Mánudagur, 18. desember 2006
Útlendingar: Aðlögun, ekki aðgreining
Tónninn í skýrslunni undirstrikar þá breytingu sem orðið hefur á viðhorfi í innflytjendaumræðu í Evrópu síðustu ár. Til skamms tíma var hugmyndin um fjölmenningarsamfélag ríkjandi en óbein afleiðing hugmyndarinnar er aðgreining, að ekki sé sagt einangrun, innflytjenda.
Hugmyndin um fjölmenningarsamfélag var tilraun til að draga úr mikilvægi þjóðmenningar samtímis sem hún átti að stuðla að gagnkvæmri virðingu ólíkra trúarhópa og kynþátta.
Í reynd var fjölmenningarsamfélagið skálkaskjól fyrir uppgang menningarkima. Ýmis trúarsamfélög innflytjenda nýttu sér frjálslyndið til að boða ólögmæta baráttu gegn þjóðfélaginu þar sem þeir voru gestir.
Þegar samkomulag er orðið um að innflytjendur eigi að aðlagast þjóðfélaginu sem tekur á móti þeim er von til þess að umræðan verði um aðgerðir til að ná fram aðlöguninni en ekki hvort eða hve mikla sérstöðu innflytjendur eigi að njóta.
Athugasemdir
Það er enginn að tala um aðlögun "assimilation" í þessari skýrslu. Mér finnst þú hafa lesið eitthvað þarna inn sem ekki er þar.
Kv. Baldur Kristjánsson
Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 14:58
Eru menn í alvöru að láta sér detta það í hug að múslimar búsettir á Vesturlöndum hafi einhvern áhuga á því að aðlagast því samfélagi sem þeir hafa valið til búsetu? Ég held að menn verði að rakna úr rotinu. Er mönnum ókunnugt um það að stærstu samtök múslima í Svíþjóð hafa gert kröfu um það að Sharialög gildi um þá. Hið sama hafa samtök múslima víðar gert t.d í Kanada. Þýsk lögregluyfirvöld telja sig þurfa að hafa eftirlit með 3000 múslimaklerkum þar í landi. Bresk yfirvöld telja að tugþúsundir múslima, búsettir í Bretlandi, séu reiðubúnir til að fremja óhæfu-og hryðjuverk í nafni trúarinnar. Það er engu líkara en að Vesturlönd séu líkt og helsjúkur sjúklingur, sem neitar að leita læknis. Og fjöldi fólks, líkt og Baldur Kristjánsson, hefur atvinnu sína af því að telja almenningi og stjórnmálamönnum trú um það að þessi þróun sé bara allt í lagi, þegar svo er alls ekki.
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 16:53
Pistill Páls sýndist mér fara nærri sanni, unz ég las Gústaf. Varðandi afstöðuna til sjaríalaganna á þetta ekki aðeins við í Svíþjóð og Kanada. Það kom fram í skoðanakönnun í Bretlandi í febrúar á þessu ári, að 40% brezkra múslima myndu vilja, að sjaría-lögin giltu á þeirra svæðum, þar sem múslimar eru fjölmennir. Frá þeirri skoðanakönnun segir nánar í fyrrnefndri frétt í Sunday Telegraph 19. febr. 2006 (sbr. ennfremur Mánudagspóstinn 27. febr. 2006 á Íhald.is, sem fjallar einnig í lengra máli um sjaría-lögin). Annað, sem G.N. sagði þarna um ástand mála í Bretlandi, staðfestist í vandaðri skoðanakönnun í The Times á þessu ári.
Jón Valur Jensson, 18.12.2006 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.