Sunnudagur, 12. júlí 2009
Dómgreindin skilin eftir heima
Stjórnvald fullvalda ríkis sem sækir um inngöngu í Evrópusambandið þarf að vera einbeitt i vilja sínum til inngöngu og hafa stuðning meirihluta þjóðarinn á bakvið sig. Framsal fullveldis er öllum þjóðum viðkvæmt, og oftast í öfugu hlutfalli við stærð þeirra - smáþjóðir eru viðkvæmari fyrir afsali vegna þess að fullveldi er þeim að jafnaði torfengnara en stórþjóðum.
Íslenska stjórnvaldið sem nú situr er klofið í afstöðu sinni og hefur ekki stuðning þjóðarinnar á bakvið sig. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ætlar að rusla saman stuðningi á þingi við aðildarumsókn og efna til sundrungar með þjóðinni í þjónkun við þá meinloku að Ísland eigi erindi í klúbb þjóða þar sem við framseljum fullveldi okkar og fáum innan við eitt prósent áhrif.
Til að láta sér detta í hug að óbrjáluð þjóð muni nokkru sinni samþykkja slíka vitleysu þarf maður að vera í löngu fríi frá dómgreindinni.
Athugasemdir
Rotin tengslin á milli ESB og glæpsamlegs klúðurs IceSave samningsins er jafn augljós og nefið framan í Steingrími J. Sigfússyni, U - beygjufræðingi.
Ef það eitt nægir ekki til að þingheimur og þjóð segir STOPP, þá eigum við sennilega ekkert betra skilið en skítinn sem við eru föst í og stjórnarómyndina um alla framtíð.
Til þess að fá að "kíkja" aðeins inn fyrir gullnahlið alþjóðasamfélagsins ESB, kostar það þjóðina á kúpunni, amk. "litlar" 1000 MILJÓNIR.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 00:20
Hvað eigum við að segja?; það er allt satt og rétt sem Páll mælir.
Við hér í Kragakjördæmi þurfum að taka okkar VG þingmenn á teppið. Orðræður Guðfríðar Lilja eru skemmtilegar en bæði hún og Ögmundur virðast samt komin í þetta hræðilega taglhnítingahlutverk.
Taglhnítingar ESB sértrúarsinna. Hörð orð hjá mér en sönn.
Það verður að stoppa þessa vitleysu af.
Sigmar Þormar, 12.7.2009 kl. 00:34
Þessi þróun á þinginu er ekki bara vonbrigði heldur beinlínis hættuleg. Þegar að atkvæðagreiðslu kemur munu evrópusinnar hamra mjög á bágu ástandi þjóðarbúsins og sannfæra þannig marga um vitleysuna. Þessi leið mun líka kjúfa þjóðina og skapa enn meiri glundroða. Þó slæmt sé vildi ég fremur sjá stjórnarslit en þessa hörmung.
LÁ
Lýður Árnason, 12.7.2009 kl. 02:35
Fullkomleiki fáránleikans er það eina sem manni dettur í hug um þessi ósköp. Er ekki hægt að koma þessum samspillingar kónum að í eitthver embætti með minni tilkostnaði en þetta stefnir í.
Vona að þingið standi í fæturnar og stoppi þessi ósköp.
Helgi Magnús Hermannsson, 12.7.2009 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.