Endurreisn Sjálfstæðisflokksins

Móðurflokkur íslenskra stjórnmála er að ná vopnum sínum ef marka má fregnir um að þingmenn flokksins ætli allir að greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.

Gegnheill meirihluti Íslendinga er á móti inngöngu landsins í Evrópusambandið. Aðildarsinnum tókst með blekkingum um að aðildarviðræður væru eitt en umsókn annað að fá nokkrar skoðanakannanir til að staðfesta vilja meirihluta almennings til aðildarviðræðna. Á þeim grunni var rekinn áróður sem nær líklega hámarki þegar einhverjir siðferðiskrypplingar úr röðum þingmanna Vg munu greiða atkvæði með þingsályktuninni.

Andspænis svikaflokknum Vg og grillupólitík Samfylkingarinnar á Sjálfstæðisflokkurinn það tækifæri að standa heill og óskiptur í stærsta máli seinni tíma stjórnmálasögu landsins, afstöðunni til inngöngu í Evrópusambandið. Á síðasta landsfundi var afgerandi samþykkt um að áður en Ísland sækti um aðild yrði þjóðaratkvæðagreiðsla.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tækifæri til að endurvinna traust almennings með því að hafa eina skoðun meginmáli íslenskra stjórnmála og standa við hana. Þegar falsrökin fyrir aðild verða afhjúpuð verður eftirspurn eftir heilindum í stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn á kost á að gera sig að réttnefndum sjálfstæðisflokki sem stendur með fullveldinu og forræði Íslendinga í eigin málum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Ja hérna nafni,
Já best að kenna núverandi stjórn um allt og allt.
Hoppaðu bara uppí rúmið með íhaldinu og framsóknarmellunni sem
gáfu Björgúlfsfeðgum Landsbankann og skildu svo ekkert í þvi að
bjórverksmiðjupeningarnir komu aldrei.
Hverskonar samningamenn eru þetta? Ekki gæti ég treyst þeim fyrir fimmeyringi með gati.
En þetta eru kónarnir sem þú treystir?

Ef við fáum þessum mönnum völdin aftur, þá skiptir nákvæmlega engu
hvort við erum eða erum ekki í ESB. Þeir munu endanlega rústa öllu
efnahagslífi hér á klakanum.
Þeir eru reyndar svo gott sem er búnir að því og
hafi það farið framhjá þér þá þurfti ekki ESB grýluna þína til

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 18:04

2 identicon

Óttalegt kjaftaedi er thetta í thér Palli. Thú fretar úr thér órökstuddum stadhaefingum ótt og títt eins og grádugur einstaklingur rekur vid eftir ad hafa étid fimm djúpa diska fulla af baunasúpu.

Nei elsku kallinn minn...ég held thú aettir ad taka thér frí frá blogginu í mánud eda svo og íhuga thad ad leggja alveg nidur thessar illa yfirvegudu og algerlega órökstuddu faerslur thínar.

Med vinsemd og virdingu,

Goggi

Goggi (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 18:12

3 identicon

Hvar í heiminum myndu kjósendur láta troða jafn illilega á rétti sínum til að hafa áhrif á þjóðmál eins og kjósendur Vinstri grænna og Steingríms J. Sigfússon hafað gert þegar hann stal skoðunum þeirra og færði Samfylkingunni á silfurfati vegna valdagræðgis?

Hann og flokkurinn lugu að kjósendum sínum að þeir myndu hindra inngöngu í EBS.  Að hindra er að neita inngönguviðræðum og eyða 1000 miljónum í ruglið.

Hann og flokkurinn lugu að kjósendum að þeir myndu hafna IceSave landráðinu.

 Hann og flokkurinn lugu að kjósendumað þeir myndi stöðva samvinnu við AGS (IMF).

Í stjórnmálum má finna lélegasta fólk þjóðfélagsins.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 18:45

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Eins lengi og við erum utan ESB skiptir ekki máli hvort stjórnarstefnan er af ætt Milton Friedman eða Karl Marx. ESB væri náðarhögg fyrir fullveldi okkar og forræði eigin mála - hitt er aðeins pólitík.

Páll Vilhjálmsson, 12.7.2009 kl. 18:54

5 identicon

Það er nú reyndar svo að nokkuð margir þingmenn sjalla munu greiða með frumvarpinu að sögn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur þingmanns sjalla, en hú ætlar að greiða atkvæði með frumvarpinu.

Þannig að ég held að þú ættir nú að slappa aðeins af með að mæra sjallanna, þeir eru ekki það sem þeir sýnast.

Hans (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 19:06

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Hans, það er örvæntingarbragur á þessu hjá mér. Maður vill trúa því besta upp á fólk...

Páll Vilhjálmsson, 12.7.2009 kl. 19:09

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Páll:

Nei, ég er hræddur um að þessi afstaða flokksins tryggi þá niðurstöðu, sem ég hef óttast lengi og það er klofningur flokksins í tvo hægri flokka.

Annars vegar verðum við með þjóðernislegan Sjálfstæðisflokk, sem mun um margt líkjast gamla Framsóknarflokknum og vera með 15-20% fylgi. Þessi flokkur verður með lítið fylgi á þéttbýlisstöðum, en þeim mun meira úti á landi.

Hins vegar verðum við með annan gjörsamlega óspilltan og nútímalegan flokk, án allra hagsmunatengsla við LÍÚ eða Bændasamtökin, frjálslyndan, víðsíðan, markaðssæknari og umhverfisvænan stjórnmálaflokk með skýra framtíðarsýn, þar sem aðild að ESB er meðal stefnumarkmiða.

Eftir því sem ég hef lesið að undanförnu á blogginu, og af viðtölum við forystumenn Sjálfstæðisflokksins, eigum við í frjálslyndari armi flokksins litla samleið með þessu fólki.

Nýr hægriflokkur gæti náð allt að 20-25% fylgi, en bróðurparturinn væri þeir sem snúið hafa bakinu við flokknum undanfarin ár og þeir sem voru komnir á fremsta hlunn með að gera slíkt í síðustu kosningum en gátu ekki kosið framsókn eða vinstri flokkana. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.7.2009 kl. 21:47

8 Smámynd: Benedikta E

Guðbjörn nú ert þú eitthvað að ruglast í ríminu - þjóðernissinnarnir í Sjálfstæðisflokknum eru miklu fleiri innan flokksins -  þeir töldu 85-90% á landsfundinum - við klofning segir þú það yrði enginn klofningur því frjálslyndir -  sem ég vil nú bara kalla krata -  eru svo fáir að það yrði enginn flokkur úr þeim - þeir gætu í bestafalli bætt við 6. eða 7. flokksbrotinu í Samfylkinguna eins og Íslandshreyfingin gerði.

Páll -  takk fyrir góðan pistil.

Benedikta E, 13.7.2009 kl. 01:39

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það bendir allt til þess að þjóðlega þenkjandi sjálfstæðismenn (þ.e. þeir sem bera þjóðlega hagsmuni Íslendinga fyrir brjósti) séu í miklum meirihluta innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta hafa skoðanakannanir sýnt og var staðfest á landsfundi flokksins og fundum á hans vegum í vetur um Evrópumál.

Guðbirni er auðvitað frjálst að stofna sinn hægrikrataflokk sem ólíklegt er að yrði nokkurn tímann stór, þ.e. ef hann næði þá einhverjum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn stæði þá einfaldlega sterkari á eftir.

Það verður annars fróðlegt að sjá hver framvindan verður í fylgi flokkanna samkvæmt skoðanakönnunum. Síðast mældi Gallup Sjálfstæðisflokkinn á ný stærstan með 28% fylgi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband