Sunnudagur, 12. júlí 2009
Lygamaskínan afhjúpuð
Aðildarsinnum tókst að draga upp þá falsmynd af umsókn um aðild að Evrópusambandinu að Íslendingar færu í könnunarviðræður við ESB. Þegar þegar þeim viðræðum lyki vissum við hvað væri í pakkanum og gætum tekið afstöðu til þess. Samfylkingin, Morgunblaðið undir núverandi ritstjóra, Samtök iðnaðarins og fleiri hafa klifað á þessari blekkingu m.a. með því að efna til skoðanakannan til að mæla vilja fólks til aðildarviðræðna. Svona hljómar spurningin sem Samtök iðnaðarins leggja reglulega fyrir almenning:
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið?
Þeir sem svara þessari spurningu mega halda að það séu nokkurs konar könnunarviðræður sem farið er í og maður getur ekki verið á móti viðræðum er það? Það er blekking í besta falli, ef ekki bein lygi.
Í reynd er ferlið gagnvart Evrópusambandinu þannig að stjórnvald viðkomandi ríkis sækir um aðild. Ráðherraráð, þ.e. stjórnvaldsfulltrúar aðildarríkjanna taka umsóknina fyrir og fái hún samþykki á þeim vettvangi er umsókninni vísað til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Viðræður umsóknarríkis við framkvæmdastjórnina snúast um hvernig umsóknarríkið ætlar að taka upp lög og reglur Evrópusambandsins.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Borgarahreyfingarinnar sá í gegnum blekkinguna þegar hún hafði setið þó nokkra fundi í utanríkismálanefnd.
Athugasemdir
Skoðanakannanir þar sem spurt hefur verið hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu (ekki hefja aðildarviðræður) hafa yfirleitt sýnt meirihluta á móti því og þ.á.m. allar slíkar kannanir á þessu ári.
Spurningin um "aðildarviðræður" virðist ekki hafa eins alvarlega þýðingu í hugum fólks og "umsókn um aðild" en eins og Páll nefnir er slík umsókn forsenda einhvers konar viðræðna sem koma á eftir.
Í stuttu máli, skoðanakannanir benda til þess að fólk vilji könnunarviðræður en ekki formlega umsókn um inngöngu í Evrópusambandið eins og ríkisstjórnin er að reyna að troða í gegn.
Það útskýrir einnig hvers vegna meira en 70% landsmanna vill þjóðaratkvæðagreiðslu um slíka inngöngu. Ef meirihluti landsmanna vildi slíka umsókn væri sú varla raunin.
Hjörtur J. Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 11:22
Birgitta og Ásmund Einar Daðason, þingmaður VG eru það sem allir þingmenn og flokkar reyndu að skreytta sig stolnum fjöðrum Búsáhaldarbyltingunnar með fyrir kosningar, að vera raunverulegir hlutar "Nýja Íslands".
Þau tvö hafa sýnt hvað er að vera sem slík í raun og veru, og uppskera illsku og haturs spillingarafla hinna flokkana og sér í lagi Samspillingar 1 og 2 græn.
Þau eiga heiður skilið fyrir að starfa af heilindum og sinni samvisku.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 12:42
Bíddu, bíddu....af hverju thessi hraedsla vid adildarvidraedur? Af hverju thessi ótharfa hraedsla?
Thad verdur jú kosid í almennum kosningum um hvort hugsanlegur samningur verdur samthykktur eda ekki.
Treystir höfundur faerslunnar ekki thjódinni til thess ad samthykkja eda hafna hugsanlegum samningi?
Goggi (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 14:06
Hvaða lygamaskína er það nafnlausi aðili? Og þess utan, hvað kemur þetta bloggfærslu Páls við?
Hjörtur J. Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 16:07
Goggi, treystir þú ekki þjóðinni til þess að kjósa um það hvort yfir höfuð eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið?
Hjörtur J. Guðmundsson, 12.7.2009 kl. 16:08
Að fara eyða meiru en 1000 miljónum er alveg út úr korti eins og ástandið og öll óvissan vegna ICESAVE er.
Áður var því logið til af Samfylkingunni að það lægi svo á vegna þess að ferlið áður en að inntökunni kæmi tæki einhver 15 ár.
Núna segir heilög Jóhanna að það taki aðeins 2 - 3 ár, svo við getum beðið róleg í 12 ár til að vera á fyrri tímaáætlun Samfylkingarinnar.
Besta mál og allir hljóta að vera ánægðir.
1000 miljónirnar getað nýst í að bjarga ansi mörgum heimilum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 16:24
Thetta er náttúrulega bara propaganda frá gerspilltu íhaldinu. Auka forkosningar eru algerlega ótharfar med öllu og peningaeydsla. Sjálftökuflokkurinn vill ekki ad fólk hafi valkosti. Hvad Palla vardar thá er hann ómarktaekur flokksbundinn í Sjálftökunni. Ég segi thad vegna nýjustu faerslu hans: Endurreisn Sjálfstæðisflokksins
Thetta gengi í Sjálftökuflokknum aetti ad halda kjafti og skammast sín fyrir ad hafa gersamlega rústad efnahag landsins.
Goggi (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 18:09
Goggi. Leitt ef ég skemmi annars ágæta samsæriskenningu með sannleikanum.
Páll lýsti yfir stuðningi við Vinsti græn fyrir kosningar, (ef mér skjátlast ekki) og þá væntalega kosið þann flokk. Áður fyrr var hann Alþýðubandalags maður, og síðan Samfylkingarmaður og ma. formaður hennar á Seltjarnarnesi.
En hvað þykir þér um að eyða 1000 MILJÓNIRNAR sem fara hraðhækkandi í að skoða eitthvað sem ekki mikill áhugi er á að ganga í ?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.