Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Samfylkingin fórnar Steingrími J. vegna Icesave
Í síðustu viku sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra að illa hafi verið staðið að verki við Icesave-samningana. Í gær segir Össur Skarphéðinsson að skýrsla breskrar lögmannsstofu um réttarstöðu Íslands í Icesave-málinu hafi verið falin í fjármálaráðuneytinu. Titilblað skýrslunnar segir hins vegar skýrt að hún sé unnin fyrir utanríkisráðuneyti Össurar.
Samfylkingin komst upp með að klína hruninu á Sjálfstæðisflokkinn og nú á að leika sama leikinn: Icesave-klúðrinu á að koma kyrfilega í fang Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.
„Mér er sagt það sé til“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hann virðist taka verkefninu fagnandi. Það er sérdeilis óskiljanlegt miðað við afstöðu hans fyrir kosningar.
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 8.7.2009 kl. 09:41
Málið í okkar hendur.
www.kjosa.is
Rómverji (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:44
Til Össurar og annarra hvar í flokki sem þeir standa; til allra sem vilja svíkja þjóðina!
VÖLUVÌSA eftir Guðmund Böðvarsson:
Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey,
enda skalt þú börnum þínum kenna fræði mín,
sögðu mér það álfarnir í Suðurey,
sögðu mér það dvergarnir í Norðurey,
sögðu mér það gullinmura og gleymmérei
og gleymdu því ei:
að hefnist þeim er svíkur sína huldumey,
honum verður erfiður dauðinn.
S.H. (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:52
Það er mér óskiljanlegt hvers vegna Steingrímur sættir sig við það að taka einn síns liðs storminn í fangið, nema hann hafi svona gaman af því að vera einn á sviðinu. Hvorki þingmenn né ráðherrar Samfylkingar sjást þessar vikurnar, nema til að reka inn nefið í myndavélar RUV til að segja: æ þetta er ekki mér að kenna. Hitt er annað, að því minna sem við sjáum af þingmönnum og ráðherrum Samfylkingar því betra.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 10:12
Steingrímur er náttúrulega kletturinn í ríkisstórninni og hinum þykir gott að standa í skjóli hans og láta lítið í sig sjást.
En hvenær ætlar síðuritari að axla sína ábyrgð og bjóða sig fram til þings?
Oddur Ólafsson, 8.7.2009 kl. 10:27
Samfylkingin þurfti nú ekki að klína hruninu á Sjálfstæðisflokkinn.
Þarf engan Einstein til að átta sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn bar langmesta ábyrgð.
Arnþór (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 12:32
Hvernig stendur á því að ALLRI gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar er svarað á þann veg að allt hafi verið einhverjum öðrum að kenna og því ekkert hægt að sakast við núverandi stórn?
Hvernig væri að taka þeirri gagnrýni sem fram kemur og svara henni MÁLEFNALEGA með haldbærum RÖKUM og sleppa þessu sífellda grenji um að einhver annar hafi nú einhverntímann áður gert verri mistök.
Ég hef aldrei heyrt málefnaleg svör við gagnrýni á núverandi ríkisstjórn, ALDREI. Ég er orðin verulega þreytt á þessari barnalegu þvælu um að allt sé fyrri stjórn að kenna og því hljóti Samfó og VG að vera undanþegin allri gagnrýni á sín störf.
Ég bíð spennt eftir að þessir trúðar verði búnir að grafa sér svo djúpar holur að þeir komist ekki lengur upp. Það stefnir allt í að það verði fyrr en mig hafði grunað.
Hrafna (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 13:04
Já, Pál Vilhjálmsson á þing. Landráðar þurfa aðhald og gjörgæzlu.
Hráskinnaleikur Össurar og Steingríms og leikur þeirra að fjöreggjum þjóðarinnar nær nú orðið út yfir allan þjófabálk.
Jón Valur Jensson, 8.7.2009 kl. 13:10
Sammála þér Hrafna
Samfylkingin virðist alltaf vera stykk frí alveg sama hvað hún gerir Samfylkingaflokkurinn er spilltasti flokkur landsins ásamt Ólafi R og hana nú.
Sigurbjörhg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 13:20
Ég tek undir með svo mörgum sem hafa tjáð sig hér í dag. Samfylkingin er meinsemd í íslenzku stjórnmálaumhverfi. Hún er sem illkynjað æxli sem réttast væri að fjarlægja og það strax. En þar sem það er ekki hægt er það eina rétta að einangra hana og sjá til þess að hún komi hvergi að mikilvægum ákvarðanatökum.
Það er með ólíkindum hvað það hafa safnast margir siðlausir hrokagikkir í þennan hóp.
Emil Örn Kristjánsson, 8.7.2009 kl. 13:54
Eitthvað hlýtur Samfylkingin hafa á grey Steingrím kallinn, sem er þess valdandi að hann er orðinn mannleg öskutunna fyrir allan úrganginn og spillingu þeirra. Réttar er að segja að hann er mannlegur ruslagámur miðað við magn úrgangs sem frá þeim kemur.
Samfylkingarmenn ættu að láta tattúa á ennið á sér vígorð Samspillingarinnar í spegilskrift:
"Svo skal böl bæta og benda á annað verra!"
g (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 14:52
Það verður að koma Samfylkingunni frá stjórn landsmála. Hún er óstjórntækur flokkur sem hugar meir að hag stjórnmálamanna og íbúa annara ríkja heldur hag almennings á Íslandi. Það verður að mynda ríkisstjórn allra flokka nema Samfylkingarinnar í þessari krísu sem við göngum núna í gegnum.
Fannar frá Rifi, 8.7.2009 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.