Sunnudagur, 19. júlí 2009
Óeðli á Alþingi
Svik þingmanna Vg við kjósendur sína um hádegisbil þann 16. júlí voru framin af yfirlögðu ráði. Þingmenn Vg sem greiddu atkvæði með umsókn Íslands til Evrópusambandsins sviku einnig sannfæringu sína; þeir beinlínis upplýstu að þeir greiddu atkvæði gegn sannfæringu sinni. Þótt viðundravæðing þingliðs Vg hafi verið mest áberandi þennan fallega sumardag fer því fjarri að aðrir þingflokkar hafi hreinan skjöld.
Framsóknaflokkurinn klofnaði. Siv Friðleifsdóttir sagði umsóknina uppfylla skilyrði flokksins, sem samþykkt voru á flokksþingi, Guðmundur Steingrímsson var sama sinnis. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður framsóknarmanna, Sigmundur Davíð formaður og Vigdís Hausdóttir tóku því fjarri að umsóknin uppfyllti skilyrði Framsóknarflokksins.
Kúvending og klofningur fjögurra manna þingsflokks Borgarahreyfingarinnar er alkunnur.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sat hjá við atkvæðagreiðslu og fór í berhögg við samþykktir og yfirlýstan vilja sjálfstæðismanna; Ragnheiður Ríkharðsdóttir gekk skrefinu lengra og greiddi atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar.
Eini þingflokkurinn sem var samhljóða í atkvæðagreiðslunni er Samfylkingin, Baugsflokkurinn sjálfur sem þykist félagshyggjuflokkur en gekk hvað harðast fram í vörn og sókn fyrir útrásina. Þegar Samfylkingin er orðin að normi í íslenskum stjórnmálum er það staðfesting á veruleikafirringunni.
Stjórnmálin þurfa siðbót. Breytingarnar koma ekki frá stjórnmálamönnum, þeir hafa afhjúpað getuleysi sitt.
Athugasemdir
Já, kjósendur VG voru illa sviknir, þar komu þeir flokksmenn hver á fætur öðrum og lýstu sig andvíga og kusu þó með umsókn. Fólk gerir það tæplega ókúgað. Sorglegast að mínum dómi var að vaðið var yfir lýðræðið og fólkinu meinað að hafa fyrsta orðið.
Elle_, 19.7.2009 kl. 11:28
Ef núverandi stjórmálamenn víkja þá koma aðrir í staðinn, alveg eins.
Kjörnir fulltrúar verða aldrei öðruvísi en þjóðin sjálf.
Ósamkvæm sjálfri sér.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 11:32
Engin svik þar.
Meirihluti þingmanna VG kaus í samræmi við það sem þeir sögðu fyrir kosningar og í samræmi við stjórnarsáttmálann.
Takið ósigrunum eins og siðað fólk og hættið þessu væli
Bobbi (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 11:39
Kjósendur Vg telja sig hafa verið svikna, Bobbi. Sýnilegasta dæmið þar um er að rödd flokksmanna Vg er horfin af blogginu. Þeir hafa lokað sig inni í myrkum kompum á meðan þeir eru að kyngja svikráðum sinna manna.
Eflaust teks þeim á endanum að finna skýringu á þversögnum í atkvæðagreiðslum þingmanna Vg, en hún verður bæði langsótt og hlægileg.
Ragnhildur Kolka, 19.7.2009 kl. 11:54
Bobbi. Auðvitað voru "engin raunveruleg svik" þegar það var mörgum löngu ljóst að Steingrímur J var búinn að umbreyta flokknum í Samfylkingin 2 Vg. töluvert fyrir kosningar.
Enda var hann búinn að tilkynna opinberlega að ekkert stjórnarsamstarf kæmi til greina, nema með Samfylkingunni, og með því var nákvæmlega ekki neitt fyrir hann að semja um í stjórnarsáttmála, nema að yfirfæra stefnuskrá Samfylkingunnar fyrir Vinstri græna.
Steingrímur J. hefur sýnt og sannað að hann er einstaklega illa gefinn sem stjórnmálamaður, hvort sem aðrar gáfur eru á pari?
Að vísu gleymdi flokkurinn að tilkynna almennum kjósendum breytinguna, að stefnuskrá Samfylkingarinnar væri tekin við, svo að fullyrðing þín að það hafi verið allt í samræmi við það sem Vinstri græn sögðu fyrir kosningar, þá er það allrangt, enda óánægja kjósenda flokksins almenn, hávær og skýr.
Hugsanlega var Samfylkingastefna Vinstri grænna, frambjóðendum og flokksdindlum vel kunnug fyrir kosningar, en aldrei náði hún út fyrir þann þrönga hóp, svo mér er kunnugt.
En endilega ef þú veist betur þá væri gagnlegt að þú legðir fram heimildir því til sönnunar, enda mikill fengur í slíkum gögnum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 12:07
Já, fjoldi kjósenda væri ekki að koma fram hver á fætur öðrum og segjast hafa verið sviknir ef þeim finndist það ekki.
Elle_, 19.7.2009 kl. 12:10
Það er æði margt skrýtið í kýrhausnum við Austurvöll, svo ekki sé meira sagt.
Það er þó rétt að því sé haldið til haga að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hefur ALLTAF, lýst því yfir að hún vilji fara í aðildarviðræður við ESB og var hún því afar samkvæm sjálfri sér, bæði þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu (ég hlustaði á hana af þingpöllunum) og þegar hún sagði "Já" við tillögunni.
Þingmenn eru jú, skv. eiðstaf sínum, eingöngu bundnir af sannfæringu sinni við atkvæðagreiðslur á Alþingi, þó svo að æði margir hafi, í gegnum tíðina gengið gegn sannfæringu sinni, þegar þeir hafa kosið skv. flokkslínunum og þá einnig gegn þeim eiðstaf, sem hver og einn þingmaður vinnur þegar hann tekur sæti á þessari annars æðstu stofnun lýðveldisins og elstu löggjafarsamkundu heims!
Snorri Magnússon, 19.7.2009 kl. 14:38
Ágaeti höfundur faerslu og höfundar athugasemda, sko.....ég klappa fyrir ykkur öllum sem haldid thessum umraedum gangandi um landsmálin mikilvaegu.
Hvad er gódur flokkur og hvad er ekki gódur flokkur? Svarid er ad VG hefur og mun verda um fyrirsjáanlega framtíd MJÖG gódur flokkur OG MJÖG heidarlegur.
Hvad formannin vardar...hann Steingrím....thá er thad ad segja ad thjódin má vera thakklát fyrir ad hafa hann í mikilli ábyrgda stödu einmitt thegar tímarnir krefjast krafta slíks einvala manns.
Ég treysti Jóhönnu og Steingrími manna best ad leida thessa afvegaleiddu thjód til bjartrar framtídar.
HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA JÓHANNA.....HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA STEINGRÍMUR
ÁFRAM ÍSLAND
Goggi (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 17:37
Halló aftur gott fólk....ég vil bara taka undir med honum Bobba hér ad ofan og segja nákveamlega eins og hann:
"Takið ósigrunum eins og siðað fólk og hættið þessu væli"
Goggi (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 18:07
Goggi, Goggi, Goggi. Hvað varð af lýðræðinu þó?
Elle_, 19.7.2009 kl. 18:32
Þeir sem nærast af og hrærast í lygum og pólitískum óþverraskap, fylgja eðlilega Samfylkingunni 1 & 2 Vg, að málum.
Þó það nú væri.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 18:56
Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda VG styður ESB-aðild og enn stærri hluti er hlynntur því að sótt sé um.
Ég er ESB-sinni, en tel 60-70% líkur á að aðild verði felld í þjóðaratkvæði.
Út frá stefu VG gegn ESB-aðild er þannig í rauninni snjallt að setja málið í þjóðaratkvæði núna fljótlega, þegar t.d. Icesave-málið hefur því miður vakið upp mikla þjóðernisbylgju og einangrunarhyggju hér á landi.
