Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Ögmundur og táknmál stjórnmálanna
Ögmundur Jónasson skilur táknmál stjórnmálanna og er tilbúinn að greiða atkvæði með sannfæringu sinni og gegn Icesave-samningnum. Í Icesave er tekist á um hvort við sem þjóð eigum að fórna eins og einni ríkisstjórn eða skrifa upp á 800 milljarða króna skuld möglunarlaust.
Ein ríkisstjórn verður aldrei 800 milljarða króna virði. Engu breytir hvaða ríkisstjórn ætti í hlut. Ríkisstjórnin verður að falla á sverðið, það er skylda hennar.
Ögmundur ekki ákveðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og stöndum við þá ekki örugglega á grænni grein, fyrst lausnin er svona einföld?
Sigurlaug (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 18:41
Oh , hvað er Ögmundur yfirleitt að þvælast í pólitík .Hef ALDREI skilið það .
Kristín (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 20:04
Fjórskipti einflokkurinn hefur engin úrræði nema það sem hentar kostendum hans og eigendum; ein samsteypa hans kemur landinu á hausinn og næsta útgáfa viðheldur ómögulegri skuldabyrði á gjaldþrota búi. Á endanum hirða eigendur fjórflokksins allt draslið fyrir ekki neitt sem er nákvæmlega eftir stefnunni.
Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 20:21
Það er óheiðarlegt og svikult af stjórnmálamanni að kjósa EKKI samkvæmt sannfæringu sinni og skylda hans að gera það.
Elle_, 2.7.2009 kl. 22:45
Hóra hefur enga sérstaka hugmyndafræði utan þá að að hlýða mangaranum og þessi ömurlega staðreynd blasir núna óhugglega glögglega við hjá núverandi stjórn fjórskipta fjórflokksins.
Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 22:54
En hvað varð um það að 15% þjóðarinnar ættu að kjósa í alvarlegum málum?
http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/906251/
Elle_, 2.7.2009 kl. 23:07
Skil ekki hvað alltaf er verið að tala um þessar upphæðir í krónum. Króna hefur svo margrætt og loðið gildi að upphæð í krónum segir manni nákvæmlega ekki neitt um raunveruleikann.
Páll Geir Bjarnason, 3.7.2009 kl. 01:27
Ögmundur og nokkrir Vinstri Grænir virðast skilja vel að þetta mál er þver flokkspolitískt þó Samfylkingin ætli sér að nota þetta sem haldreypi eða stokkpall inn í Evrópusambandið, enda virðist engu skipta þó allt sé hér að fara til fjandans ,fólk að flytja,fyrtæki að deyja,atvinnuleysi og örbirgð í kortunum halda þessir helvítis bjánar að Evrópa ætli sér að standa vörð um hagsmuni okkar. Þvílíkir helberir vitleysingar. Ef eitthvað hefur komið á daginn í þessum hamförum sem við erumí er það hið algera skilnings og miskunarleysi stóru hákarlana í Evrópu sem eru algjörlega tilbúnir í það sjúga úr okkur það litla líf sem nú er eftir og hrækja okkur um leið og því er lokið.Virðingarleysi Samfylkingarinnar í gær í umræðunni um Icesave verður þeim ætíð til háborinnar skammar. Veit um fólk í minni fjölskyldu sem ætið hefur stutt samsullið sem ætlar aldrei að styðja þann flokk framar. Við verðum að fella þennan samning því það verður engin til að borga hann eftir 7 ár.
Jonas (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.