Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Málamiðlun er möguleg
Málamiðlun milli aðildarsinna og andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu er möguleg með því að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um hvort Ísland sæki um aðild. Þingmenn Vinstri grænna, sem munu ráða úrslitum í atkvæðagreiðslunni, geta samþykkt breytingartillögu við þingsályktun utanríkisráðherra. Í breytingartillögunni er kveðið á um þjóðaratkvæði um umsókn.
Þingmenn Vg sem greiða atkvæði með breytingartillögunni hætta á það eitt að talsmenn Samfylkingar byrsti sig. Sé til þess litið að fullveldi og forræði Íslendinga í eigin málum er í húfi þá er ekki þungvægt að Jóhanna og Össur hleypi brúnum.
Atkvæði greidd um ESB í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin óttast þjóðina.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 10:52
Bezt væri að Jóhanna og Össur hleyptu sjálfum sér út. Samfylkingin er skaðræðisgripur í íslenzkum stjórnmálum enda andlýðræðisleg í eðli sínu, eins og ég hef bent á á öðrum vettvangi.
Það er bara grunsamlegt hvað þeim liggur mikið á Samfylkingarfólkinu að keyra ESB-umsókn í gegn. Það hlýtur eitthvað að liggja að baki.
Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 10:53
Samfylkingin hamast við að segja að það sé verið að kjósa um það hvort það eigi að kjósa. Þetta er auðvitað lýðskrum því að núna er í raun verið að kjósa um hvort Íslendingar vilja halda þessa leið þ.e. ESB. Almenningur þarf að kjósa um það hvort hann vill að þingmenn og embættismenn eyði gífurlegum tíma og fjármunum í mál sem var hafnað í síðustu kosningum en VG ætla ekki að taka mark á núna. Þingið ætti reyndar að taka af skarið og sleppa þessu yfir höfuð, en það er rétt, þjóðaratkvæði er málamiðlun.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:40
Vinstri grænir óttast Samfylkinguna og Samfylkingin óttast þjóðina. Ef VG fer að vilja Samfylkingarinnar þá mega þeir óttast þjóðina líka.
Með því að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja beri um aðild að ESB og fella slíka tillögu, má spara þjóðinni stór pening, ekki veitir af.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2009 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.