Samfylkingin fyrirlítur lýðræðið

Samfylkingin vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um Evrópusambandsaðild. Það er endurrómur af alræmdum orðum fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar - þið eruð ekki þjóðin - frammi fyrir troðfullum sal af fólki sem mótmælti hrunstjórninni.

Ef það væri heil brú í einhverjum þingmanna Samfylkingarinnar myndi viðkomandi doka við og spyrja sig eftirfarandi: Er líklegt að ESB-málið fái eðlilegan framgang þegar málið er löðrandi í undirferlum, svikum og fyrirlitningu á lýðræðislegum stjórnarháttum?


mbl.is Enginn barinn til ásta á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Þetta hefur verið hverjum manni ljóst í langan tíma sem vita vill. Það sama á við um VG, Framsókn og Sjalla. Um leið og fólkið kemst til valda fer það að vantreysta borgurunum til að kjósa "rétt".

Sigurjón Sveinsson, 10.7.2009 kl. 12:46

2 identicon

Samfylkingin ætlar inn í Evrópuruglið.Sama hvað hver segir.Samfylkinginn myndi skrifa undir hvaða pappíra sem Bretar eða aðrar Evrópuþjóðir rétta þeim í þeirri von að komast inn í hið heilaga bandalag.Þó það stæði í samningi sem þeim væri rétt að helmingur Íslendinga ætti að þrælka í kolnámu í Bretlandi til æviloka svo þeir komist inn.

sigurbjörn (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 12:57

3 identicon

Til hvess að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu, það er bara kostnaður, það er alveg hægt að máta kjólinn þótt maður kaupi hann ekki. Ekki er ég Samfylkingarmanneskja hvað þá Vinstri græn.

guðrun björk (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 12:59

4 identicon

Guðrún Björk! Heldur þú að það kosti ekkert að sækja um í ESB. Það er talað um að það kosti hundruði milljóna. Lofa þér að það er  miklu miklu ódýrara að  hafa þjóðaratkvæðagreiðslu ef að þjóðin hafnar aðildarumsókn.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 13:03

5 identicon

Páll,

Samfylkingin fór ekki í felur með þá afstöðu sína í kosningunum að hún vildi sækja um í ESB.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt barist gegn þjóðaratkvæðisgreiðslum.

Hvað er að því að fólk fái samning til að kjósa um?

Treystiru ekki þjóðinni til að samþykkja hann eða hafna?

Andrés (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 13:06

6 identicon

"Er líklegt að ESB-málið fái eðlilegan framgang þegar málið er löðrandi í undirferlum, svikum og fyrirlitningu á lýðræðislegum stjórnarháttum?"

Stór orð með ekkert bak við sig. En þú þarft svo sem ekkert að vísa í heimildir til að styðja mál þitt á blogginu þínu.
Velkominn í minnihlutann karlinn. Það er leiðinlegi staðurinn til að vera á í lýðræðisríki. Þú verður kúgaður af meirihlutanum sem var kosinn á þing. Þannig virkar þetta hvort sem þú kallar það undirferli, svik og fyrirlitningu á lýðræðinu.

Askur (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 13:23

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sandfylkingin talar fjálglega um lýðræði, gegnsæi og heiðarleika á hátíðarstundu, en ekkert af þess á við þegar horft er á vinnubrögð fylkingarinnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2009 kl. 13:31

8 Smámynd: Sjóveikur

það þar ekki að berja neinn ef ofurefli er til staðar, það er einfaldlega verið að nauðga þjóðinni í opin sár 

ég æli á þetta allt, ég er svo sjóveikur

Sjóveikur, 10.7.2009 kl. 13:32

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll, Páll. Mér finnst gaman að lesa skrif þín og met skoðanir þínar fyrr og síðar enda fara þær oftast nær saman við mínar. En ég kann ekki við að fólk hafið Ingibjörgu Sólrúnu fyrir rangri sök varðandi þjóðina á fundinum í Háskólabíói og spyr því enn:Hverjir eru þjóðin? Er þjóðin þúsund manns í bíói eða 600 manna úrtak í skoðanakönnun Gallups?  Erum við, ég og þú, þjóðin? Mitt litla vit segir mér að þjóðin sé það sem gert hefur verið frá landnámsmorgni til þessa dags af fólki sem hefur skarað eld að sinni köku jafnákaft og það hefur möguleg getað. Frá landnámsmönnum til SÍS og Árvakurs er álíka skammur vegur og þaðan í frá til nútímans. Ef ég er ekki þjóðin kann ég því vel.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.7.2009 kl. 13:34

10 identicon

Mig langar að setja fram smá samsæriskenningu hérna, sem hefur verið dálítið rædd í mínum vinahópi.

