Takmarkalaus frekja Björgólfsfeðga

Björgólfsfeðgar gera það ekki endasleppt. Vegna Icesave-skuldbindinga þeirra stendur þjóðin frammi fyrir fjárkúgun Breta og Hollendinga upp á 800 milljarða króna. Og hvað gera feðgarnir? Jú, samkvæmt Fréttablaðinu í dag vilja þeir helmingsafslátt af láni hjá Kaupþingi sem þeir tóku árið 2003 þegar þeir keyptu á spottprís sjálfan Trojuhest íslensku útrásarinnar, Landsbankann.

Menn með snefil af sjálfsvirðingu myndu borga umyrðalaust.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Enn merkilegra að Nýja- Kaupþing virðist vera að semja við þá um niðurfellingu hluta skuldarinnar.!

María Kristjánsdóttir, 7.7.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Björgúlfur er nýbúinn að selja 20 % hlut í fyrirtæki ytra, og fékk 16. milljarða í vasann. Hann ætti að borga kaup Landsbankans, þeygjandi og hljóðalaust.

Eggert Guðmundsson, 7.7.2009 kl. 09:53

3 identicon

Minni ykkur á að sýna virðingu. Kókaín er dýrt og því sjálfsagt að fólk forgangsraði hjá sér þegar kemur að greiðslum.

Almar (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:12

4 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Þetta er auðvitað ekkert ótrúlegt. Þeir hafa ekki vott af neinu sem heitir samviska. En Bjöggi jr. ætlar auðvitað að hjálpa til við að rétta af landið. Hann ætlar bara ekki að koma með neina peninga í það. Þetta eru djöfulsins landráðamenn.

Þórður Már Jónsson, 7.7.2009 kl. 10:23

5 identicon

Þetta er allt með ólíkindum og frekjan alveg fordæmalaus.

Auðvitað á EKKI að gefa þeim skuldina eftir og ég vona bara að landinn láti nú hressilega heyra í sér. 

Ég vil líka að við söfnum börnum okkar saman og mætum niður á Austurvöll með þau næst þegar mótmælafundur verður.  Mér finnst alveg komin tími á að þau fái að mótmæla með okkur - það eru jú þau sem eiga að borga fyrir ránið og málaferlin sem eru hér í uppsiglingu frá útlöndum.

Ísland er gjaldþrota og það lendir fyrst og frems á börnum okkar og framtíð þeirra.

Hanna (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:25

6 identicon

Á meðan þeir þjófóttu feðgar búa enn í húsum "sínum" er rétt að kröfunni verði haldið til þaula. Er það ekki þannig sem gengið er að almennum borgurum þessa lands? Eru ekki allir jafnir fyrir lögunum?

Dufþakur (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:39

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Menn með snefil af sjálfsvirðingu væru ekki Björgólfsfeðgar.

Sigurður Ingi Jónsson, 7.7.2009 kl. 10:41

8 identicon

Menn með snefil af sjálfsvirðingu myndi í kjölfar þesarar fréttar hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Flokkinn sem gaf þessum mönnum Landsbankann og laug síðan af þjóðinni að það kæmi svo mikill gjaldeyrir inn í landið ef Björgólfarnir fengju bankann. Þvílík og önnur eins spilling og alveg með ólíkindum að þeir menn sem fremstir stóðu skuli ekki sitja í fangelsi fyrir landráð. Fólkið sem ber ábyrgðina eru ekki bara Björgólfarnir heldur líka Davíð Oddsson, Geir H Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Svo má bæta við nokkrum aðilum sem sátu í einkavinavæðingarnefnd.

Valsól (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:50

9 identicon

Jah og samfylkinguna sem að gaf þeim óraskað frelsi til að kynda vel í ICEsave-inu hjá sér...

Og hún er enn kveikjandi í okkur..

ólinn (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 10:58

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta er harla lítlmannlegt af þeim feðgum. Spurning hvort Nýja Kaupþing fer ekki bara með þetta alla leiði Gjaldþrotameðferð, ef þeir ekki borga 100%. Þá ætti að vera hægt að ganga að öllum þeirra eigum og etv. sækja þær erlendis líka (?)

Haraldur Baldursson, 7.7.2009 kl. 11:00

11 identicon

Ef gengið verður að þessu „tilboði“ siðlausu feðganna verður blóðug bylting á Íslandi. Fyrirmyndin verður sú franska.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 11:09

12 identicon

Er sem sagt galdurinn að skulda marga milljarða en ekki nokkrar milljónir, semja og fá fellt niður en ekki borga? Get ég farið í bankann minn og samið við stjórann þar um að fella niður helminginn af 15 milljón króna húsnæðisláninu mínu sem hefur hækkað af völdum fjárglæframanna, fyrrum eiganda bankans? Hvað segir fjármálaráðherra um þetta allt? Ætlar enginn fréttamaður að spyrja hann álits á því? Eða er hann kannski of upptekinn við að borga Icesave? Skiptir smælkið engu máli, íslensku heimilin? Hvenær var ráðherra síðast spurður um skjaldborg heimilanna?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 11:24

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Geti þeir ekki borgað þessar skuldir upp í topp á að keyra þá í þrot.

Héðinn Björnsson, 7.7.2009 kl. 11:34

14 identicon

Augljóst mál hver er bankaráðsformaður Kaupþings felldi ekki Björgólfur skuldir föðurs hennar hjá LÍ?

Raunsær (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:18

15 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Og það má ekki ræða það einu sinni að fella niður brot af skuldum heimilanna í landinu

Þór Ludwig Stiefel TORA, 7.7.2009 kl. 12:30

16 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þetta verður gott fordæmismál. Ef þetta verður gert þá fer ég með þetta í dómstólana.

Rökin eru þau sömu, ég á pening, ég vill bara ekki borga.

Ellert Júlíusson, 7.7.2009 kl. 12:48

17 identicon

Ljótt er að heyra ef satt er að semja eigi við Björgólfana um afslátt upp á 3 milljarða vegna kaupa á Landsbankanum hér um árið.  Hvað ætli þeir hafi eiginlega greitt fyrir bankann þegar allt er skoðað ? 


Margrét (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 13:28

18 Smámynd: ThoR-E

siðlausir glæpamenn.

afhverju eru ekki eignir þeirra teknar upp í þetta.

eigum við bara að borga ... og horfa á þá á meðan lifa lúxuslífi með milljarða milli handanna til að eyða.

þetta eru landráðamenn.

ThoR-E, 7.7.2009 kl. 14:07

19 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Takmarkalaus frekja og takmarkalaus græðgi fara yfirleitt saman að sofa á kvöldin.  Koddinn heitir takmarkalaus hroki og sængin siðblinda.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.7.2009 kl. 14:52

20 identicon

bisness is bisness

l (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 15:00

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt mælt hjá mörgum. Þetta er hneyksli. Feðgarnir, sem þóttust koma svo vellríkir frá Rússlandi, með milljarðatugi, voru kannski bara að búa til fimm milljón hænur úr nokkrum fjöðrum, alla vega borguðu þeir ekki fyrir Landsbankann með peningum, heldur SLÓGU LÁN fyrir honum í hinum bankanum, sem verið var að einkavæða, og eru ekki einu sinni ennþá búnir að borga það! Og nú, eftir hremmingar og skrekk þjóðarinnar af þeirra völdum, eru þeir að sníkja helmingsafslátt!!!

Gleymum samt ekki Icesave-málinu. Mæli með afar góðri grein Frosta Sigurjónssonar: Alþingi verður að fella ICESAVE frumvarpið, og sjálfur skrifaði ég þessa: Össur sat á brezku lögfræðimati sem sýndi að Bretastjórn hefur engin gild lagarök til að krefjast ábyrgðar Íslands á Icesave-milljarðahundruðum!. Vek sérstaka athygli á þessum mikivægu fregnum, af því að ÞÖGGUN virðist í gangi um þá Mbl.frétt dagsins í dag, sem þarna liggur að baki, bæði hjá Rúvinu og Bylgjunni/Stöð 2.

Jón Valur Jensson, 7.7.2009 kl. 15:14

22 Smámynd: ThoR-E

þeir hreinsuðu út úr bankanum og stofnuðu til skulda í nafni hans upp á hundruði milljarða.

þetta gerðu þeir án þess að hafa borgað fyrir bankann.

þvílíkt siðleysi ... að þessir menn geti sinnt sínum viðskiptum og staðið í fullum rekstri bæði hér á landi og erlendis .. það skil ég ekki.

hvað nær spillingin hátt upp ?? afhverju er ekkert gert ??

ThoR-E, 7.7.2009 kl. 15:28

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Allt þetta hljómar eins og "Aldrei-aldrei-land".  Bjöggafeðgarnir sem keyptu Landsbankann fengu lánað hjá Kaupþingi, Bónusfeðgarnir sem keyptu Glitni fengu lánað hjá Landsbankanum.  Hverjir keyptu Kaupþing og hvar fengu þeir lánað?  Hjá Glitni?  Ef svo, þá er hringavitleysan fullkomnuð! 

Kolbrún Hilmars, 7.7.2009 kl. 17:52

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vil ekki bölva,en hvernig geta þeir? 

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2009 kl. 18:24

25 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ef þeir fá niðurfellingu á sínum skuldum þá á almenningur rétt á því líka. Nei þeir skulu borga hverja einustu krónu ef þeir geta það ekki verða þeir keyrðir í gjaldþrot eins og almúginn.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.7.2009 kl. 20:53

26 identicon

Ég er sammála Vilhjálmi um það að þetta ætti ekki að koma til greina og að það er borðleggjandi að það verða ekki pottar, pönnur og búsáhöld barin ef samið verður við þessa menn!

lara Gylfadottir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:40

27 identicon

Sóðar ,þjófar og ég veit ekki hvað .Mér blöskrar ósvífnin .Það yrði allt vitlaust .

Kristín (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 13:53

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skipta þýðingar máli? Hér er ein úr frönsku.?

Þar eð þessi tilskipun getur EKKI skuldbundið meðlimaríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra hvað varðar innlánara, úr því að þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu  eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innlánaranna í aðstæðum sem þessi tilskipun skilgreinir;

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband