordions hnúturinn á Íslandi er til kominn vegna auðvalds- og óheftrar frjálshyggju. Alexander mikli kunni ráð, frumstætt að vísu. Flugbeitt sverðið. Handrits höfundar og aðalleikarar í harm- og kreppuleik Íslendinga kunna engin ráð. Við grátum það.
Sic transit gloria mundi.
Björn Birgisson, 30.7.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.