Mánudagur, 27. júlí 2009
Atvinnulífið vill ekki í Evrópusambandið
Ein samfylkingarlygin sem ESB-miðlarnir eru óþreytandi að endurvarpa er að atvinnulífið vilji inn í Evrópusambandið. Það er bláköld lygi sem sést á því að Samtök atvinnulífsins tóku ekki afstöðu til þingsályktunar um umsókn að ESB vegna þess að samtökin voru áður búin að kanna hug félagsmanna í skoðanakönnun. Niðurstaðan var eftirfarandi
Niðurstaðan var sú að fyrirtæki með 42,7% atkvæða svöruðu spurningunni játandi, 40,1% neitandi og 17,0% tóku ekki afstöðu. Ef einungis er litið til þeirra sem tóku afstöðu þá svöruðu 51,6% játandi og 48,4% neitandi.
Ennfremur
Skoðanir eru mjög skiptar í þessu máli innan samtakanna og á grundvelli niðurstaðna könnunarinnar er staðfest að SA muni ekki beita sér fyrir aðild Íslands að ESB og upptöku evru á Íslandi.
Sjá hér frétt Samtaka atvinnulífsins frá í desember.
Athugasemdir
Þetta kemur mér ekki á óvart því LÍÚ elítan er ekki hrifin af ESB. Heldur sjálfsagt að þá verði gerðar athugasemdir við eitt og annað sem þar er brallað. Þetta eru auðvitað gamlir fortíðardraugar sem ekki þarf að hafa áhyggjur af: Okkur mun öllum vegna vel í ESB, líka sjávarútveginum, því eins og kom fram í umfjöllum nýlega á RUV sjónvarp, þá mun mjög lítið breytast fyrir sjávarútveginn. Það eru líka fyrst og fremst breytingar sem gerðar verða af núverandi ríkisstjórn á kvótakerfinu, sem þeir óttast. Stjórnarandstaðan gerir allt sem hún getur til að koma í veg fyrir þá tiltekt hér innan lands sem framundan er. Það eru hvorki ESB né Icesave sem þeir óttast, heldur að skoðað verði í alla skítapyttina.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.7.2009 kl. 21:25
Rétt Hólmfríður, við fáum líka betra veður og verðum fallegri og yngri um leið og inngangan í ESB er staðfest.
Páll Vilhjálmsson, 27.7.2009 kl. 21:36
Já Páll ég er ekki hissa á því að þú svarir Frú Hólmfríði Bjarnadóttur með þessum hætti.
Hún er gott dæmi um ESB rétttrúnað sem er ekki hægt að lækna !
Gunnlaugur I., 27.7.2009 kl. 21:42
Ekki vissi ég að "atvinnulífið" væri Samtök atvinnulífs. Áður fyrr hét þetta Vinnuveitendasambandið. Hélt satt best að segja að ASÍ væri annar stór þáttur atvinnulífs eða um 200 þúsund vinnandi manns. Hafa það sem sannara reynsit, Páll.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 21:49
úps... sannara reynist.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 21:49
Hvaða vitleysa Gunnlaugur. Hólmfríður er búin að taka ESB töflurnar sínar, og er öll að braggast. Er ekki frá því að hún líti ekki strax betur út, hins vegar er ekki hægt að ætlast til þess að hugsunin verði skýrari strax, það kemur síðar... Já kannski miklu síðar.
Sigurður Þorsteinsson, 27.7.2009 kl. 21:50
Páll.
Þú kannt betur en flestir að setja fyrirsagnir , sem eru svo alls ekki réttar !
Ef þú vilt hafa rök fyrir þinni skoðun, er betra að þau rök haldi !
Þetta veistu, en betra er að veifa röngu en engu !
JR (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:21
Gísli, og eru allir félagsmenn í ASÍ hlynntir inngöngu í Evrópusambandið? Hefur það verið kannað? Nei. Það væri reyndar ekki úr vegi að það væri kannað eins og gert var hjá SA.
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.7.2009 kl. 17:50
Þó seint sé: Aðildarfyrirtæki SA eru samtals 2100. Þar af eru 320 í sjávarútvegi, útgerð og vinnslu. Hólmfríður hefði kynnt sér þetta ef hún væri ekki svona helvíti ómálefnaleg, en það er einkenni á ofurtrúuðum, hvortheldur er Jésúsinnum eða ESBsinnum. Láta sér fátt um finnast um staðreyndir og sannleikann!
Auðun Gíslason, 29.7.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.