Þjóðarsvik Vg vofa yfir

Óskrifað samkomulag er að við þingkosningar sé lýðræðis gætt með því að almenningur greiði atkvæði um valkosti stjórnmálahreyfinga sem bjóða fram. Í aðdraganda kosninga er opinberum fjármunum varið til þess að stjórnmálahreyfingar fái tækifæri til að kynna málefni og stefnu.

Þegar niðurstöður kosninga liggja fyrir er skylda Alþingis að setja saman starfhæfan meirihluta. Í reynd hefur það farið þannig fram að tvö eða fleiri framboð koma sér saman um málefnasamning sem byggir á þeim stefnuyfirlýsingum sem almenningur gerði upp á milli í kosningum.

Eftir nýafstaðnar kosningar kom upp sú staða að Samfylkingin, sem einn flokka lagði áherslu á að sótt yrði um aðild Íslands að Evrópusambandinu án skilyrða, fékk tæp 30 prósent atkvæða. Bæði aðildarsinnar og andstæðingar eru sammála um að aðild að Evrópusambandinu er stærsta pólitíska úrlausnarefni síðari tíma stjórnmálasögu.

Með innan við 30 prósent fylgi hafði Samfylkingin um tvo lýðræðislega kosti að velja. Að leita hófanna hjá Framsóknarflokknum, sem hafði stefnu um að sækja um aðild að ESB með skýrt skilgreindum fyrirvörum, og Borgarahreyfingunni sem hafði sent óljós skilaboð til kjósenda að umsókn kæmi til greina. 

Seinni lýðræðislegi kostur Samfylkingar var að segja; því miður við náðum ekki lengra í þessari atrennu með stóra málið okkar, umsókn að ESB, og þar með ætlum við að standa utan stjórnar.

Samfylkingin valdi þriðja kostinn sem seint verður kallaður lýðræðislegur. Flokkurinn gerði samning við Vinstri græna um þeir skyldu svíkja sína kjósendur, sem hafði verið lofað að Vg myndi standa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Samfylkingin er meðsek svikum en það eru þingmenn Vinstri græna sem svíkja ef þeir á morgun samþykkja þingsályktun um að Ísland sæki um inngöngu í Evrópusambandið.

Svik Vinstri grænna eru ekki aðeins við sína kjósendur heldur við lýðræðið og lýðræðislega stjórnarhætti. Gangi þessi svik fram eru undirstöður fyrir siðuðu stjórnmálalífi brotnar.

Þingmenn Vinstri grænna standa á þröskuldi og stígi þeir skrefið inn í veröld fláttskapar og siðleysis er skammt í meiri svívirðu þar sem torvelt verður að stunda orðræðu stjórnmálanna eins og hún hefur þekkst. Vinsamlega takið skrefið tilbaka og standið við gefin fyrirheit.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er deginum ljósara að kjósendur V G eru ekki sammála  því að ganga inní þetta béaða ESB.Myndi giska á svona nítíu prósent kjósenda.ÍSLANDI ALLT.

Númi (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:43

2 identicon

Tek undir með þér Páll ég held að það þurfi minnst 10 þingmenn VG að greiða atkvæði gegn ESB frumvarpinu til þess að það sé fallið. Geri þeir það ekki og hleypti þessu í gegn með Samfylkingunni þá er VG búið að vera sem stjórnmálaafl sem eitthvað muni kveða að í framtíðinni. Þeir högðu mikið og stórt tækifæri núna til að sýna það enn og aftur að þeir væru öðurvísi og hugsjónamenn sem fók gæti treyst.

Þeir hefðu hæglega getða orðið forystuafl félagshyggjunnar og þjóðlegarar vinstri mennsku og sent Samfylkinugna niður um deild. En nú með þessu munu þeir dæma sig sjálfa úr leik með ótrúlegum fláttaskap og kosningasvikum sem eiga sér ekki fordæmi !

Ja nema þá kanski í Íran þar sem klerkaráðið ræður öllu og er ekki kosið af þjóðinni ekkki frekar enn kómmízararáðin í Brussel sem eru heldur ekki kosin af fólkinu í aðildarlöndum ESB, en ráða samt öllu í krafti skrifræðisins.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:47

3 identicon

Páll, þér eru þessi orð eins og svik, vændi og júdasar aðeins of töm.

Manstu þegar þú skrifaðir greinina um mig þegar þú kallaðir mig Júdas, vændiskonu og leigupenna?

Af því ég hafði ekki talað af tilhlýðilegri virðingu um R-listann.

Tek fram að þú baðst mig seinna afsökunar á þessu.

Egill Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:47

4 identicon

Eru einhver dæmi þess að hérlendur stjórnmálaflokkur hefur stungið kjósendur sína jafn illilega í bakið og Vinstri græn hafa gert núna?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 00:16

5 identicon

Páll, þú hefur kannski verið heldur fljótur á þér að biðja Egil afsökunar.

Árni (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 00:31

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Egill, ég man eftir þessum pistli í Vikublaðinu forðum daga þegar R-listinn var nýkominn til sögunnar. Þú hafðir verið í starfi hjá R-listanum við kosningarnar. Eftir þær byrjaðir þú með dálk í Alþýðublaðinu undir heitinu Silfur Egils - og heitið hefur enst vel. Þú gagnrýndir R-listann, ég man ekki fyrir hvað, og ég skrifaði pistil í Vikublaðið þar sem ég tvinnaði saman silfurpeningum í Galíleu, heiti dálksins þíns og tvískinnungi sem ég þóttist sjá þar. Ég man ekki eftir vændi í þessu samhengi, en þar gæti mér skjöplast. Ég bað þig fljótlega afsökunar, bæði persónulega og opinberlega í Vikublaðinu. Mér finnst heldur langsótt að þú dragir þetta atriði fram í dag en það er líka gaman að orna sér við minningar. Lifðu heill.

Páll Vilhjálmsson, 15.7.2009 kl. 00:34

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ægir, eins og Steingrímur J. sagði sjálfur á Alþingi 17. nóvember 2005 þá fara sækja menn ekki um inngöngu í Evrópusambandið nema ætlunin sé að fara þangað inn.

En það var vissulega áður en hann var keyptur með ráðherrastól.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 01:44

8 identicon

Mestu svikin við íbúa þessa lands eru þeir vanhæfu pólitíkusar sem leiddu okkur á þessa braut,þe hruns efnahagsins.sem ekki var nú beisinn fyrir.

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn með því að gefa einkavinum bankana, og sofa svo á verðin meðan ósvífnir útrásarvíkingar í skyndigróða Matador leik blindaðir af græðgi sólunduðu þjóðararfinum.

Hvort að Samfylking eða VG séu þess burðugir að bjarga okkur úr þessu feni læt ég ósagt, en staðreyndin er sú að við höfum lítið breyst frá Sturlungaöld og öll rök benda til þess að meðan við höfum ekki þroska til að skapa hér gjöfult og gott þjóðfélag með öllum þeim auðlindum sem við búum yfir þá er bara eitt að gera, 

Segjum okkur í sveit Evrópubandalagsins, gefum lykilinn af landinu og treystum því að blind forræðishyggja þess sé skárri og gefi mörlandanum sem ekki er beintengdur í einkavinavæðinguna og kjötkatlana þau góðu lífskjör sem hann á skilið.

Jón Elíasson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband