Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Kaupþing vælir til sín samúð
Ekki er trúverðugt að Kaupþing skrifi fréttatilkynningu um að starfsmönnum bankans hafi verið ógnað og segi í framhjáhlaupi að ekki hafi verið gengið frá skuldauppgjöf gagnvart Björgólfsfeðgum. Starfsfólk bankans og bankinn sjálfur er ekki eitt og hið sama, þótt ljúgfróður almannatengill kynni að plata stjórnendur bankans til að halda annað.
Bankinn segir uppgjör við skuldunauta fara eftir verklagsreglum. Þær verklagsreglur er ekki að finna á heimasíðu bankans. Kaupþing hefur ekki traust almennings, ekki frekar en aðrar fjármálastofnanir, og það þýðir ekki að segja að reglur séu til en framvísa þeim ekki. Verklagsreglurnar á borðið, takk fyrir.
Öryggi starfsmanna ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sérkennilegt að menn eins og Sverrir Örn Þorvaldsson framkvæmdastjóri áhættustýringar Glitnis skuli ennþá vera við störf í bankanum. Hann á að öðrum ólöstuðum hvað mestan þátt í gjaldþroti Íslands með sinni vanþekkingu og vanhæfni í starfi. Ársæll Hafsteinsson hjá LI er líka ofarlega á lista.
Þessir tveir einstaklingar maka krókinn og kæra sig kollótta um gjaldþrot landsins enda alltaf verið mest umhugað um eigin rass.
Guðmundur Pétursson, 8.7.2009 kl. 16:07
Þetta er sennilega misheppnaður spuni spunatrúðadeildar Samfylkingarinnar til að reyna að tappa aðeins pressuna af IceSave ruglinu.
Núna hlýtur U-Beygju Steingrímur að koma fram og útskýrir fyrir þjóðinni hversu "glæsilegt" tilboð Björólfana er og í einfeldni sinni hélt að allir yrðu glaðir að hafa eitthvað út úr skúrkunum.
Skærgulur Tesa minnismiði meðlímrönd verður dreginn fram og er endanlegur samningur að mati snillingana.
Á meðan verður IceSave landráðið framið í skjóli gleðinnar yfir Björgólfssamningnum, eða ólátunum sem þeim verknaði fylgir.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 16:22
Er einhver þáttur þessa máls merkilegri en þeim sem hér er lýst: "Fréttablaðið greindi frá því í gær að Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafi gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann."
Hvernig er sambandi bankans við þessa tvö nafngreindu skuldara háttað? Hversu frjáls er yfirstjórn bankans í athöfnum sínum ef methafar í skuldum geta gert bankanum tilboð í að borga skuldir sínar?
Er það starfsmaður Kaupþings eða fréttamaðurinn sem sauð saman setninguna um að skuldarar geri lánardrottnum sínum tilboð?
Helga (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 16:26
Tek undir, Páll: "Verklagsregurnar á borðið" er eðlileg og sjálfsögð krafa!
Ásdís Bragadóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 16:28
Þetta er aumt yfirklór Palli. Menn grípa gjarnan til innihaldslausra orðaleppa eins og verklagsreglur, vinnuferlar og reglubundið eftirlit o.s.frv. þegar sýna þarf almenningi framá að eitthvert raunverulegt vit sé í því sem verið er að gera.
Gústaf Níelsson, 8.7.2009 kl. 16:49
Tek undir með Helgu. Mig setti hljóðan þegar ég heyrði fréttina um þetta tilboð ! Óskammfeilni og hroki þessara manna hlýtur að ganga fram af þjóðinni og setja af stað skriðu mótmæla sem aldrei fyrr. Reyndar ofbýður mér kannski ekki minna sú siðblinda bankans að birta þetta sem frétt.
Nú hlýtur að vera komið að því að kurteisi fólks sé þrotin þegar kemur að samskiptum við þetta undarlega fólk.
Árni Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 17:13
Guðmundur, farðu nú að snúa þér að einhverju öðru en að vera með samf. á heilanum. Ertu vænissjúkur? Þú ert alla vega litlu betri en þeir sem tapa sér þegar minnst er á Davíð Oddsson.
Steini (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 17:33
Steini. Er ekki sjálfsagt að reyna að berjast við ósómann Samspillinguna meðan flokkurinn er jafn skaðlegur þjóðinni og raun ber vitni?
Við megum ekki gefast upp þótt ástandið í augnablikinu er svartara en svart. Þeir eru ekki ennþá búnir að nauðga hörmungar og landráðssamningnum IceSave yfir land og þjóð. Litla Samspillingin 2 græn eru að vísu orðin álíka hættuleg, en þó enn er von með þetta viðhengi Samspillingarinnar, að einhverjir þingmenn þeirra bregðist ekki kjósendum sínum, þótt ÁlfurinnHeiður haldi að þeir hafi kosið um að samþykkja IceSave landráðið og skilyrðislausa inngöngu í ESB í vor.
Þakka þér samt ummhyggjuna.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 18:14
Ekki þurfti Finnur Ingólfsson eða aðrir í KB að bera fyrir sig bankaleynd í þetta skiptið? Finnur hljóp eins og tófan niður í RUV með þessar upplýsingar.
Hann mætti nú vera jafn fljótur blessuð hænan að koma með eitthvað af skandölum bankans fram í dagsljósið og þetta. T.d. afskriftir starfsmanna fyrir tugi, líklega hundruði milljarða á skuldum þeirra, þar sem þeir afskrifuðu bara skuldirnar hver hjá öðrum. Yfirlögfræðingur jambalayjaa bankans gaf víst grænt á þetta, enda sjálfur með tæpan hálfan milljarð í kúluláni sem hann fékk svo niðurfelldan í kjölfar síns álits.
Það er hlegið af Íslendingum um víða veröld út af þessu rugli öllu saman. Það er grátlegt.
joi (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 21:01
Finnst ekkert að því að Björgólfur fái niðurfellingu af skuldum sínum hefur sturr Flokkinn vel og lengi.
Þetta er smjörklípa Samspillingarbaugsflokksins.
sæi (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 22:08
Hvenær ætlar þú að gera upp við Davíð Oddsson?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.7.2009 kl. 22:12
Sammála: verklagsreglur á borðið takk fyrir!
Líka sammála að orðið "tilboð" er gersamlega út úr kú í þessu samhengi.
Ef ég get ekki borgað mína reikninga, fer ég ekki og geri skuldareiganda
tilboð - hvað á að skuldareigandi geri mér tilboð.
En einmitt þetta orð "tilboð" sýnir kannski best hvernig bankinn hugsar um viðskiptavini sína.
Almúginn fær enga samninga um sinar skuldir, bara beint í innheimtu og til lögfræðings og á svarta listann -
mafían getur samið og "fær að gera tilboð" -
það var og.
Hanna (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 01:40
Ekki gat ég gert neitt slíkt þegar þessi sami banki sveik mig. Venjulegu fólki er kastað út á stétt ef það ekki á peninga þegar bankarnir koma nánast með handrukkara. Og vegna þess að þessir sömu menn, og þeirra hliðstæður, hvolfdu landinu. Fólki ofbýður að bankinn skuli ekki bara hafa sagt eitt skjótt og þvert nei við þessari fáránlegu beiðni úr fáránlegustu átt. Hvaða mannréttindi eru það ef bankinn semur við mennina og kastar á sama tíma fólki út á götu, og vegna þeirra?
Elle_, 9.7.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.