Bannorð aðildarsinna eru umsókn og innganga

Íslenskir aðildarsinnar eru lævíst fólk sem tekið hefur höndum saman að ljúga þjóðina inn í Evrópusambandið. Samtök iðnaðarins keypti í áravís spurningu hjá Gallup um hvort taka ætti upp aðildarviðræður við ESB. Fréttablaðið tekur upp þráðinn og spyr hvort fólk styðji aðildarviðræður.

Fréttablaðið þykist ekki vita að Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu og er það í takt við valkvæða heimsku aðildarsinna. Á þessu stigi máls hefði spyrill með lágmarksvit spurt annað tveggja hvort fólk væri hlynnt umsókn Íslands að ESB eða inngöngu Íslands téðan félagsskap.

Fréttablaðið skrifar slepjuleiðara um að þjóðin og ríkisstjórnin séu í takt með aðildarviðræður. Það er sami lævísi áróðurinn og maður las um íslensku útrásina og hve kaupsýslumenn væru flinkir.

Aðildarsinnar og útrásarliðið eru sama fólkið, bara komin ný kennitala.


mbl.is Meirihluti styður viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá.. ég er bara útrásarvíkingur fyrir skoðanir mínar.

Svara ekki svona ad hominem kjaftæði öðruvísi en: "Þú ert greinilega hryðjuverkamaður. Þessvegna þarf ekki að hlusta á þig".

Askur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 08:27

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fréttablaðið hefur hingað til ávallt spurt að því í skoðanakönnunum sínum hvort vilji væri fyrir því að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu í stað þess að spyrja hvort vilji væri fyrir því að hefja aðildarviðræður. Spurningin „Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu?“ var þannig t.a.m. notuð í öllum síðustu skoðanakönnunum Fréttablaðsins um Evrópumál, í marz, janúar, nóvember og október. Í nýjustu könnun blaðsins er gerð breyting á þessu og spurt: „Ert þú fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið?“

Spurningin um umsókn um aðild er klárlega sú rétta enda ljóst að áður en einhvers konar viðræður geta farið fram um hugsanlega inngöngu í sambandið þarf að senda inn umsókn um hana. Um það snerist enda einmitt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi og samþykkt naumlega. Tilgangurinn með könnuninni nú er væntanlega að kanna stuðning við þá aðgerð stjórnarinnar.

Það hefur sýnt sig að mikill munur er á því hvaða niðurstaða fæst eftir því hvor spurningin er notuð. Sé spurt um aðildarviðræður er allajafna meirihluti fyrir þeim en sé spurt um umsókn um aðild hefur yfirleitt verið meirihluti gegn henni. Þetta bendir til þess að fólk vilji einhvers konar könnunarviðræður við Evrópusambandið en ekki formlega umsókn með tilheyrandi skuldbindingum.

Stóra spurningin er hins vegar auðvitað sú hvers vegna Fréttablaðið ákvað allt í einu að breyta þeirri spurningu sem blaðið hefur notað allar götur til þessa? Var það gert í pólitískum tilgangi til þess að fá æskilegri niðurstöðu en ella? Það verður ekki séð að neitt annað geti útskýrt þessa skyndilegu breytingu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.7.2009 kl. 08:30

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Guð hvað ég farinn að hata þessa bláu Moggafána á öllum síðum blaðsins og með næstum öllum fréttum. Mér verður flökurt af þessu blaði. Önnur eins lágkúra sést ekki neins staðar í heiminum nema í Sovétríkjunum, væri þau ennþá til í dag. Takið ykkur saman Moggavesalingar og hættið að æla yfir Ísland

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2009 kl. 08:33

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Dönsk dagblöð skrifa hér í dag að ríkmenn Íslands (þeir sem eftir eru) rífist í gengum eigin fjölmiðla. Hvernig gat þetta orðið svona? Hvar voru allir?

Islandske rigmænd i bitter strid 

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2009 kl. 08:45

5 identicon

Þetta eru reyndar mjög ánægjulegar fréttir. Stuðningurinn er strax komin niður í 51% af heildinni (úr 64% í síðustu könnun) og það er þó ekki enn komið áþreifanlega í ljós að "aðildarviðræðurnar" saklausu eru í raun umfangsmikið og skuldbindandi inngönguferli sem kostar gott betur en "aðeins 990 milljónir" og breytir engu um skilmála ESB aðildar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 08:57

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er eins gott að gengið haldi sér lágt áfram því annars mun þessi stóri 51% stuðningur við "könnunarviðræðurnar" gufa upp og Össur standa með brunnið greiðslukort í útlöndum, allt lok & læs. Svo það er um að gera að demba Ícesave ofaní þetta, svona til öryggis. Fá líka ratings lækkað strax. Það er vonin. Miklar vorir eru því bundnar við Im'save.

.

hæ hæ þið á Mogganum !!! - þið neyðist líklega bráðum til að gefa blaðið út með bláum bakgrunni og gulu letri ef þetta á að halda eitthvað

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2009 kl. 09:16

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Spurt er: Ert þú fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Svarið sem fæst við þeirri spurningu er svarið við því og eigu öðru. Þar sem spurt er um fylgi við aðildarumsókn þá fæst allt önnur niðurstaða. Enda ekki spurt um það sama.

Með því að nota orðalagið “aðildarviðræður” fæst greinilega Já frá mörgum óákveðnum. líka mörgum þeim sem eru á móti aðil að sambandinu.

En þetta orðaleg gerir það að verkum að könnunin mælir EKKI hvort íslendingar vilji fara í aðaldarviðræður við Evrópusambandið. Og alls EKKI hvort ísendingar vilji ganga í sambandið.

Þetta orðalga eyðleggur bara könnunin og geri hana vita marklaus því verið er að spyria órauhæra spurniga.

Guðmundur Jónsson, 30.7.2009 kl. 10:18

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnast þessir andæðingar ESB bara hlægilegir þessa dagana... og það er bara gott.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2009 kl. 10:20

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Leiðrétting

En þetta orðaleg gerir það að verkum að könnunin mælir EKKI hvort íslendingar vilji fara í aðaldarviðræður við Evrópusambandið. Og alls EKKI hvort ísendingar vilji ganga í sambandið.

Guðmundur Jónsson, 30.7.2009 kl. 10:47

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Leiðréttingin var óbreytt ?? Afsakið klúðrið þetta hlýtur að hafast núna

En þetta orðalag gerir það að verkum að könnunin mælir EKKI hvort íslendingar vilji leggja inn aðildarumsókn. Og alls EKKI hvort ísendingar vilji ganga í sambandið.

Guðmundur Jónsson, 30.7.2009 kl. 10:53

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Ingi, það er bara eðlilegt að farið sé fram á að spurt sé um það sem verið er að spyrja um en ekki eitthvað allt annað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 30.7.2009 kl. 11:04

12 Smámynd: Pax pacis

Hjörtur, Hans og Guðmundur, hvað er það sem þið kallið könnunarviðræður?  Eru það þreifingar milli Íslands og ESB?  Ef svo er þá hygg ég að slíkar þreifingar hafi átt sér stað a.m.k. s.l. 2 ár á þeim tíma sem Samfó hefur verið með Utanríkisráðuneytið.

Og þegar þið talið um skuldbindandi aðildarviðræður, hvað eigið þið þá við með skuldbindandi?  Er það kostnaðurinn?  Eða aðlögunarferlið?  Kostnaðurinn verður jú e.t.v. svolítið hár en það hefði náttúrlega átt að vera löngu búið að ganga frá þessari umsókn, löngu fyrir hrun.  Aðlögunarferlið er hins vegar eitthvað sem ég held að við verðum að ganga í gegnum til að ná efnahagslegum stöðugleika, hvort sem við göngum í ESB eða ekki.

Ég spyr: Er hægt að gera þetta eitthvað öðruvísi en að leggja inn umsókn?  Fáum við einhverja niðurstöðu með öðru móti?  Umsóknin sem slík skuldbindur okkur að sjálfsögðu ekki til aðildar og er, að ég hygg, eina leiðin til að fá raunverulega niðurstöðu í málinu.

Svo kemur í ljós að viðræðunum loknum hvort ég segi já eða nei.

Pax pacis, 30.7.2009 kl. 11:17

13 identicon

Aðlögunarferlið er hins vegar eitthvað sem ég held að við verðum að ganga í gegnum til að ná efnahagslegum stöðugleika, hvort sem við göngum í ESB eða ekki. Sammála síðasta ræðumanni.

Gilli (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 11:27

14 identicon

Pax: Þú ert að rugla saman aðlögunarferlinu að myntbandalaginu og aðlögunarferlinu að Evrópusambandsaðild en Evrópusambandið er, ótrúlegt eins og það kann að hljóma töluvert meira en gjaldmiðill. Er það kannski hugmyndin að áætlun um innleiðingu orkulöggjafar, skattalöggjafar eða laga um lögreglæumál ESB sé nauðsynleg forsenda efnahagslegs stöðugleika?

Í ferlinu þarf að gera nákvæma áætlun um innleiðingu allrar Evrópulöggjafarinnar, þ.e að skrifa upp laga- og reglugerðatexta og helst að byrja að inleiða þá. Einnig byrjar umsóknarríkið að starfa innan ráða og nefnda sambandsins án atkvæðisréttar. Við þetta bætist að það er almennt gert ráð fyrir því að ríki ætli að ganga inn þegar búið er að draga fulltrúa 27 ríkja auk framkvæmdastjórnarinnar inn í langt og flókið aðildarferli.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 11:48

15 identicon

Andhverfan við stolt er m.a. minnimáttarkenndin. Hún birtist oft í hroka. Í stað þess að standa fast á sínu með málefnalegum rökum er reynt að gera lítið úr þeim eru á annarri skoðun. Einn daginn eru þeir kjánaprik. Þann næsta eru þeir lævísir lygarar ofrv.

Svona af því þú spurðir....!!!!

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:00

16 identicon

Óstödugur hefur aerst

Jóhannes í hvalnum (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:06

17 Smámynd: FrizziFretnagli

Þetta er hárrétt hjá þér Páll, fréttblaðið er hörumlegt þessa dagana.  Hver leiðarinn eftir annan fullur af rugli.  Skammarlegt blað.

FrizziFretnagli, 30.7.2009 kl. 15:33

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Aðildarviðræður, aðildarumsókn. Tómeitós, tómatós. Viti borið fólk veit alveg hvað er verið að spyrja um.

Páll Geir Bjarnason, 30.7.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband