Mánudagur, 20. júlí 2009
Evran bjargar ekki Írum
Írar búa við 12 prósent atvinnuleysi, ríkisfjárhag í molum, stórskerta velferðaþjónustu, lokanir skóla og svarta framtíðarsýn. Engu að síður eru Írar í Evrópusambandinu og hafa evru. Samkvæmt nýrri greiningu Economist verður efnahagur Íra í kreppuástandi um fyrirsjáanlega framtíð.
Blekkingar ESB-fjölmiðla á Íslandi um að evran hafði bjargað okkur frá hruni, aðild að Evrópusambandinu auðveldað okkur lántökur og fleira í þeim dúr eru hannaðar til að telja almenningi trú um að ef aðeins við værum inni hjá Brusselvaldinu drypi hér smjör af hverju strái.
ESB-miðlarnir á Íslandi reyna að bregða á loft falsmynd með því að skauta létt framhjá kreppunni í Evrópusambandslöndunum.
Fjárfestar vissu að Seðlabankinn kæmi ekki til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður, á áróðursvaktinni. Ekki veitir af að standa vaktina gegn áróðursfréttum MBL og fleiri.
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:18
ESB hefði aldrei leyft það að ríki innan þess lenti í álíka efnahagshruni og Ísland lenti í. Ég geri mér vonir um það að þú áttir þig á því að það er himinn og haf á milli þess sem Ísland fór í gegnum og það sem Írland er að fara í gegnum.
Það er líka ekki nokkur leið að lesa úr þessari grein sem þú vitnar til að það sé dökk til langs tíma. Það er spáð samdrætti upp á 2,7% 2010 en svo er ekkert gefið til kynna nema það að ákveðnir veikleikar verði hjá OECD ríkjunum fram yfir þann tíma og þess vegna sé ólíklegt að hagvöxtur á Írlandi nái sér á strik. Ísland er í virkilega djúpum skít ef þessi spá er rétt og því best fyrir landið að koma sér í skjól.
Hvernig gengur annars áróðurinn hjá öfgagenginu... ?
Dude (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:51
Er New York Times núna orðin ESB-fjölmiðill?
Arnþór (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 11:39
Halló! Vakna Arnþór.
"ESB hefði aldrei leyft að ríki lentu í álíka efnahagshruni". Fyrir nú utan það að ESB er í samfelldu efnahgshruni þá skaltu athuga hvaða ríki auk Írlands lyggja nú kylliflöt á hausnum. Þú skalt kíkja á þjóðarskuldir einstakra ríkja per höfðatölu + viðvarandi atvinnuleysi+ framleiðsluefnahagspár ríkjanna og segðu þvínæst að við séum í verri málum en þorri ríkja innan ESB. Munurinn er sá að við eigum eftirsóknarverðar auðlindir, en ESB er staðnað og hagvöxtur þar mun vera harla lítill. Þegar þú reiknar út þjóðarskuldir skaltu sleppa Icesafe, því það skuldum við ekki.
Dagga (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 12:03
Held þú þurfir nú að vakna sjálf Dagga því ætlaðir væntanlega að svara "Dude" en ekki mér.
Arnþór (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 12:44
Ég tala um ESB-miðla á Íslandi, Arnþór, þeir velja hvað birtist af erlendu sem og innlendu efni á sínum vettvangi og velja í samræmi við yfirlýsta stefnu sína, að koma Íslandi í ESB.
Páll Vilhjálmsson, 20.7.2009 kl. 12:48
Mér finnst bara nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það að greint sé frá efnistökum greinar sem tengist Íslandi og kemur í jafnstórum fréttamiðli og NY Times.
Arnþór (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.