Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Umsóknin brýtur stjórnarskrána
Tillaga utanríkisráðherra um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu fer í bága við stjórnarskrá lýðveldisins. Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins færði í dag sannfærandi rök fyrir því að samþykkt Alþingis á ályktunartillögunni brjóti grundvallarlög okkar.
Athugasemdir
Fyrst svo er sem Vigdís segir hún er jú lögfróðmanneskja - skoðast þá ekki tillagan ógild fyrst hún stangast á við grundvallar lög okkar ?
Benedikta E, 15.7.2009 kl. 18:26
"Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Þetta skrifaði þjóðskáldið Halldór Laxnes í Íslandsklukkunni. Það færi vel á því að frjálsir íslendingar minntust þess að það þurfti að hafa fyrir þessu frelsi. Vottum forfeðrum okkar virðingu með öðru en að kasta því á glæ.
Haraldur Baldursson, 15.7.2009 kl. 19:04
Held að menn ættu nú ekki að taka ofmikið mark á henni Vigdísi. Hún var í gær með Kaupmannahafnarskilyrði á heilanum, Landráðakafla stjórnarskrárinnar um daginn, og ræður hennar og rök á Alþingi verða skoðurnar atrið um furðulegan málflutning í sagnfræði framtíðarinnar. Það er ljóst að ekkert stjórnarskrárbrot fyrr en samningur er kominn á. Samningurinn tekur ekki gildir því í honum er fyrirvari um samþykki þjóðarinnar og um breytingu á stjórnarskrá sem og samþykki allra 27 ríkja ESB. Og fyrr en það er komið er ekki kominn á samningur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.7.2009 kl. 20:04
Jamm.
Svipað eins og EES samningurinn var hreint stjórnarskrárbrot á sínum tíma ekki satt?
Elska að lesa bloggið þitt en þetta væl um tvöfalda atkvæðagreiðslu er bara fyrst og fremst skítaredding hjá sjálfstæðismönnum og öðrum þingmönnum annara flokka sem eiga öfluga bakhjarla sem myndu segja nei gegn ESB .
Heh, því ekki að hafa þrefalda atkvæðisgreiðslu? Eigum við að sækja um um að sækja um að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
Aðalbaráttumál íslendinga verður um sjálfstæða fiskveiðistefnu. Ef íslenska sendinefndin snýr til baka með x-ára "aðlögunartíma" fyrir mörlandann áður en Spánverjar mega mæta og ryksuga allt að þá mun maður kjósa nei.
Hvernig væri samt að semja við Evrópusambandið fyrst (eða ekki) og svo kjósa um það?
Just a thought.
Leggjabítur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:16
Áttu annan?
Valsól (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:27
Menn grínast með þessa svokölluðu tvöföldu þjóðaratkvæðagreiðslu og tala um þrefalda og fjórfalda þjóðaratvæðagreiðsla.
En þetta er ekki tvöföld atkvæðagreiðsla.
Þetta er atkvæðagreiðsla um hvort sækja eigi um aðild að ESB.
Verði það samþykkt verður aðildarsamningurinn borinn undir þjóðaratkvæði en tekið getur langan tíma að búa hann til.
Hafni þjóðin því á hinn bóginn að sækja um aðild að ESB - sem þarf ekkert að verða ólíklegri niðurstaða en hin - verður væntanlega ekki sótt um aðild og þarf þar af leiðandi ekki að leggja neinn aðildarsamning fyrir þjóðina.
Þá er þetta ósköp einföld þjóðaratkvæðagreiðsla.
Svavar Alfreð Jónsson, 15.7.2009 kl. 20:34
Ég er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Ég er hins vegar lögfræðimenntaður og get ekki samþykkt hvað sem er, þegar rök eru sett fram gegn aðildarviðræðum. Vigdís Hauksdóttir virðist hins vegar geta horft fram hjá lögfræðinni og logið (nema að hún viti ekki betur). Þessi málflutningur er algjört bull.
