Þriðjudagur, 28. júlí 2009
Útrásarmönnum er ekki landvært
Nýliðinn dagur bauð upp á morgunfréttir um að bankarnir hefðu verið komnir að fótum fram ári fyrir hrun; að Baugur hafi fengið 100 milljarða frá Landsbanka og Kaupþing; kvöldfréttir hermdu að auðmenn hafi kortéri fyrir hrun komið peningum úr íslenskum bönkum í útlent skjól.
Útrásarmenn eru sérstaklega illa gerðir einstaklingar. Þeir eru lygnir, svikulir, þjófóttir og ganga huglausir í græðgistakti úr landi með illa fengið fé - og skilja þjóðina eftir í örvæntingu um framtíð sína.
Útrásarbleyðurnar eiga ekki að láta sjá sig hér á landi.
Athugasemdir
Var að horfa á hvað þeir sögðu í sjónvarpsþáttum fyrir uþb. 9 mán.Lára Hanna hefur haldið þessu til haga, vona að þeir fái makleg málagjöld.
Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2009 kl. 00:40
Sammála þessari færslu Páll. Margt á eftir að koma í ljós. Eiturlyf og svartir peningar drepa. Margar spurningar eru nú uppi á borðinu. Tvær núna. Tekst stjórnvöldum að svipta hulunni af þessum glæframönnum og draga þá fyrir dómstóla? Mun Eva Joly lifa til að rannsaka þessa aumingja eða deyja?
Björn Birgisson, 28.7.2009 kl. 01:48
Sammála þessu Páll. En hvað um ábyrgð þeirra sem afhentu þeim bankana, eign þjóðarinnar og klöppuðu svo fyrir þeim og hvöttu áfram allt fram á síðasta dag þegar svikamyllan hrundi?
Þórir Kjartansson, 28.7.2009 kl. 07:41
Erlendur félagi minn upplifði svipaða hluti í sínu heimalandi fyrir margt löngu; spilltir bankamenn settu samfélagið á hliðina, sem orsakaði djúpa kreppu.
Hann hefur allt aðra sýn á þetta mál. Leggur til að dólgarnir verði kyrrsettir, vegarbréfin tekin af þeim og þeim gert að búa á Íslandi mörg næstu ár. Í hans heimalandi fengu allir dólgarnir (7 manns) fangelsisdóma og hann fullyrðir að án slíkra málaloka komist aldrei ró á þjóðarsálina.
Haraldur Hansson, 28.7.2009 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.