Hún er svohljóðandi. Ástæðan fyrir því að svo lítið virðist hafa gerst síðan ný ríkistjórn samfylkingar og VG tók við er sú að samfylkingin er vítisvitandi að grafa undan samfélaginu og trú fólks á íslenskt stjórnarfar, réttarkerfi og alþingi. Hugsunin á bak við þetta sé sú að ef íslensk alþýða missir trú á að íslenskir stjórnmálamenn séu færir um að stjórna landinu, því meiri séu líkurnar á að evrópusambandsaðild verði samþykkt.

Það sé þarmeð planið að grafa undan ástandinu á allan mögulegan hátt þangað til að búið sé að samþykkja aðild íslands að evrópusambandinu, og að öllum aðgerðum verði frestað eða komið í veg fyrir þær þangað til eftir að búið er að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Endilega ræðið.

Hörður Tómasson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:32

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hörður, ég get fullvissað þig um að þú og þinn vinahópur eruð ekki þeir einu sem hafið þetta á tilfinningunni.  Allt tal, allar aðgerðir og aðgerðarleysið er til marks um eitt, ESB, og ekkert annað.  það virðist ekkert annað komast að í þröngum hausi Sandfylkingarinnar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2009 kl. 14:58

12 Smámynd: Elle_

Ég tek undir með Tómasi Ibsen.

Elle_, 10.7.2009 kl. 15:27

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Andstæðingar ESB vilja ekki að þjóðin viti hvað hún er að kjósa um, þeir vilja geta ausið hræðsluáróðri yfir þjóð í lausu lofti, áður en neitt liggur á borðum hvað raunveurlega verður í boði.

Ég fyrir mína parta get vel séð fyrir mér samning sem ég gæti ekki stutt, en milli hans og besta mögulega samings er himinn og haf. Hvernig í ósköpum ætti það að vera þjóðinni til gagns að slást nú í lausu lofti án þess að neitt liggi fyrir um hvað samningurinn hefði í för með sér?

- Er það ekki harla tortryggilegt að andstæðingar ESB vilja flytja slaginn framfyrir vitneskjuna um innihaldið?

Helgi Jóhann Hauksson, 10.7.2009 kl. 15:29

14 Smámynd: Elle_

Og Herði Tómassyni.

Elle_, 10.7.2009 kl. 15:31

15 Smámynd: Elle_

Ég get ekki beint kallast andstæðingur þarna Helgi Jóhann en veit þó að það er harla tortryggilegt að sækja um e-ð sem maður veit ekki hvað er fyrir víst.  Nema það að ofríki gamalla heimsvelda og nýlenduvelda ríkir þar í bæ. Punktur.

Elle_, 10.7.2009 kl. 15:37

16 identicon

Talaðu fyrir sjálfa þig um hverju fólk nennir og nennir ekki Guðrún Ásta.  Hvað heldur þú að þú getir fullyrt um allt ofanvert fólk?  Við getum EKKERT vitað með vissu um hvað fæst þarna.  Komdu með rök en ekki bara fordóma og rangdóma um fólk.

Benjamín (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 16:22

17 identicon

Og af hverju í ósköpunum ættum við að vilja sækja um aðild þarna?  Engin rök eru fyrir að fara þarna inn.

Benjamín (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 16:23

18 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í umsóknarviðræðum við Evrópusambandið er aðeins eitt í boði: Evrópusambandið. Aðildarsamningar eru aðeins um aðlögun umsóknarríkis að lögum og reglum Evrópusambandsins. Það er heimatilbúinn þvættingur að hægt sé að semja um lög og reglur Evrópusambandsins þegar gengið er þar inn.

Írar, sem felldu Lissabon-sáttmálann í fyrra, munu í október greiða atkvæði um nákvæmlega sama sáttmála þar ekki kommu hefur verið breytt. Svo koma eðjótar af Íslandi og ætla að breyta Evrópusambandinu við inngöngu Íslands. Þetta er svo vitlaust að það er ekki einu sinni fyndið.