Guðmundur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 20:39
Vigdís Hauksdóttir og þú hafið einfaldlega rangt fyrir ykkur í þessu máli. Hins vegar er kristalklárt að innganga í Evrópusambandið stangast á við stjórnarskrá - því þarf að breyta stjórnarskránni.
Hallur Magnússon, 15.7.2009 kl. 21:04
Hallur, rök? Þá lögfræðileg.
Ef vafi er á því að hugsanleg umsókn um inngöngu í Evrópusambandið brjóti gegn stjórnarskrá lýðveldisins verður að eyða þeim vafa áður en lengra verður haldið. Dómstólar verða að skera úr því.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 21:11
Hallur, þú viðurkennir í seinni lið athugasemdarinnar sem þú hafnar í fyrstu setningu. Það er verið að sækja um inngöngu, ekki um viðræður. Ályktunin segir
leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
Ef innganga stangast á við stjórnarskrá, eins og þú viðurkennir, þá brýtur ósk stjórnvalda um inngöngu stjórnarskrá. Stjórnvöldum er nefnilega ætlað að starfa samkvæmt stjórnarskrá.
Páll Vilhjálmsson, 15.7.2009 kl. 21:26
Nei - þetta er ekki rétt hjá þér. Ríkisstjórninni er fullkomlega heimilt að sækja um og ganga til aðildarviðræðna.
Það brýtur ekki gegn stjórnarskrá.
Með þínum rökum þá gæti ríkisstjórnin ekki unnið að tillögu um stjórnarskrárbreytingu því tillagan um stjórnarskrárbreytinguna er ekki í samræmi við gildandi ákvæði stjórnarskrár.
Hallur Magnússon, 15.7.2009 kl. 21:33
Þetta er rétt hjá Halli. Ef aðildarsamningur er samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu þá þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingu, rjúfa þing og halda alþingiskosningar og nýtt þing að samþykkja stjórnarskrárbreytinguna.
Hvað varðar það að láta dómstóla eyða vafa, þá er það því miður ekki möguleiki. Það er ekki hægt að leggja lögspurningar fyrir dóm, slíku er vísað frá dómi.
Guðmundur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:42
Réttaráhrif af aðild verða ekki fyrr en við aðild. Í aðildarsáttmála verður því gerður fyrirvari um þjóðaratkvæði og breytingar á stjórnarskrá. Þetta er alsiða í öðrum þjóðréttarsamningum sem ekki kalla á stjórnarskrárbreytingar heldur samþykki Alþingsi.
Gott dæmi um það er samningurinn um IceSave - sem gerðru er með áskilnaði um samþykkt Alþingis. Fyrr verður hann ekki virtur.
Það er leitun á reyndum lögfræðingi sem heldur því fram að aðildarviðræður og umsókn um aðild séu ólögmætar. Sönnunarbyrðin er því hjá þér - Hjörtur minn.
Hallur Magnússon, 15.7.2009 kl. 21:42
Góð tilraun Hallur. Í stjórnarskrá er kveðið á um hvernig henni megi breyta. Það er annað mál hvernig eigi að standa að breytingum á stjórnarskrá en hvort henni þurfi að breyta séu gerðir samningar um fullveldisframsal.
Þú fellst á að breyta þurfi stjórnarskrá ef við göngum inn í ESB. Íslenskt stjórnvald getur því ekki sótt um inngöngu í ESB nema að hafa áður breytt stjórnarskránni.
Páll Vilhjálmsson, 15.7.2009 kl. 21:43
Ég ætla nú ekki að blanda mér í þessa umræðu um hvort aðildarumsókn brýtur í bága við stjórnarskrána, hins vegar þá langar mig að vita hvort eitthver er með góð lagarök fyrir þeirri "kæru" sem sagt er að það sé verið að undirbúa á hendur ríkinu varðandi þetta mál. Ég er nú pínu lögfróður maður og þótt að ég er ekki búin skoða þetta mikið þá á ég erfitt með að sjá í fljótu bragði hvernig stefnandi ætlar að sýna fram á lögvarða hagsmuni í þessu máli, en það er nú grundvöllur fyrir málssókn. Það eitt að höfða mál og segja þessi ályktun þingsins brýtur í bága við stjórnarskrá nægir ekki. Þess vegna mun ég fylgjast með þessu kærumáli, því ef satt skal segja þá tel ég að málinu verði vísað frá.
ÚlfarG (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:46
Páll. Hvað þá með aðild okkar að EES? Er hún þá ekki stjórnarskrárbrot? Þú verður ðað fara að gera þetta upp við þig mínn kæri Páll. Þessi röksemdafærsla gengur ekki upp ef þð viljið samt að Ísland sé í EES. kv. Árni Snævarr.
Árni Snævarr (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:58
Hallur, Árni og aðrir; það er 21. grein stj.skr. sem kemur hér til álita
Takið eftir orðalaginu - getur enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal - og það getur ekki þýtt annað en þingsályktunin brýtur í bága við þetta ákvæði því ályktunin gerir ráð fyrir samningagerð í framhaldi af umsókn.
Árni, sérstaklega, þú fyrirgefur þótt ég horfi ekki um öxl til EES, ég hef áhyggjur af morgundeginum.
Páll Vilhjálmsson, 15.7.2009 kl. 22:05
Kæri Guðmundur lögfræðingur. Þetta er umsókn um aðild að ESB, ekki umsókn um aðildarviðræður ef þú heldur það.
Aðildarumsókn að ESB brýtur stjórnarskrána nema stjórnarskránni verði breytt með kosningum á milli.
Nú getur vel verið að þú sért lögfræðingur, 90% þeirra eru í því að rukka og eru ágætir í því.
Magnús Helgi; Samfylkingarfroðusnakksbjórvembill. Fíflagangur ykkar Samfylkingarmanna varðandi að ekki sé hægt að kjósa um hvort sækja eigi um aðild að ESB nú vegna skorts á upplýsingum um hvað komi til með að verða í pakkanum er alger rökleysa frá upphafi til enda.
Svona málflutningur er vanvirðing vantraust og útúrsnúningar gagnvart kjósendum, þeim er ekki treyst. Það eru skilaboð Samfylkingarinnar til Íslendinga í þessu máli.
Málið er þannig að þið eruð bara skíthræddir við að tapa kosningunni, svo einfalt er það.
Ykkur í samfylkingunni dettur kannski næst í hug að enginn fái að kjósa í almennum kosningum á Íslandi nema sanna það að hann sé búinn að lesa stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrst, af því að annars viti hann ekki hvað honum býðst og kosningin þar af leiðandi ekki byggð á upplýstri ákvörðun !
HA ! Er eitthvað að þessu ?
Íslenska þjóðin veit fullvel hvað ESB er og getur þar af leiðandi myndað sér skoðun hér og nú.
Tekur afstöðu eins og hún gerir í kosningum til Alþingis og sveitarstjórnar þó hún hafi ekki tekið próf í flokkafræðum til að teljast gild.
Það hefur aldrei þurft og þarf ekki nú.
Rekkinn (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:22
Gaman þegar almennilegir og snjallir menn eins og Rekkinn taka til máls.
Það má kannski benda á að sama hvort þú kallar það umsókn um aðildarviðræður eða aðildarumsókn þá er spurningin sú, hvort verið sé að skuldbinda íslenska ríkið. Svarið við því er nei.
Íslenska ríkið er skuldbundið þegar að skrifað er undir samninginn og hann síðan fullgiltur af þingi. Ef íslenska ríkið færi að skrifa undir samning sem framselur fullveldi með núgildandi stjórnarskrá, þá er verið að brjóta stjórnarskrá.
En eins og ég sagði áðan, þá eru það mistök að ganga í Evrópusambandið, ég vildi bara að menn myndu frekar reyna að sýna fólki galla þess í stað þess að hengja sig í einhverja vitleysu eins og þetta.
Guðmundur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:48
Hvaða rugl er eiginlega hér á ferð? Það vita allir að aðild að ESB verður ekki samþykkt án þjóðaratkvæðagreiðslu og stjórnarskrárbreytingar. Þar þýðir ekkert að grípa til 21. greinarinnar um að forseti lýðveldisins geri samninga við önnur ríki, sem hann/hún gerir ekki í raun, og enda er þar sagt að þar þurfi samþykkt Alþingis. Það er ekki verið að samþykkja neinn samning á þingi nú, heldur er verið að ganga til viðræðna við ESB. Þeir sem eru á móti aðild hamast gegn aðildarviðræðum, eins og þær feli í sér einhverjar skuldbindingar af Íslands hálfu. Það er auðvitað út í hött; þeir hafa fullt tækifæri til að berjast gegn samningi þegar (og ef) hann verður gerður og þá verður auðvitað nauðsynlegt að gæta að allt falli að stjórnarskránni -- eða breyta henni að öðrum kosti. Svo andið bara rólega og grípið ykkar gæs þegar hún gefst!
Gunnar (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 22:55
Þessa gæs, Gunnar, á að skjóta áður en hún tekur á flug.
Páll Vilhjálmsson, 15.7.2009 kl. 22:58
Það hefur margoft komið fram að þjóðaratvæðargreiðslan verður aðeins ráðgefandi ekki bindandi. Á meðan þessi staða er uppi er villa í setningu þinni:
"Hvaða rugl er eiginlega hér á ferð? Það vita allir að aðild að ESB verður ekki samþykkt án þjóðaratkvæðagreiðslu og stjórnarskrárbreytingar. "
Ég held að það væri skynsamlegt að gera einfaldlega til kynna að slík atvæðagreiðsla væri bindandi. Hvað ætla menn til dæmis að gera af niðurstaðan í leiðbeinandi atkvæðagreiðslu verður 51% gegn ESB ?
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:32
Eftir að hafa lesið þessar færslur þínar Páll er mér ljóst að við þurfum að stór efla heilsugæsluna.
Bjarni Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 23:48
Guðmundur, vafa er eytt fyrir dómstólum með því einfaldlega að kæra mál.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 23:50
Góður punktur Björn.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 23:52
Maður hefur nú séð margt misgáfulegt í þessari umræðu, en ég held að þetta toppi það allt saman.
Auðvitað getur umsókn um aðild ekki verið stjórnarskrárbrot. Hvaða fíflagangur er það? Umsókn og viðræður eru með fyrirvörum um að breyta þurfi stjórnarskrá, ella taki aðildarsamningur ekki gildi. Þetta er nú ekki flóknara en svo.
Annars á Hjörtur kollgátuna: "vafa er eytt fyrir dómstólum með því einfaldlega að kæra mál."
Ef Páll er svona viss í sinni sök, þá bara kærir hann umsóknarferlið og fær það stöðvað með dómi.
Annars er þetta bara þrætupólitík um ekki neitt.
Þorfinnur (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 00:25
Páll, gleymdir þú ekki að blanda Baugi eða Baugsmiðlunum í þessa færslu? Mér finnst eitthvað vanta upp á hefðbundna rökvísi þína.
Urf (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 00:56
Minni þig á Urf að tala varlega um Baug á þessari síðu. Hver var það sem varaði við gráðugum smástrákum í útrásarleik í langan tíma og þar á meðal þeim sem stjórna hjá Baugi og fékk að launum háð frá manneskjum eins og þér? Og svo spyr ég... Hver hafði svo rétt fyrir sér eftir allt saman?
Ragnheiður (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 09:26
Óttalegt kjaftaedi er thetta í thér madur. Thú fretar úr thér órökstuddum stadhaefingum ótt og títt eins og grádugur einstaklingur rekur vid eftir ad hafa étid fimm djúpa diska fulla af baunasúpu.
Nei elsku kallinn minn...ég held thú aettir ad taka thér frí frá blogginu í mánud eda svo og íhuga thad ad leggja alveg nidur thessar illa yfirvegudu og algerlega órökstuddu faerslur thínar.
Med vinsemd og virdingu,
Goggi
Goggi (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.