Sunnudagur, 12. júlí 2009
Steindauð ríkisstjórn
Icesave-klúðrið er falið á meðan ríkisstjórnin fær Vg til að myrða stefnu og fylgi flokksins í þágu blekkingar um að aðildarviðræður og umsókn um aðild að Evrópusambandinu séu sitthvað. Þegar atkvæðagreiðslan um umsóknina er um garð gengin verður Icesave-samningurinn aftur á dagskrá.
Icesave-málið stóð illa fyrir ríkisstjórnina áður en það fór í hlé og það hefur versnað síðan. Upplýsingar um að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi hneykslast á framferði Breta og Hollendinga og aumingjaskap íslensku samninganefndarinnar, grein Ragnars Hall um vankunnáttu íslensku samninganefndarinnar og lögfræðileg rök Stefán Más Stefánssonar hníga öll í sömu átt; við eigum ekki að samþykkja Icesave-samninginn.
Þegar Júdas J. Sigfússon gengur á ný til þeirra verka að troða handónýtum Icesave-samningi ofan í þjóðina er hann blóðugur upp fyrir axlir vegna svika í ESB-málinu. Þótt Þistilfjarðardrengurinn sé fylginn sér eru væntanlega takmörk fyrir því hvað þingmenn Vg eru tilbúnir að brenna margar brýr að baki sér. Formaðurinn verður brátt saddur pólitískra lífdaga en í þingflokknum er fólk sem vill að sín verði minnst fyrir annað en að vera svikahyski.
Orðræðunnar vegna skulum við segja að ESB-umsóknin og Icesave-samningurinn nái hvorttveggja fram á þingi. Hvernig ætlar ríkisstjórn sem með blekkingum nær þeim áfanga að hefja formlegt framsal fullveldis og forræðis eigin mála til útlanda og leggur jafnframt drápsklyfjar á þjóðina vegna misheppnaðrar útrásar; hvernig ætlar þessi sama ríkisstjórn að fá starfsfrið, fá almenning með sér í endurreisnina? Það sem gefið hefur þessari ríkisstjórn lögmæti er flekkleysi Vinstri grænna. Frómlyndi vék fyrir tækifæriskenndu svikaeðli.
Dagar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru taldir.
Athugasemdir
Mér finnst þú fara yfir strikið þegar þú uppnefnir málefnaandstæðinga. Mér sýnist að þú hafir amk. 2svar uppnefnt Steingrím J. Sigfússon. Finnst þér það vera innlegg í umræðuna? Gætta aðeins að þér, Páll.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 22:36
Takk fyrir áminninguna, Gísli.
Páll Vilhjálmsson, 12.7.2009 kl. 22:42
Vonandi munu allar endurlífgunartilraunir mistakast.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 22:56
Óttalegt kjaftaedi er thetta í thér Palli. Thú fretar úr thér órökstuddum stadhaefingum ótt og títt eins og grádugur einstaklingur rekur vid eftir ad hafa étid fimm djúpa diska fulla af baunasúpu.
Nei elsku kallinn minn...ég held thú aettir ad taka thér frí frá blogginu í mánud eda svo og íhuga thad ad leggja alveg nidur thessar illa yfirvegudu og algerlega órökstuddu faerslur thínar.
Med vinsemd og virdingu,
Goggi
Goggi (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 08:54
Það er allt í lagi að uppnefna Steingrím hann er ekkert yfir það hafinn.Þegar Steingrímur var í minnihluta notaði hann allskonar orðgljáður til að slá sig upp til riddara þegar hann var kominn í þrott um málefni sem hann þóttist skilja og þannig er það en í dag enda talar hann mest sem engu skilar nema óvissu og óstöðuleika.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:49
Maður sem hefur rænt þúsundir kjósenda atkvæðum sínum og aðgangi að hafa bein áhrif á þjóðmálin og framtíð lands og þjóðar, og ekki síst afkomendur okkar, á EKKERT gott skilið.
Steingrímur er Júdas íslenskra stjórnmálamann og verður minnst í sögunni sem sá allra lélegasti af öllum lélegum, sem kosinn hefur verið og hefur setið á þingi.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.