Laugardagur, 18. júlí 2009
Umsóknin er framhald útrásarinnar
Útrásin var stórfelld stöðutaka íslenskra fjármálafyrirtæka á erlendum mörkuðum, sem annars vegar var fjármögnuð af svikamyllu á innlendum hlutabréfamarkaði og hins vegar með ódýru erlendu lánsfé. Blekkingar og bjálfalegur unggæðingsháttur ganga aftur í umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Blekkingar um Evrópusambandið hafa verið iðkaðar um árabil. Samtök iðnaðarins hafa reglulega keypt skoðanakönnum þar sem spurt er hvort almenningur vilji ,,taka upp aðildarviðræður" við Evrópusambandið. Út á þessa spurningu hafa Samtökin fengið nauman meirihluta og niðurstaðan notuð í samfylkingaráróðri. Þegar til átti að taka fór ríkisstjórnin ekki í aðildarviðræður, þær eru ekki til í orðabók Evrópusambandsins, heldur sótti hún um aðild. Viðræðurnar sem mögulega fara í hönd eru um það hvernig Ísland tekur upp heildarlöggjöf Evrópusambandsins, sem nefnd er acquis communautaire. Íslendingum, eins og öðrum þjóðum álfunnar, stendur til boða að ræða aðlögun að Evrópusambandinu en það eru aldrei samningaviðræður tveggja jafnrétthárra aðila.
Varaþingmaður Samfylkingar og talsmaður í aðildarumræðu, Baldur Þórhallsson, sagði í viðtali í Kastljósi fyrir atkvæðagreiðsluna á þingi að innganga í Evrópusambandið væri forsenda fyrir efnahagsstefnu Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni. Fyrir utan staðreyndina að það eru tveir flokkar í ríkisstjórn, sem eðlilegt er að varaþingmaðurinn gleymi, þá geta aðildarviðræður ekki komið í staðinn fyrir almenna efnahagspólitík. Sölumennska aðildarsinna er orðinn svo allsráðandi í hugarheimi þeirra að veruleikinn allur er Evrópusambandslitaður.
Íslensku kaupsýslumennirnir ætluðu í útrásinni að gera Norðurlönd og Bretland að sínum heimamarkaði. Þeir skildu heiminn öðruvísi en hann í raun er. Sama er upp á teningunum með stjórnmálamenn sem ætla Ísland í Evrópusambandi. Opin spurning er hvort þjóðin nái að grípa í taumana og forða okkur frá fullveldishruni, sem verður dýrkeyptara en fjármálahrunið.
Athugasemdir
Um „nauman meirihluta“ sem vill aðildarviðræður tala tölurnar sjálfar best sjá hér [smella]:
Helgi Jóhann Hauksson, 18.7.2009 kl. 22:34
Þegar spurt hefur verið um umsókn um inngöngu í Evrópusambandið hefur jafnan verið meirihluti gegn því. Og það er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin hefur nú gert, sótt um inngöngu í sambandið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 22:37
Kannt þú heldur ekki að lesa tölur Hjörtur sbr hér eða segir þú bara ósatt?
Helgi Jóhann Hauksson, 18.7.2009 kl. 22:43
Það verður að dæma ykkur og málstað ykkar Heimssýnarmanna og þjóðernissinna af því hve blygðunarlaust þið skrökvið - segið ósatt - lj..., sbr ofangreind orð Páls og Hjartar um skoðanakannanir um vilja til samninga við ESB (sjá línurit um Gallup-kannanir hér. - Og fyrri orð um það og fleira.
Helgi Jóhann Hauksson, 18.7.2009 kl. 22:59
Ísland er í raun dropi í haf Evrópusambandsins. Hefur hafið áhuga á dropa? Hvers vegna hefur dropinn svona óskaplega mikinn áhuga á þvi að sameinast hafinu? Hefur einhver raunverulean áhuga á því að drukkna?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 23:17
Ef dropinn hefur neitunarvald um stefnmarkandi ákvarðanir hefur hafið örugglega áhuga á dropanum.
Helgi Jóhann Hauksson, 18.7.2009 kl. 23:21
Helgi: Ertu blindur? Hjörtur benti þér á að niðurstöður úr könnunum sem spyrja um umsókn væru aðrar en þær sem spyrja um "viðræður." Þá vísar þú aftur í sömu myndina og áður (viðræður) og ásakar alla um lygi.
Ef þú ert ekki læs þá áttu ekkert erendi á bloggið. Kannski í Evrópusambandið - en ekki á bloggið.
Árni (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 23:59
Árni, hvar og með hvaða orðum? - Ekki hér.
Páll segir:
og Hjörtur segir:
Og slóðin er hér á línuritin.
Hvað fer hér á milli mála?
Helgi Jóhann Hauksson, 19.7.2009 kl. 00:58
Hverju orði sannara. Takmörk vitleysunnar er endalaus og vanhæfið virðist í hámarki.
Er Alþinigi komið svona langt út fyrir mörkin að það er orðið marklaust? Skortur á ábyrgum framsetningum og leyfi til misvísunar er áskrift að tvöfeldni sem birtist alls staðar í samfélaginu.
Óhugnanlegt.
nicejerk, 19.7.2009 kl. 06:58
Óttalegt kjaftaedi er thetta í thér Palli. Thú fretar úr thér órökstuddum stadhaefingum ótt og títt eins og grádugur einstaklingur rekur vid eftir ad hafa étid fimm djúpa diska fulla af baunasúpu.
Nei elsku kallinn minn...ég held thú aettir ad taka thér frí frá blogginu í mánud eda svo og íhuga thad ad leggja alveg nidur thessar illa yfirvegudu og algerlega órökstuddu faerslur thínar.
Med vinsemd og virdingu,
Goggi
Goggi (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 10:16
Það hefur ekki enn verið rannsakað hverjir hafa verið ávinningar af EES eða hvort einmitt einhverjar af þeim lagagreinum ESB sem við höfum verið svo dugleg að taka upp áttu ekki sinn þátt í hruninu.
María Kristjánsdóttir, 19.7.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.