Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Þurfum stjórnvöld sem segja satt
Samfylkingin lofaði að krónan myndi styrkjast við það eitt umsókn um ESB yrði send Brussel. Reyndin er önnur. Formaður Vg sagði öll gögn um Icesave komin á borðið en verið margsinnis verið staðinn að lygum eftir það. Ríkisstjórnin þvældist inn í heim lyga og blekkinga þegar til stjórnarinnar var stofnað.
Ríkisstjórnin mun ekki ná tiltrú almennings á ný. Eymdin dregst á langinn eftir því sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur situr lengur. Vonandi íhugar forsætisráðherra að segja af sér eftir sumarfrí sitt.
Evran aldrei dýrari á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áttu ekki vextir að lækka þegar DO færi farinn úr Seðlabankanum ?
Var DO kannski ekki sá sem hélt vöxtum háum og neitaði að lækka þá.
var helförin gegn homum þá bara sjónarspil ?
Birgir Örn Guðjónsson, 30.7.2009 kl. 13:07
Er Ingibjörg að takka við af Jóhönnu.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:28
Hvenær lofaði Samfylkingin því að krónan myndi styrkjast? Hvaða bull er þetta Páll. Hún gerði það ekki, hún lofaði heldur ekki góðu veðri. Hinsvegar vonuðust menn til þess að umsókn myndi hafa jákvæð áhrif á gengið. En sú von rættist ekki. Þú virðist sakna stjórnarfars Íhaldsins og hækjunnar. Vanhæfu klíkunnar sem leiddi til gjaldþrots þjóðarinnar. Þú saknar fúskaranna, sem bera ábyrgð á spillingarmálum af áður óþekktri stærðargráðu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:51
ég man ekki betur en allt átti að fara á betri veg þegar DO færi frá - þetta var allt honum að kenna !!
í öðru lagi er ekki hægt að kenna bara Íhaldinu um spillinguna - var ekki Samfylkingin líka í stjórn - var hún algjörlega "stikkfrí" ??
Sigrún Óskars, 30.7.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.