Umsóknin verður afturkölluð

Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður afturkölluð. Þingsályktunin sem leyfði ríkisstjórninni að sækja um aðild byggir sannanlega á fölskum meirihluta, þar sem þingmenn Vg sögðust andvígir aðild Íslands að Sambandinu þótt þeir samþykktu ályktunina. Fyrir liggur að meirihluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu, samkvæmt skoðanakönnunum.

Rétt eins og það var einfalt mál að senda inn umsókn er sáraeinfalt að afturkalla hana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvernig rökstyður þú þetta, Páll?  Hver er líklegur til þess að afturkalla umsóknina?  Vissi SF af einhverjum mögulegum annmörkum og var það ástæðan fyrir því að umsókninni var skilað PRO FORMA til svíanna 10 dögum áður en rétthöfum í Brussel verður formlega afhent umsóknin n.k. mánudag?

Kolbrún Hilmars, 20.7.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Elle_

Það mun ekki verða neinn friður nema það ofbeldi gegn fólkinu og lýðræðinu verði afturkallað.  VG menn komu fram hver á fætur öðrum sl fimmtudag og lýstu yfir andstöðu sinni við að ganga í EU og kusu samt já af hlýðni við kúgarann.   Það er ekkert flókið.  Jón Bjarnason, einn ráðherra, lét ekki fara með sig eins og tuskudúkku.  Og hann einn hefur mína virðingu nú.   Voðalegt bara.  Punktur.  

Elle_, 20.7.2009 kl. 19:37

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Tja...títt nefnd stjórnaskrár grein um að þingmönnum beri að kjósa eftir sinni sannfæringu, var að líkindum brotin. Miðað við það er ályktunin eitt feitt stjórnarskrárbrot...

Haraldur Baldursson, 20.7.2009 kl. 20:53

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mikið eigið þið erfitt með að tapa þessari orrustu.

Landsfund eftir landsfund tapaði ég orrustu og lét mig hafa það. Núna er þetta loksins komið í gegn og það gleður mig.

"Bad looser!"

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.7.2009 kl. 21:41

5 identicon

Bæti engu við sem nafni segir!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 21:42

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Guðbjörn, á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þegar stefna flokksins í Evrópumálum lá fyrir, gerðir þú þér sérstaka ferð upp í ræðustól og barmaðir þér yfir því að það væri svo óskaplega erfitt að vera Evrópusambandssinni í flokknum. "Bad looser"? Væntanlega samkvæmt eigin formúlu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 22:03

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Guðbjörn, gneifaðu Belgíska ölið og fagnaðu með ESB-sinnuðum. Þið eruð 1-0 yfir, en baráttunni er hvergi nærri lokið. Ég hygg að þegar upp er staðið verði Ölið ykkar farið að fletjast svolítið.

Haraldur Baldursson, 20.7.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kreppa íslenskra stjórnmála kemur ágætlega fram í athugasemdum hér að ofan. Í heilbrigðu ástandi færi stefnumótun fram í stjórnmálaflokkum sem byðu fram á grunni stefnuyfirlýsinga og almenningur tæki afstöðu í kosningum. Við myndun samsteypustjórna fær fram eðlileg málamiðlun á milli þeirra flokka sem mynduðu meirihluta.

Það var ekkert eðlilegt við það að flokkur með innan við 30 prósent fylgi kæmist upp með að knýja fram samþykkt á sínu máli. Meirihlutinn fyrir umsókninni er falskur.

Páll Vilhjálmsson, 20.7.2009 kl. 22:52

9 identicon

Kæru ESB andstæðingar, þið töpuðuð. Reynið nú að fara að hugsa um eitthvað annað, ykkur mun þá líða betur.

Þetta er farið að verða hálf vandræðaleg fyrir ykkur hvernig þið látið

Bobbi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 23:06

10 identicon

´´BOBBI´´við andstæðingar þessa Brusselveldis hugsum nefnilega fram í tíman.

Númi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 23:09

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, fjórskipti einflokkurinn er vissulega í alvarlegri kreppu. Hluti hans hélt þjóðinni sofandi á meðan hún var sett á hausinn á skipulegan hátt og núna situr annar hluti hans uppi með vonlausa stöðu gagnvart lánardrottnum sem munu hirða bú skuldarans fyrir slikk. Skuldari er jú ávallt ákveðinn þræll lánardrottins. Skuldsetning þýðir að raunverulegt sjálfstæði er fyrir bí hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki eða jfanvel heilu þjóðirnar. Við stefndum í þessa hít undir stjórn leppa sem fjármálaöfl seldu okkur í gegnum gervikosningar. Hagsmunirnir voru varla okkar enda erum við núna á fökking hausnum og verðum hirt upp í evrópskar skuldir væntanlega.

Baldur Fjölnisson, 20.7.2009 kl. 23:18

12 Smámynd: Elle_

Frá mínum sjónarhóli snýst þetta bara ekkert um "bad looser" eins og í ´comment no. 5.  (Skrifast þó loser, ekki looser).   Og ekki heldur um "þið töpuðuð" eins og þar-næst að ofan.   Svona finnst mér leiðinlegt og bara skætingur, svona eins og gott á ykkur, ha, ha.   Heldur snýst það um að vaðið var yfir lýðræðið.    Hvaða útkoma sem er yrði þolanleg frá mínum bæjardyrum, þó ég kysi það ekki, ef lýðræðinu væri framfylgt.   Við búum í lýðveldi, ekki einveldi Evrópuflokks Jóhönnu.  Og í lýðveldi á fólk ekki að þurfa að vera í stríði nema níðst sé á lýræðinu eins og núna sl. fimmtudag.  Það er fullt af fólki sorgmætt núna og óþarfi að slá blautri tusku framan í það.

Elle_, 20.7.2009 kl. 23:26

13 Smámynd: Arnar Guðmundsson

JÆA EINMITT..

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 12:25

14 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband