Laugardagur, 16. desember 2006
ASÍ undir hæl Bónuss
Verslanir Bónus neita ASÍ um samstarf við verðkannanir. Ástæðan er sú að Bónus kom ekki nógu vel út í nýlegri verðkönnun ASÍ. Á ASÍ er að skilja að án samráðs við Bónus sé ekki hægt að gera verðkannanir.
Bónus er í góðri stöðu að geta beitt neitunarvaldi þegar verðkannanir eru annars vegar. Bónus og tengdar verslanir eru markaðsráðandi, með langt yfir helming af matvöruversluninni, og það er í þeirra hag að hafa sem fæstar verðkannanir. Í skjóli myrkurs geta verslanir Bónus hækkað vöruverð og haft fé af almenningi.
Undarlegt er að ASÍ skuli láta bjóða sér ofríki Bónuss. Það er glapræði að gera verðkannanir í samráði við verslunina. Það er eins og að saksóknari leiti ráða hjá sakborningi í réttarhöldum.
Ef einhver döngun væri í ASÍ myndu þessi almannasamtök senda fólk til að kaupa vörur í verslunum og gera verðsamanburð á grundvelli kassakvittana. Með þeim hætti eru fulltrúar ASÍ eins og hverjir aðrir neytendur. Það er hlægilegt að leita til verslunarstjóra og spyrja um verð á einstökum vörutegundum. Verslunarstjóri hefur ríkra hagsmuna að gæta og er vís með að skálda upp verð til að koma vel út í könnuninni.
Er ekki kominn tími til að ASÍ hætti að haga sér eins og gólftuska og reyni að standa undir nafni?
Áfram bann við verðkönnunum ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er löngu þekkt staðreynd að verslanir hafa reynt að koma sér upp kerfum til að snúa á verðkannanir þegar þær eru framkvæmdar.Besta leðin til verkönnunar er sú sem þú bendir á.Að venjulegt fólk færi og keypti inn í versluninni án þess að neinn sem starfaði þar vissi að í raun væri verið að gera verðkönnun.Keypt yrði inn sama matarkarfan í þeim verslunum sem að ætti að kanna. Með því móti væri hægt að sjá það svart á hvítu hver er með lægsta verðið í hvert sinn , án þess að það væru brögð í tafli.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 01:43
Eg er ekki sammála ykkur sem ráðist á Bónus,Af hverju fer folkið þá þangað,er það svona vittlaust,nei þetta er besta kauphækun min frá öndverðu/Þið verðið bara viðrkenna það,Bara kaninð það sjalfir!!!!!!
Haraldur Haraldsson, 17.12.2006 kl. 04:06
Að ljúga upp verðum er nákvæmlega það sem Bónusmenn vilja meina að forráðamenn Office-1 hafi gert. Á meðan þeir starfsmenn ASí sem framkvæma slíkar kannanir eru tilbúnir til að láta ljúga að sér á þann hátt eru Bónusmenn ekki tilbúnir til að hleypa þeim inn hjá sér. Svo einfalt er það. Ég sé engan tilgang - og raunar enga skynsemi- í því að taka þátt í "verðkönnunum" upp á þau býti.
Gunnar Th.
Gunnar Th. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 09:46
Góður punktur Páll. Þessi yfirgangur örfárra mann í þessu þjóðfélagi er fyrir löngu orðin óþolandi. Þeir gefa með annarri hendi en flengja með hinni. Ég held a fólk sé alveg búið að fá nóg hvernig auðurinn hleðst á örfáar hendur og ef fram heldur sem horfir gæti nýtt lénstímabil verið í vændum þar sem við eigum allt undir örfáum soðhausum. Það fer alltaf um mig pínu hrollur þegar ég hugsa til þess að í stað þess að segja faðir vor þurfum við að segja faðir Jón.
Jón Þór (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 11:31
Góðar athugasemdir.
Það er ekki af einskærri manngæsku að Baugur er kominn með Neytendasamtökin á fjárlög sín.
Verður ASÍ næst?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.12.2006 kl. 18:14
Ein athugasemd. Þegar verðkönnun er gerð þá tilkynnir sá sem gerir könnunina sig til verslunarstjórans, og setur svo þær vörur sem á að kanna verð á í körfu.
Síðan er farið með þær á afgreiðslukassa og fenginn strimill úr kassa.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.