Vox Veritas (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 19:09
Ég var félagi í VG og allt frá stofnun,en ekki lengur hef sagt mig úr þessum flokki,því má þakka QUISLING ÍSLANDS NO 1 STEINGRÍMI J.
Númi (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:10
Vistarböndin voru aflögð vegna niðurlægingarinnar sem í þeim fólst.
Að gangast sjálfviljugur undir vistarbönd Samfylkingar eins og uppvíst varð um með VG við atkvæðagreiðsluna á þingi, hlýtur að teljast dáðleysi og sneypa þeirra er það gerðu og verður hún lengi í minnum höfð.
VG gerðist því auvirðileg hækja Samfylkingar þegar á reyndi - í máli sem þeir höluðu atkvæðum inn á vegna "skeleggrar"andstöðu sinnar við fyrir kosningar.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 06:41
Þingmenn VG sem greiddu atkvæði með aðild voru að greiða atkvæði með því að þjóðin fengi að ráða þessu þegar samningur lægi fyrir. Þjóðin hefði gert sig af fífli ef samþykkt hefði verið að rara í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, það hefur engir annarri þjóð dottið önnur eins vitleysa í hug.
Valsól (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:06
Valsól. Þótt að þú megir segja þitt álit á málefninu, þá hefur það ekkert með það að gera að nokkur taki mark á þínum skoðunum, enda segir samningurinn að þess þurfi ekki.
Samspillingin 1 & 2 Vg, voru að taka þann rétt af þjóðinni að hafa seinasta orðið. Þeir nýta sér skoðun almennings AÐEINS ef hún er þeim hugnanleg.
Jafnvel þú hlýtur að skilja að mikill munur er á því og bindandi kosningu þjóðarinnar, og hættu að breiða út þessa glórulausu lygavellu stjórnvalda um að um sama hlutinn er að ræða.
Við þurfum að treysta á HEILINDI stjórnvalda hvers tíma á hvort að þau virði SJÁLFSAGÐAN rétt þjóðarinnar, og af gefnu tilefni er td. út í hött að treysta þeim sem nú eru við völd.
Fólk er ekki fífl.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 11:49
Nei, fólk er ekki fífl, allavega oftast ekki, sammála Guðmundi. Við hefðum ekkert gert okkur að neinum fíflum eins og Valsól heldur fram, Og á annarri síðu sagði hann að þetta hefði snúist um mannréttindi;
http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/915382/
Það eru þá mannréttindi að að neita þjóðinni að kjósa hvort sótt verði um fyrir okkur þarna? Og eru það mannréttindi að taka LÍKA af okkur BINDANDI atkvæðagreiðlu eftir hina þvinguðu umsókn, eins og Guðmundur bendir á hér fyrir ofan? Og ég virðið það sem Vox sagði að ofan kl. 19:09. Þarna er einstaklingur sem er ekki bara að hugsa um sig sjálfan og hvað hann vill, heldur lýðræðið í landinu.
Elle_, 20.7.2009 kl. 13:29
Nauðgun á lýðræðinu heitir það. Það eru ekki nein mannréttindi, Goggi og Valsól og þeir sem haldið að þetta sé eðlilegt og mannréttindi eða hvaða undarleg orð þið viljið nota yfir það, þetta er ekki eðlilegt. Þetta er ógeðsleg valdbeiting á lýðræði landsins og fólkinu. Og vegna spillingarflokks Jöhönnu Sigurðardóttur sem er að því er virðist orðin einræðisherra. Konan kann augljóslega ekki með vald að fara og er bara orðin hættuleg lýðræðinu og líka sjálfstæði lansdsins og þarf að koma henni burt sem skjótast. Það á að troða okkur með valdi inn í Evrópubandalagið hvort sem okkur líka betur eða verr. Það er búið að lemja allan mótþróa úr mörgum flokksmönnum VG. Samspillingin er stórhættulegur flokkur.
Lisa (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:56
Hverju orði sannara hjá þér Lísa,ég er hundrað prósent sammála þér.
Númi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.