Mánudagur, 13. júlí 2009
Benedikt er ekki heilvita
Þjófar þrá innst inni að vera gripnir því rangindin sem þeir fremja naga samvisku þeirra; lygarar bera dulda von um að vera afhjúpaðir því innra með sér vita þeir muninn á réttu og röngu. Aðildarsinnar leitast við að auglýsa heimsku sína vegna þess að undirmeðvitundin veit muninn á glópsku og og heilbrigðri skynsemi.
Benedikt Jóhannesson er helsti talsmaður aðildarsinna á Íslandi og stóð fyrir auglýsingaherferð í aðdraganda nýafstaðinna kosninga þar sem krafist var að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Í dag skrifar Benedikt grein í Morgunblaðið og þar stendur eftirfarandi:
Enginn heilvita maður vill afhenda öðrum þjóðum íslenskar auðlindir. Það yrði í fyrsta sinn sem Evrópusambandið sölsaði undir sig auðlindir annarra ríkja og afar illa þyrfti að halda á málum til þess að svo færi í samningum Íslendinga.
Þannig vill til að Evrópusambandið er þegar búið að ákveða að fiskveiðiauðlindir Íslendinga, ásamt fiskveiðiauðlindum annara sambandsþjóða, falli undir Brusselvaldið. Í Lissabon-sáttmálanum sem verður stjórnarskrá Evrópusambandsins í vetur segir eftirfarandi um málefni sem eingöngu verða á forræði Evrópusambandsins:
1. The Union shall have exclusive competence in the following areas:
(a) customs union;
(b) the establishing of the competition rules necessary for the functioning of the internal
market;
(c) monetary policy for the Member States whose currency is the euro;
(d) the conservation of marine biological resources under the common fisheries policy;
(e) common commercial policy.
2. The Union shall also have exclusive competence for the conclusion of an international agreement when its conclusion is provided for in a legislative act of the Union or is necessary to enable the Union to exercise its internal competence, or insofar as its conclusion may affect common rules or alter their scope.
Lissabon-sáttmálinn er meitlaður í stein. Írar höfnuðu sáttmálanum fyrir ári en munu greiða atkvæði um nákvæmlega sama sáttmála í október. Ástæðan? Jú, ef stafkrók verður breytt í sáttmálanum verða öll aðildarríkin 27 að samþykkja sáttmálann upp á nýtt. Það ferli er hörmungum stráð og Sambandið vill ekki fyrir nokkurn mun hætta á endurtekningu þess. Það eru meiri líkur á að Íslendingar verði heimsmeistarar í fótbolta en að Brussel breyti Lissabon-sáttmálanum fyrir okkur.
Samkvæmt eigin mælikvarða er Benedikt Jóhannesson ekki heilvita, þar sem hann rekur áróður fyrir því að afhenda útlendingum auðlindir þjóðarinnar.
Athugasemdir
Þar sem ég verð sennilega að "auglýsa heimsku sína" en hvernig og með hvaða rökum getur EB sagt að aðrar þjóðir innan EB (Þjóðverjar, Bretar, Frakkar Spánverjar o.s. fv.)eigi að fá úthlutaðann kvóta við Íslandsstrendur. Þessar þjóðir hafa ekki verið að veiða hér við land síðastliðna áratugi og þessir stofnar eru ekki sameiginlegir svo ég viti.
Ólafur Bjarni (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:29
Lissabon-sáttmálinn verður stjórnarskrá Evrópusambandsins. Lög og reglur Sambandsins verða afleiddar af þessari stjórnarskrá. Sáttmálinn mælir fyrir að Evrópsambandið hefur altækt ákvörðunarvald um nýtingu fiskveiðiauðlinda, sbr. tilvitnun að ofan. Það er einföld ákvörðun Sambandsins að breyta ákvæðum fiskveiðistefnunnar um hlutfallslegan stöðugleika og annað þvíumlíkt. Þegar við erum komin inn erum við eins og krækiber í helvíti - með innan við eitt prósent áhrif, mælt skv. þingmönnum sem við fáum á Evrópuþingið, fimm af 765.
Páll Vilhjálmsson, 13.7.2009 kl. 11:58
Þakka góðan pistil.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.7.2009 kl. 12:33
Benedikt Jóhannesson hefur verið staðinn að því að fara með rangt mál í umræðu um sjávarútvegsmál s.s. um heildarveiði landsmann og áhrif aðildar að ESB á atvinnugreinina.
Ég skrifaði grein sem ég sendi í Fréttablaðið fyrir um viku um nýjar reglur ESB um stjórn þorskveiða. Ég hafði tekið eftir því að ýmsir sem hafa gefið sig út fyrir að vera einhvers konar sérfræðinga um ESB, starfandi í Evrópusetrum háskólanna, hafa haldið uppi mjög villandi og beinlínis rangindum, um innihald regluverksins.
Það er vonandi að ESB- sinnarnir á Fréttablaðinu fáist til að birta greinina.
Sigurjón Þórðarson, 13.7.2009 kl. 14:37
Væri nú ekki ráð hjá þér, Páll minn, að reyna að læra ensku áður en þú dregur ályktanir upp úr ensku máli.
Böðvar Björgvinsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 14:42
Hverjir báru ábyrgð og greiddu sannanlega fyrir ESB herferðina sem Benedikt var í aðalhlutverki?
Er búið að ganga frá lokauppgjöri hennar og var kostnaðurinn þá dreginn af kvóta stjórnmálaflokks?
Ef að einhver samtök "ótengd" flokkunum bera alla ábyrgðina, er þá ekki komin augljós leið fyrir þá að fara í kringum samkomulag og reglur um hámarksþak sem flokkar mega setja í auglýsingar og kynningar á sínum málstað?
Spyr sá sem ekki veit.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 14:50
Er til meiri klaufi í pólitík en Jóhanna Sig sem kallast forsætisráðherra í dag? Hún talar um að ekki mega flýta sér um of og þjóðin verði helst að fá að segja skoðun sína á – já – Valhallarreitnum á Þingvöllum. En hins vegar skal flýta sér sem mest og troða niður í kok á þjóðinni inngöngu í ESB. Hvort málið skyldi vera stærra?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 15:53
"Marine conservation, also known as marine biological resources conservation, is the protection and preservation of ecosystems in oceans and seas. Marine conservation focuses on limiting human-caused damage to marine ecosystems, and on restoring damaged marine ecosystems. Marine conservation also focuses on preserving vulnerable marine species."
Farðu í háttinn Páll.
caramba (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 15:54
Ég er ánægð með Benedikt. Þið ættuð bara að vita hvað margir styðja það sem hann segir.. Allt sem sagt er hér eru bara getgátur og hræðsluáróður einangrunarsinna.
Ungur maður sem er í námi erlendis m.a. um ESB sagði að umræðan hér á Íslandi einkenndist af mikilli vankunnáttu og þekkingarleysi á málefninu. Þeir sem væru á móti og hefðu hæst væru yfirleitt þeir sem vissu minnst um ESB.
Sammála honum.
Ína (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 15:59
Og þeir sem eru sammála inngöngu eru þeir einu sem vita eitthvað yfirleitt? Ekki satt Ína? Þetta eru rökin í málinu!
Helgi (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 16:53
30 miljarða árleg auðlindarenta af fiskveiðum við Ísland er nú gefin LÍÚ kvótagreifum. Þó að hún yrði gefin til Brussel stæði þjóðin jafnrétt eftir.
Raunveruleikinn er sá að ESB skiptir sé ekki af fiskveiðistjórnun nema þar sem um sameiginlega fiskveiðistofna á milli ESB landa er að ræða.
Benedikt verður ekki minni maður af því að þú gerir honum upp skoðanir og berjist af hörku gegn þeim. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætti fleiri menn eins og Benedikt væri flokkurinn ekki jafn illa staddur og hann er nú.
Þeir sem vilja sjá útgerðina rekna með eðlilegum hagnaði ásamt því að skila auðlindarentu til þjóðarinnar geta séð tillögu að hagkvæmu kvótauppboðskerfi sem tæki við eftir fyrningu hér: http://www.uppbod.net/
Finnur Hrafn Jónsson, 13.7.2009 kl. 17:41
Páll, mér sýnist þú hafa farið greinavillt, þó niðurstaðan sé sú sama.
Textinn er úr 3. grein og á við um verndun á vistkerfi og lífríki sjávar. Sjálfar fiskveiðarnar eru í 2. tl. 4. greinar þar sem taldir eru upp efnisflokkar í ellefu stafliðum sem "shared copmetence".
Í skýringum segir: "Non-exhaustive list of shared competences where Union law suppresses national competence". Niðurstaðan verður því alltaf sú sama: Brussel ræður!
Haraldur Hansson, 13.7.2009 kl. 18:13
Sæll Haraldur, ég vísa á heimasíðu Evrópusambandsins þar sem fjallað er um sameiginlega fiskveiðistefnu
The Common Fisheries Policy was reformed in 2002 to ensure sustainable exploitation of living aquatic resources. The reform introduced a precautionary approach to protect and conserve living aquatic resources, and to minimise the impact of fishing activities on marine eco-systems.
http://ec.europa.eu/fisheries/cfp_en.htm
Málið er að ESB lítur á fiskveiðar út frá verndunarsjónarmiðum - en hefur í reynd stuðlað að ofveiði.
Ég tók tilvitnun í bloggi beint upp úr Lissabon-sáttmálanum og það er ótvírætt að ESB hefur altækt umboð í fiskveiðistjórnun, ekki shared compentence með aðildarþjóðum.
Páll Vilhjálmsson, 13.7.2009 kl. 18:24
Finnur:
Ef þú ert ósáttur við kvótakerfið og vilt breyta því værirðu staddur miklu lengra frá því markmiði innan Evrópusambandsins en eins og staðan er í dag.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 21:51
Til útskýringar þá liði ekki langur tími þar til stór hluti aflaheimilda við Ísland væru komnar í hendur erlendra útgerða. Ef ekki beinlínis að frumkvæði Evrópusambandsins þá í gegnum kaup og sölu á milli ríkja sambandsins.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 21:52
Hjörtur:
"...Til útskýringar þá liði ekki langur tími þar til stór hluti aflaheimilda við Ísland væru komnar í hendur erlendra útgerða...."
Þá ertu væntanlega að gera ráð fyrir að íslenska kvótakerfið fái að halda sér fyrir utan takmarkanir á eignarhaldi sem hafa miðast við Ísland.
Sem ég held að sé alveg rétt að gera ráð fyrir, miðað við hvað ESB hefur verið afskiptalítið um fiskstofna sem eru ekki sameiginlegir á milli ríkja.
Þar með ætti ESB að vera jafn afskiptalítið þó að við fyrnum kvótana og tökum upp kvótauppboð í staðinn.
Finnur Hrafn Jónsson, 14.7.2009 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.