Föstudagur, 10. júlí 2009
Steingrímur J: Í lagi að svíkja kjósendur
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna skammar þingmann sinn fyrir að ætla að efna það sem flokkurinn lofaði fyrir kosningar; að halda Íslandi utan Evrópusambandinu. Steingrímur hefur orðið uppvís að lygum á þjóðþinginu í Icesave-málinu og gengur einarðlega fram í að svíkja kjósendur sína og flokksins.
Aldrei í lýðveldissögunni hefur valdaþorsti eins manns valdið eins miklu tjóni á siðferði í stjórnmálum og hagsmunum þjóðarinnar. Steingrímur J. stefnir hraðbyri í að verða mesta úrhrak íslenskra stjórnmála.
Sló ekki á fingurna á Ásmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er því miður rétt og mikið sorglegt.
.
Þvílíkt ástand og þvílík sundrung á svona hrikalegum tímum! Steingrímur Sigfússon myndar bandalag með Samfylkingunni gegn kjósendum Vinstri grænna. Þvílík skömm. Ríkisstjórnin gerir ALLT til þess að vinna gegn grundvallarhagsmunum Íslands og allra Íslendinga.
.
Hyski!
Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 17:45
Svo eru þessir sk.....hælar að pönkast út í Davíð vegna einræðistilburði og halda flokknum undir hræðsluaga á sínum tíma.
Hef aldrei vitað annan eins hræsnara og Steingrím J, sem hlýtur að hafað sett nýtt met í siðleysi og tekist endanlega að fremja sitt pólitíska sjálfsmorð sem vonlaust verður að endurlífga hann.
Farið hefur fé betra.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 17:51
Þetta eru lygarar og hræsnarar,lýðskrumarar og ......sokkar,það verður að koma þessu hyski frá hið snarasta.
magnús steinar (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 18:22
Það er einkennilegt að fylgjast með stjörnu Steingríms J hrapa. Maðurinn sem gerði svo að segja allt rétt í stjórnarandstöðunni gerir öll þau mistök sem hugsast getur á stjórnarstóli - og meira til. En nú er svo komið að maður er hættur að vorkenna honum fyrir að reyna að tjónka við svívirðilega Samfylkingu, sem lætur hann nánast einan um hituna. Hlutskipti Steingríms er orðið meira og verra en aumkunarvert. Það er orðið glæpsamlegt. Hann kannast ekki við fyrri orð sín. Hann skammar flokksfélaga sína fyrir að hugsa og hafa sannfæringu og hikar ekki við að gera það opinberlega. Nú duga bara hótanir. Svo sterk er sannfæring Steingríms um eigin völd að hann fórnar öllu til og þar með sjálfstæði þjóðarinnar.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 18:46
>Er hægt að kæra Steingrím J. fyrir stuld á atkvæði ????
E.Þ.S (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.