Páll Vilhjálmsson, 10.7.2009 kl. 16:30

19 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég tek undir með Herði og Tómasi. Ég tek líka undir með sjávarútvegsráðherra þegar hann sagði að maður ætti ekki að knýja dyra ætli maður sér ekki inn.

Það er bara dónaskapur og yfirgangssemi að ætla sér keyra í gegn umsókn um EB meðan ætla má að meiri hluti þjóðarinnar sé a móti því, meðan flest rök hníga að því að hag þjóðarinnar er ekki bezt borgið á þeim vettvangi og meðan EB-sinnar beita svikum og hálfsannleik til þóknast téðu bandalagi.

Fyrst þarf að leggja öll spil á borðið og spyrja svo: Eigum við að skoða þetta nánar?

Ekki gerir maður tilboð í bíl nema kanna alla kosti hans og galla fyrst.

Og ég hef virkilega skömm á því hvernig Steingrímur Joð hefur hagað sé í þessu máli.

Emil Örn Kristjánsson, 10.7.2009 kl. 16:31

20 Smámynd: Elle_

Nú tek ég undir með Benjamín  Emil og Páli.  Já, því ættum við að vilja sækja um í EU?  Hef ekki fundið neitt sem vegur upp á móti ókostunum við að vera undir ofríki Breta, Frakka, Þjóðverja etc.  Og nenni vel að gá,  Því getum við ekki eins sótt um í Bandaríkjunum, Canada, Færeyjum?   

Elle_, 10.7.2009 kl. 16:37

21 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í ESB eru 27 ríki, okkur nægir að fylgjast með þeim og framgöngu þeirra innan sambandsins. 

Ef eitthvert þeirra hefur náð undanþágum frá meginreglum sambandsins, þá get ég fullyrt að þær undanþágur eru tímabundnar.  Sá tími mun koma að slíkar undanþágur líða undir lok. 

Að halda því fram að við náum einhverju fram umfram aðrar þjóðir innan ESB er hreinn barnaskapur.  Færi svo að við næðum "varanlegum" undanþágum, þá er það víst, eins og sólin kemur upp í austri og sest í vestri, að möppudýrin í Brussel munu á einhverjum tímapunkti taka þær undanþágur af okkur.

Okkur nægir að sjá hversu "vel" okkar mönnum tókst til í samningum við Breta og Hollendinga að vita hvernig til muni takast í aðildarviðræðum við ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2009 kl. 16:55

22 identicon

Og þú þarna Guðrún (16:15), vinsamlegast hættu þessum þvættingi sjálf og líka yfirganginum. 

Jóna (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 17:47

23 identicon

Engin rök enn frá Guðrúnu Ástu.  Og maður veltir fyrir sér hvað hún vissi svona mikið?  Og af hverju ætli þurfi þá s-a-m-n-i-n-g-a-v-i-ð-r-æ-ð-u-r Guðrún ef þið vitið nákvæmlega það sem hinir að ofan "nenntu" víst ekki að finna út?  Þetta sagði Guðrún Ásta að ofan:

"Vinsamlegast hættiði þessum þvættingi um að það sé ekki vitað hvað er í boði, það er vel vitað og hver sem nennir getur lesið sér til um það... Þið einfaldlega nennið ekki að hafa fyrir því að kynna ykkur þessa hluti sjálf og viljið láta mata ykkur af upplýsingum, sennilega helst í formi fyndins heimildaþáttar sem tæki í mesta lagi eina klukkustund, þetta er til skammar!!!"

Það ert þú sem ert til skammar!

Benjamín (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 22:09

24 identicon

"Samfylkingin fyrirlítur lýðræðið"

Já þessi litla, litla, nice, nice Samfylkingin eða Social Dictatorship vill alls ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt eða neitt, svona rétt eins og þetta ESB-bákn sem vill alls ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon- sáttmálann fyrir öll aðildarríkin innan ESB, já það er svo lítið um lýðræði innan Social Dictatorship báknsins -ESB og hjá þessari Samfylkingu.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 01:41

25 identicon

Jæja elskurnar.

Ef þið (flest) haldið að okkur sé betur borgið með handónýta krónu og ..já endilega gerum bara aftur byltingu og fáum sjáfstæðið aftur við völd..(eins vel og það fór seinast) þá verði okkur öllum að rosalega góðu!

Samfylkingin vill komast í viðræður um hugsanlega aðild að ESB það er klárt. Annað eru getgátur þínar Páll og Ég tel að þetta sé nokkuð skynsamt fólk við völdin í þessu landi í dag ..svo skynsamt að því dettur einfaldlega ekki í hug að fara bara beint inn í ESB ánn þess að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu.

"Þið eruð ekki þjóðin" var beint til blaðamanna ...ekki þjóðarinnar ...sem annars skiptir ekki máli í dag þarsem sá foringi er farin frá því miður.

Guðrún Ásta...Þarsem þú ert með það á hreinu hvað fæst út úr tilvonandi sammningum þá þætti mér afar væntum að þú mundir upplýsa það hér og nú og sparaðir okkar ástkæra ríki allan undirbúning og að við tölum ekki um allan kosnað sem fylgir þessum aðildarumsóknarviðræðum.

Þeir sem (telja) sig vita hvað við fáum í samningum þarf einfaldlega ekki að semja við og eru í raunini óstarfhæfir til samninga.

Hörður...Að halda uppi samsæriskenningum um að "samfylkingin er vítisvitandi að grafa undan samfélaginu og trú fólks á íslenskt stjórnarfar, réttarkerfi og alþingi".... er bara hlægileg .

Held ég egi einn eftir...jú Tómas.

"Að halda því fram að við náum einhverju fram umfram aðrar þjóðir innan ESB er hreinn barnaskapur"

Það er einmitt barnaskapur að halda því fram að við getum það ekki... nokkur lönd eru nú þegar á ýmislegum undanþágum Í ESB og eins og alltaf veltur þetta á SAMNINGUM! (sem þið viljið augljóslega ekki vita hverjir eru)...nema Guðrún auðvitað hún veit það.

Ég er ekki að segja að við verðum að ganga inní ESB..heldur að "MIG" langar að fá að sjá svart á hvítu hvernig það væri að taka jafn stórt skref fyrir þessa þjóð og horfa á þá sammninga sem við náum...góða eða slæma...ég get vel tekið ákvörðun eftir að hafa fengið að sjá þá og lesa....ekki fyrr.

Lifið heil.

HIM. 

Haraldur Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 01:47

26 identicon

".. löðrandi í undirferlum, svikum og fyrirlitningu á lýðræðislegum stjórnarháttum.."

Þetta hljómar eins og mjög góð lýsing á ESB-Social Dictatorship bákninu, eða þar sem menn eru skipaðir (ath. ekki kosnir heldur skipaðir á bak við tjöldin) í Framkvæmdarstjórn ESB er ræður svo að segja næstum því öllu, og undir öllum þessum ólýðræðislegum stjórnarháttum, eða þar sem ESB-þingmenn geta alls ekki komið með eða lagt fram lagafrumvörp? 

Af hverju ættum við að óska eftir vera í þessu ESB -Social Dictatorship bákni og undir þessum ólýðræðislegum stjórnarháttum, eða þar sem Þingmenn ESB eru auk þess með takmarkaðan tíma og/eða nánast sagt engann tíma (1 til 2 min) til að veita andsvör á öllu því sem er þvíngað og kúað  er ofan í þá, eða þar sem hver ESB -Þingmaður getur í mesta lagi náð að tala 12 mínútur á einu ári í þessu ESB-þingi. 

það er lítið sem ekkert lýðræði í ESB, en það er reyndar eitthvað sem þetta Samfylkingar- lið (eða þetta ísl.  Social Dictatorship) er svo ánægt með, ekki satt ?

En ef lýðræði kæmist á í ESB myndi þetta ESB- Social Dictatorship- bákn hrynja algjörlega

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:02

27 identicon

Kæri Þorsteinn.

Viltu fá annan eða okkar eina sanna Árna Jonsen til að syngja nokkur lög í ræðupúlti hjá greyjunum ??

Bara skil ekki hvað þú ert að fara.

Að takmarka ræðutíma er eitthvað sem nú þegar er við völd í okkar egin þingi og fyrir suma þingmenn ætti hreinlega að útiloka þann tima ...án gríns.

Skipanir á bakvið tjöldin eru við líðin og hafa alltaf verið og munu alltaf vera sama hvað þú,ég og allir hinir sem fáum ekki það sem við viljum gera í því.

Afhverju ættum við að óska eftir þessu ??? erum við að meika það í dag svo vel að við þurfum ekki að skoða aðra kosti? Ég bara spyr?

Sorry! Ég bara næ með engu mót skilning í það "AFHVERJU" má ekki skoða þennan kost.

HIM. 

Haraldur Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:26

28 identicon

Kæri Haraldur Ingi 

"Viltu fá annan eða okkar eina sanna Árna Jonsen til að syngja nokkur lög í ræðupúlti hjá greyjunum ??"

Nei takk

"Að takmarka ræðutíma er eitthvað sem nú þegar er við völd í okkar egin þingi

Við erum að tala um ennþá takmarkaðri ræðutíma eða samtals og/eða max 12 mín á einu ári.   

"Skipaðir á bakvið tjöldin... munu alltaf vera sama hvað þú, ég og allir hinir sem fáum ekki það sem við viljum gera í því."

Ég rétt eins og annað fók vill lýðræði og réttlæti og ekki eitthvað Social Dictatorship- ESB- bákn,  þar sem menn eru skipaðir á bakvið tjöldin fyrir þessa Central Bank- elítu, Committee of 300, Bilderberg- Rockefeller- og allt Rothschild liðið, ok?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:49

29 identicon

Max 12 mín á einu ári hérna hljómar ekkert illa ...greyin gætu þá gert eitthvað annað en masað fyrir ekkert á kaupi....tildæmis skroppið í búðir og keipt okur Íslenskt.

Ég vil lika ýmislegt kæri Þorsteinn  tildæmis að fuglarnir syngji ekki fyrren eftir 11 á morgnana og rusla hreinsunin verði ávalt um 12 leitið hjá mér

Það sem ég er að reina að segja er bara það að ég sé þetta ekki vera neina fyrirstöðu fyrir því að kanna möguleika okkar á að ganga í ESB.

(Gætum jafnvel beðið um undanþágu fyrir fuglasöng og árrisulum ruslakörlum)

HIM.

Haraldur Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 03:12

30 identicon

Guðrún Ásta, það skiptir engu máli  hverjum þú varst að beina orðum þínum að þarna kl. 16:15, það var samt yfirgangur að tala þannig við Helga Jóhann.

Jóna (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 14:46

31 Smámynd: Elle_

HIM sagði:
"
Ég er ekki að segja að við verðum að ganga inní ESB..heldur að "MIG" langar að fá að sjá svart á hvítu hvernig það væri að taka jafn stórt skref fyrir þessa þjóð og horfa á þá sammninga sem við náum...góða eða slæma...ég get vel tekið ákvörðun eftir að hafa fengið að sjá þá og lesa....ekki fyrr."


Haraldur Ingi, mig og nokkra aðra langar líka að vita hvað samningum við gætum kannski og hugsanlega náð við Bandaríkin, Canada og Nýja-Sjáland.  Það hefur verið rætt og hef ekki heyrt nein mótmæli gegn þessu.  Yfirvöld ættu því að hefja aðildar-viðræður núna og eins og skot og í miklum flýti.  Og ekki spyrja þjóðina neitt.  Og ég get vel tekið ákvörðun eftir að hafa fengið að sjá samningana og lesa, ekki fyrr.


Lifðu heill.

Elle

Elle_, 12.7.2009 kl. 01:57

32 Smámynd: Elle_

...hvað samningum...

Elle_, 12.7.2009 kl. 01:59

33 Smámynd: Elle_

Nei, fyrirgefið:  . . .hvaða samningum...

Elle_, 12.7.2009 kl. 02:00

34 identicon

Óttalegt kjaftaedi er thetta í thér madur. Thú fretar úr thér órökstuddum stadhaefingum ótt og títt eins og grádugur einstaklingur rekur vid eftir ad hafa étid fimm djúpa diska fulla af baunasúpu.

Nei elsku kallinn minn...ég held thú aettir ad taka thér frí frá blogginu í mánud eda svo og íhuga thad ad leggja alveg nidur thessar illa yfirvegudu og algerlega órökstuddu faerslur thínar.

Ég tek undir med EE elle og Haraldi Inga Magnússyni.  Ég er svolítid undrandi á vidhorfi Thorsteins S. Thorsteinssyni.  Ég veit ad hann er gódur, greindur og mjög vandadur madur.  Tjódin hefur taekifaeri til thess ad hafna theim samningi sem naest ef hann er ekki henni ad skapi.  Tvöföld kosning í thessu tilfelli er algjör ótharfi og beinlínis röng ad mínu mati

Med vinsemd og virdingu,

Goggi

Goggi (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 08:23

35 Smámynd: Elle_

Goggi, þú tókst undir með mér og Haraldi Inga,  Hins vegar, ef þú lest allt sem ég skrifaði að ofan, sæirðu að ég er á öndverðum meiði við Harald og sammála Páli.  Innlegg mitt kl. 01:59 var ætlað til að sýna Haraldi Inga að ríkisstjórnin mun vera að vaða yfir þjóðina með því að sækja bara um aðild KANNSKI GEGN VILJA ÞORRA FÓLKSINS.  Og ekkert minna fáránlegt væri að sækja í flýti og offorsi um aðild að Bandaríkjunum, Canada etc. 

Elle_, 12.7.2009 kl. 08:44

36 identicon

Fyrirgefdu EE elle!.  Slaem mistök af minni hálfu.  Aetladi alls ekki ad aetla thér adrar skodanir en thú hefur.  Ég vona ad thú afsakir fljótfaernismistök mín.  

Ég tek thá bara Helga hér ad ofan inn í stadinn og sleppi thér frjálsri og vonandi ómódgadri.  Enn og aftur:  Ég bidst afsökunar.

Goggi (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 09:21

37 Smámynd: Elle_

Nei, ég er ekkert móðguð, Goggi, vildi bara að það kæmi fram að ég styð EKKI að Evrópu-stjórn Jóhönnu sæki bara um í flýti og offorsi þó fólkið hafi ekkert kosið um það

Elle_, 12.7.2009 kl. 11:27

38 identicon

Ég vidurkenni ad thad er margt til í thví sem Thorsteinn S. Thorteinsson segir.  Einnig skil ég afstödu thína til Evrópusambandsins, EE elle.  En af hverju treystid thid ekki thjódinni til thess ad taka afstödu til samningsins thegar hann liggur fyrir?

Thad er hin augljósa lýdraedislega adferd.  Ad mínu mati er skortur á opinberleika í stjórnun og háttum Evrópusambandsins og mjög líklega er um spillingu thar ad raeda.  Varnadarord Thorsteins S. Thorsteinssonar eru thví gód og gild.  Samt finnst mér ad thjódin eigi ad taka afstödu til hugsanlegs samnings.  Ad láta thingheim rádskast svona med afdrif thjódarinnar er ólýdraedislegt.  Valdid á ad vera í höndum fólksins.

Goggi (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 12:16

39 Smámynd: Elle_

Þarna sagðirðu það sjálfur Goggi:"Valdið á að vera í höndum fólksins".  Nú, hvaða leyfi hafa þeir þarna uppi til að flýta þessu í gegn?  Eða fara með það í gegn án umboðs þjóðarinnar yfirleitt?  Ekkert.  Ekki neitt.  Og engin önnur bandalög eða ríkjasambönd?  Heldur bara það sem Evrópu-flokkurinn vill?  Það er ólýðræðislegt og yfirgangur.  Og fyrir utan það stendur málið alltof tæpt bæði meðal Alþingis og þjóðarinnar fyrir svo grafalvarlegt mál. 

Elle_, 12.7.2009 kl. 20:37

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðrún Ásta: " einu undanþágurnar sem við myndum mögulega fá frá þeim verða aldrei meira en tímabundnir svo einfalt er það."

Nú, ert þú kannski formaður samninganefndar ESB gagnvart íslandi í komandi aðildarviðræðum ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2009 kl. 20:48

41 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ps.  þeta er líka allt skilgreiningaratriði, þ.e undanþága og/eða sérlausn.

Það er bara þannig að auðvelt er að fella allan fjárann undir heildarstefnu esb - með ákveðnum sérlausnum ! ef svo má segja.

Td. flokkast "undanþága" finna og svía varðandi landbúnaðinn  ekki sem undanþága samkvæmt esb.  (eg mun glaður bakka með þá fullyringu ef rök eru færð fyrir öðru)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.7.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband