2007-útgáfan af Jóni Ásgeiri

Á dögum útrásarinnar var Jón Ágeir Jóhannesson einn valdamesti maður landsins í krafti auðs og fjölmiðlaveldis. Stjórnmálamenn margir hverjir sátu og stóðu eins og hann bauð. Þegar einhver gagnrýndi Jón Ásgeir var fjölmiðlum sigað á viðkomandi. Eftir að útrásin hefur verið afhjúpuð sem eitt allsherjar svindl er Jón Ásgeir sem klæðalausi keisarinn. Hann fattar ekki að fólk hefur séð í gegnum blöffið og tekur ekki mark á orðum útrásarliðsins.

Vill ekki einhver segja Jóni Ásgeiri að það sé komið 2009?


mbl.is Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er eins og hinir Víkingarnir orðinn veruleikafirtur af græðgi og ranghugmyndum.Þessir menn héldu að þeir væru Guðir.

Raunsær (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 11:40

2 identicon

Maður getur ekki annað en brosað út í annað að þessum nýlegu yfirlýsingum auðmannanna. Það trúi þeim enginn lengur, tekur enginn mark á þeim. Það er kominn upp ný stað og nýr veruleiki sem þeir þurfa að átta sig á. Því fyrr sem þeir gera það, því betra. Ég fæ eiginlega bara kjánahroll við að lesa svona yfirlýsingar...

Krummi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hárrétt hjá þér Páll, það eru allir hættir að taka mark á þessum manni, aðalleikara útrásarinnar og hruns íslenzka fjármálakerfisins. 

Sigurður Sigurðsson, 29.7.2009 kl. 11:55

4 identicon

Hárrétt hjá þér Páll! Það er ótrúlegt hve mikil völd baugsmiðlarnir hafa enn í dag! Stöð 2, DV, Bylgjan, (margar stöðvar) Visir.is Frétablaðið og að ógleymdri "frjálsu og óháðu útvarpsstöðinni" ÚTVARP SAGA þar er bara talað um Landsbankann, Kaupþing en aldrei um Glitni eða því síður Baug og félaga! Hættum að versla í BAUGS búðum!

Lúðvík (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 12:20

5 identicon

Góði Páll !

 "Vill ekki einhver segja Jóni Ásgeiri að það sé komið 2009" ?

 Tímabær spurning.

 Fáðu álit Jóns Kaldals og annarra " starfsmanna" Jóns Ásgeirs., á Fréttablaðinu.

 Enskirnir kölluðu það, að vera " company man" þegar trygð  og hollusta við eiganda fyrirtækis, gekk út yfir öll skynsamleg mörk.

 Það sama á við um starfsmenn Fréttablaðsins.

 Þeir nær krjúpa og kyssa fætur " meistarans" !

 Fálma eftir vilja og væntingum "meistarans" - Ávallt bljúgir sína herra !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Nunquam dormio" - þ.e. " Ávallt til reiðu". !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 13:33

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hvaða Guðsvolaði aumingjaskapur svífur yfir og allt um kring í íslensku réttarkerfi og samfélagi?

Það er eins og verið sé að gera pyndingartilraunir á heilli þjóð!  Kanna hversu  langan tíma mun taka, þar til hún lyppast niður og sættir sig við að það er enginn vilji, þor eða þrek til að stinga á kýlunum og hleypa greftinum út.

Sérstaki saki sér íslenska þjóð eins og fuglinn Fönix rísa upp úr öskustó.  Hann virðist enn vera að leita að löskuðum fjöðrum fuglsins.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.7.2009 kl. 15:08

7 identicon

Aumingjaskapurinn birtist í ýmsum myndum þessa dagana. En er hann til meiri en viðtalið í þessari frétt?

Mér varð líkamlegt illt að lesa þennan hrylling sem ráðherra leggur á borð fyrir okkur eins og ekkert sé sjálfsagðara en að láta beygja sig í duftið sjálfviljugur og helst hafa gaman af því.

http://visir.is/article/20090729/FRETTIR01/453879602

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 15:48

8 identicon

Það er svo oft sem maður heirir að fólk segir að það neiðist til að versla í Baug "að því að það sé ódýrara". Ég veit ekki, en einhvernvegin hef ég á tilfynningunni að sparnaður síðustu ára sé ansi dýru verði keyptur. Við ættum kanski aðeins að spara minna og fá minni skell í staðin. Mér verður hálf óglatt við að sjá að fólk sem talar ekki um annað en hverskonar glæpalýður þetta sé en heldur SAMT áfram að versla þar. Hvenær fáum við næsta skell af þeyrra voldum??. Allavega pössum við vel upp á að þetta lið líði engan skort á meðan við berjumst í bökkum. Þeir fá sína viðskiptavini og borga síðan fulgur fjár við að halda lögunum sínum megin og á endanum geta þeir (í krafti fjármagnsins) látið líta út sem þeir séu fórnarlömbin. Hættum að versla við þennan glæpalýð.

Kjarri. 

Kjarri (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband