Svikull krefst heilinda

Einn svikulu áttmenningana í þingflokki Vg sem samþykkti umsókn Íslands til Evrópusambandsins er Árni Þór Sigurðsson. Á heimasíðu sinni atyrðir handlangari formanns Vg eina ráðherra flokksins sem fylgdi yfirlýstri stefnu Vg um að Íslandi skyldi haldið utan Evrópusambandsins og sagði nei í atkvæðagreiðslunni 16. júlí.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra talar fyrir hönd afgerandi meirihluta kjósenda Vg og meirihluta þjóðarinnar þegar hann leggur til frestun á aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Svikuli handlangarinn sýnir sitt rétta innræti þegar hann krefur Jón Bjarnason um heilindi við margfalda misþyrmingu á trúnaði almennings. Vonandi stendur Jón keikur og býður hyskinu byrginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Áfram Jón! Það er búið að kúga nógu marga þingmenn VG.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 17:29

2 identicon

Eitt af því sem flokkar gera þegar þeir ganga til ríkisstjórnarsamstarfs er að ná lendingu í stefnumálum sínum. Ég vænti þess að lendingin í samstarfi VG og S hafi verið að fara í aðildarviðræður við ESB og sjá hvað kemur út úr þeim niðurstöðum. Þjóðin mun svo ákveða hvort Ísland gengur í ESB eða ekki.....skil ekki þennan æsing og pirring yfir því að athuga hvað er í boði. Þó svo að VG hafi samþykkt aðildarviðræður þá hafa þeir ekki samþykkt inngöngu,,,það er langur vegur þar á milli.

Mig minnir að bæði D og B hafi þurft að gefa eftir í stefnumálum sínum þegar þau gengu til samstarfs á sínum tíma og það sama átti við D og S seinna meir.

Er þetta ekki jákvætt að fá loksins úr því skorið hvað er í boði fyrir Íslendinga?

Persónulega held ég Íslendingar fari sömu leið og Norðmenn og hafni ESB samningi þegar á hólminn verður komið. 

BB (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 17:57

3 identicon

Ok. gefa eftir er kannski ekki rétta orðið hjá VG í þessu máli. þetta var eitt af þeim málum sem þeir lögðu mesta áherslu á í sinni kosningabaráttu. Þeir hafa ekki gefið eftir, heldur gefist upp. Flokkurinn er búinn að gefast upp í að halda úti öllum þeim málum sem þeir lofuðu kjósendum sínum í aðdragana kosninga, bæði með landsfundarsamþykktum og svo kosningaloforðum.

Steingrímur J. er búinn að opinbera sig, hann er það sem stór hluti þeirra sem sátu á lista með honum fyrir síðustu kosningar kalla "ómerking". Það er ekki fallegt orð sem frambjóðendur nota um samflokksmann sinn, formann og leiðtoga á lista. Þannig er því nú samt farið.

Það væri nú spennandi að sjá eina óvilhalla skoðanakönnun birtast fljótlega og  sjá hvernig hefur spilast úr hjá stjórnarflokkunum. Þeim hefur ekki tekist mjög vel upp síðan þeir tóku við. Efnahagur landsins í rúst, ekki búið að hafa uppi á neinum þeirra sem eru grunaðir um að hafa svikið stórar peningaupphæðir af landsmönnum gegnum bankana, vextir eru enn mjög háir og engin samstaða meðal landsmanna um eitt eða neitt.

Steingrím J. vantar bara fiðluna góðu!!!!!

joi (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 19:39

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tíu milljóna Ebé-maðurinn er undarleg blanda af Moskvulærðum, skrælnuðum sósíalista, flokkspotara, borgarbýrókrat, evró-trotter og flokkskommissar í bráðaútkalli til að tryggja sinni illa stöddu þjóð að fá að axla ofurþungann af ömurlegasta "lánssamningi" sem frétzt hefur af á byggðu bóli og þótt víðar væri leitað.

Jón Valur Jensson, 27.7.2009 kl. 19:48

5 identicon

Tek undir með "joi". Er ekki kominn tími á eins og 1 stk.skoðanakönnun? Mig minnir að formaður VG væri ekki spar á að vitna í þær, þegar hann var hinu megin við borðið. Þá hétu þær: Vilji meirihluta þjóðarinnar!  Hver skildi vera "vilji meirihlutans", í dag? Ég veit svarið!

Högni V.G. (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 20:05

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra talar fyrir hönd afgerandi meirihluta kjósenda Vg og meirihluta þjóðarinnar" He , he he,

Finnur Bárðarson, 27.7.2009 kl. 20:21

7 Smámynd: Elle_

Held Árni Þór Sigurðsson ætti að hafa sig hægan.  (Lika Sigríður I. Ingadóttir og Jóhanna Sig.)   Jón Bjarnason er vafalaust heiðarlegasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.   Hann einn ráðherra hefur enn mína mína virðingu.   Við þurfum heiðarlegt fólk og traust eins og hann.   Við þurfum ekki fólk sem leynir okkur nauðsynlegum gögnum og vitneskju.    Við þurfum ekki fólk sem trampar ofan á vilja alþingismanna og heimtar að þeir svíki sannfæringu sína.   Eða fólk sem trampar niður lýðræðið eins og 32 þingmenn gerðu sem FELLDU rétt fólsins til að kjósa NÚNA  og þá 33 sem samt kusu með EU umsókn.   Við þurfum fólk eins og Atla Gíslason og  Jón Bjarnason.  

ÁFRAM ATLI GÍSLASON       ÁFRAM JÓN BJARNASON

Elle_, 27.7.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband