Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Icesave, ESB og fallin ríkisstjórn
Almenningur sér samhengi á milli nauðungarsamninga við Breta og Hollendinga og umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Þjóðin refsar þeim flokkum sem standa að aumingjapólitík og vill nýtt fólk í brúnna.
Talsmenn Framsóknaflokksins, Sigmundur, Vigdís og Eygló tala djarfmannlega og er umbunað. Almenningur vill að stjórnmálamenn standi í lappirnar og nái fram réttlátum niðurstöðum í samningum við aðrar þjóðir.
Ríkisstjórnin er komin á flótta og verður á undanhaldi þar sem eftir lifir af starfsdögum hennar.
Fylgi stjórnarflokkanna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Norður Kórea er alltaf hér hvernig sem fer.ef við samþykkjum þá verða hér lífskjör eins og meðal Bedúína og engin samgangur við útlönd.Ef við samþykkjum ekki þá verður hér aðeins betra líf en enginn samgangur heldur.
Einar Guðjónsson, 1.7.2009 kl. 23:48
Menn geta talað fjálglega og náð athygli um stund. Ef engin innistæði finnst fyrir mæli þeirra heitir mál þeirra lýðskrum.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 23:55
Það er akkurat við þessa aðstæður,sem hinn kúgaði snýst til varnar´,sjálfstæði sýnu.
Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2009 kl. 02:10
ypsilon er svo flott og frekt að það þrengir sér alltaf með,á að vera sínu
Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2009 kl. 02:12
Simmi Doom er meira að segja svo "djarfur" að bjóðast til að verja stórnina falli verði þetta fellt.
Það var nú allt hugrekkið. Honum hugnast greinilega ekki að setjast í torfkofastjórnina með Borgurum, Flokknum og klofningnum úr Vg.
Oddur Ólafsson, 2.7.2009 kl. 05:54
Er það ekki alltaf þannig að það hefur verið gott að sitja gaspra og góla af bekknum svo þegar mönnum er helypt inn á þá þurfa menn að standa sig og það er ekki alltaf eins auðvellt og að vera bara gasprari!!
Gísli Foster Hjartarson, 2.7.2009 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.