Stjórnin er ekki 800 milljarða kr. virði

Ríkisstjórnin stendur og fellur með Icesave-samningnum. Forystumenn stjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, verða að fá samninginn í gegn til að tryggja sér pólitískt framhaldslíf.

Það nákvæmlega ekkert sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir sem réttlætir 800 milljarða króna verðmiða. Stjórnarsáttmálinn er reistur á svikum Vinstri grænna við kjósendur sína þar sem hlaupið var eftir grillupólitík Samfylkingarinnar um að Evrópusambandsaðild væri töfralausn á þeim vanda sem blasir við þjóðinni.

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu gerir illt verra. Með því að senda inn umsókn værum við að gefast upp á vandanum. Ríkisstjórnin lítilsvirðir sjálfstæðisbaráttu síðustu tvöhundruð ára og kastar fyrir róða möguleikum óborinna kynslóða Íslendinga til að fara með forræði sinna mála.

Þjóðin verðskuldar ekki þessa ríkisstjórn uppgjafar og svika. Rómantískt tuttugustualdar rugl um vinstri stjórn er orðin að martröð á þeirri tuttugustuogfyrstu. Orðspor þeirra stjórnmálamanna sem sitja þessa stjórn og hanga utan á henni er á hraðri leið í ræsið. Hvernig sem allt veltur með Icesave verða kosningar fyrr en varir. Svikulir stjórnmálamenn fá makleg málagjöld um síðir.

Ef nokkur döngun er í óbreyttum alþingismönnum fella þeir þennan samning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þeir eru komnir í ræsið nú þegar. Það er mér óskiljanlegt hvernig Steingrímur lét hafa sig í að fremja harakiri með því að svíkja kosningaloforð VG. Þetta hefur verið sérgrein SF og ég hélt að hún hefði einkarétt á svona vinnubrögðum. En svo lengi lærir sem lifir. En við skulum sjá til með hluta af VG. Þar er enn heiðarlegt fólk með bein í nefinu. Guðfríður Lilja, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason, Ásmundur Einar og vonandi Ögmundur.

Sigurður Sveinsson, 1.7.2009 kl. 05:30

2 identicon

Bara svona til upprifjunar um það sem Steingrímur J. Sigfússon sagði á þingi varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skal tekið fram að hann var í stjórnarandstöðu þá, eins og megnið af ævi sinni:

"Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sál, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði.

Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera. Það er ekkert í þessu máli sem er þannig vaxið að það sé ekki auðvelt að upplýsa um það og kynna það.“

Hér er bara nýjasta dæmið um viðsnúninginn í höfðinu á Steingrími J þegar Morgunblaðið segir:

„Haft hefur verið eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að Icesave-samningarnir séu of flóknir fyrir þjóðaratkvæði.

Í samtali við Morgunblaðið segir hann hið rétta að hann telji vandkvæðum bundið að leggja fyrir skýra valkosti til að kjósa um, ekki að hann telji kjósendur ófæra um að mynda sér skoðun.“ Hann hafnar því að að hann sé að tala niður til kjósenda.

Sem hann er auðvitað að gera, því það hentar hagsmunum hans þessa stundina. Auðvitað leggur hann ekki í að spyrja þjóðina þegar hann veit að þjóðin mun hafna þessum samningi. Pólitískt líf hans hangir á bláþræði. Hvers vegna þá að taka áhættu? Meiri hræsnara í íslenskri pólitík þessa dagana er erfitt að finna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 07:39

3 identicon

Eru rökin sem sagt þessi: fyrst að gefa sér niðurstöðu og svo að réttlæta hana? Verðum við að hafa vonlausa vinstristjórn SF og VG og réttlætum síðan hvaða svívirðu sem er til að hún megi lifa? Ég segi nei við því. Allt annað er skárra. Eða eru menn hræddir við að verjast óréttlæti, yfirgangi stórþjóðanna, efnahagsbandalaginu? Veigra menn sér við að berjast fyrir land og þjóð? Þjóðstjórn er svarið við pólitískri óvissu tímans.

Verð að biðjast afsökunar á einu varðandi hræsnarana í pólitík. Einn er svo augljós að ég sá hann ekki um tíma en hann slær auðvitað alla við: Ólafur Ragnar Grímsson, sem er enn að.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 09:52

4 identicon

Ég spyr enn og aftur. Ef nokkrir þingmenn VG, Liljurnar og Ögmundur, verða til þessa að fella samninginn þá er kominn annar meirhluti á þingi.

Þá ber þessu fólki að mynda ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki og Borgaraflokknum. 

Og "guð blessi Ísland" ef Sigmundur Davíð kemur til með að leiða nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga af sinni alkunnu kurteisi. 

Ef Bretar og Hollendingar vilja þá nokkuð við hann tala eða ný stjórnvöld en senda handrukkara í staðinn á þjóðina. 

Held að Liljurnar og Ögmundur átti sig ekkert á því hvað til þeirra firðar heyrir.  Steingrímur hættir í pólitík því hann hefur sett sjálfan sig að veði. 

En þetta mál snýst bara ekki um hann og það veit Steingrímur og hefur sagt. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 10:23

5 identicon

Hvers konar sjúklega hræðsla er þetta við viðsemjendur. Það er ansi stórt skref fyrir breta og hollendinga að stíga að ráðast á norræna þjóð: Hvað þá fyrir dani, svía, norðmenn og finna!

Við getum alveg andað með nefinu og farið í nýja samningalotu. Menn myndu skilja það sérstaklega ef við losuðum okkur við núverandi ríkisstjórn í leiðinnni.

mmr (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 12:13

6 Smámynd: Þórður Bragason

Sammála mmr hér að ofan.

Þórður Bragason, 1.7.2009 kl. 12:25

7 Smámynd: Skúli Einarsson

Hægan piltar, hægan! Nú skulum við fara fetið. Við verðum að geta svarað einni flókinni spurningu: Hvað svo?

Ef við eru sammála um að fella beri ICESLAVE og áhrif þess verði óhjákvæmilega að stjórnin hrökklist frá - hvað þá?

Eru menn að gæla við enn eitt vonlausa stjórnarmynstrið eða telja menn kominn tíma á eitthvað nýtt?

Ég hef ekki heyrt neinar raunhæfar tillögur frá Bjarna Ben. Sigmundi Davíð né Birgittu um hvað eigi að gera ef þessir samningar verða felldir.  Hafa þessir aðilar einhverjar raunhæfar lausnir?  Hvað vilja sjálfstæðismenn gera til þess að hreinsa upp skítinn eftir sig, eru þeir tilbúnir að ganga hart að þeim aðilum sem hvað harðast gengu fram í því að svíkja til sín stórar fúlgur fjár, vilja sjálfstæðismenn gera eignir svokallaðra auðmanna upptækar?  Eða eru bæði Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð bara með þennan hræðsluáróður í eigin þágu, mér þykir leitt að Birgitta skuli leggjast jafn lágt og þessir sjálfselsku atvinnupólitíkusar, ég gerði mér vonir um að hún og Þór Saari væru að minnsta kosti heiðarleg í sinni umfjöllun, en tækju ekki bara upp þráðinn frá sjálfstæðismönnum og framsókn.  Sýnið nú af ykkur dug og metið málið út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir, en ekki einhverjum sögusögnum eins og sjálfsæðismenn og framsókn eru að gera.

Skúli Einarsson, 1.7.2009 kl. 13:18

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég held að þetta sé rétt verðmat hjá þér.

Sigurður Þorsteinsson, 1.7.2009 kl. 13:25

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Þó við notuðum gamla íslensku og töluðum um 800 milljónir væri stjórnin ekki þess virði. Stjórn sem hefur þá stefnu að gefast upp á ekki rétt á sér.

Haraldur Hansson, 1.7.2009 kl. 14:40

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Smáljóstýra fylgir samþykki þingsins á Icesave því  þurfi þjóðin að greiða þá fjármuni, þá er víst að enginn afgangur verður til þess að greiða hin árlegu félagsgjöld til ESB og aðildarumsókn í það apparat þannig sjálfdauð.

Forystusauður VG er klókur - skyldi hann viljandi hvetja til samþykkis Icesave til þess að losa sig á þann hátt við hinn verri kostinn?

Kolbrún Hilmars, 1.7.2009 kl. 16:15

11 identicon

Meðan engar staðreyndir um þetta mál eru komnar fram eru ekki nokkrar líkur á að þetta verði samþykkt á þingi. Stjórnin er sprungin. Hún var eiginlega andvana fædd. Ekki mynduð út verðleika þeirra sem hana mynduðu, heldur þeirra sem klúðruðu málum á undan.

Það verður rólegt sumar, en síðan fimbulvetur. Ríkisstjórnin er að bíða með allan niðurskurð og djöfuldóm þangað til búið er að koma Ice-save fyrir horn. Vonast til að melda þetta þannig.

Annars er merkilegt hvað öll umræðan snýst um icesave. Er þetta stærsti pakkinn sem þjóðin þarf að taka á sig? Var ekki verið að tala um að Þorgerður Katrín og Kristján Arason hafi fengið 900 milljónir afskrifaðar. Hvað er það há upphæð að vöxtum og greiðslum meðtöldum? 1,6 milljarðar? Hvað eru margir sem fengu skuldaniðurfellingar hjá Kaupþingi? Hvað er baugur búið að tapa miklu? FL-group/stoðir? Milestone, vodafone, Atorka, Eimskip, Flugleiðir, Bakkavör og VÍS. Árvakur og 365. Hvað er eiginlega tapið af þessu öllu saman. Af hverju er bara talað um Icesave? Er fjölmiðlaelítan ekkert að beina augum sínum að hinu?

joi (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:08

12 identicon

Hvað munum við gera ef þessi samningur er samþykktur?

Er nógu mikið afl í okkur landsmönnum til að storma alþingishúsið og breyta þessu sjálf?

Verðum við svo reið að við erum tilbúin að fara inn í alþingihúsið og bera út þá alþingismenn(landráðsmenn) sem samþykktu þetta, og koma á þjóðstjórn sem veit hvað fellst í orðinu lýðræði?

Gulli (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:28

13 identicon

Stjórnin er löngu dauð en andlátinu er haldið kyrfilega leyndu og líkið geymt í pólitískri öndunarvél.  En auðvitað leyndarmál eins og allt annað sem ráðherrar hennar hafa haft fram að færa í IceRape málinu.  Til að toppa allt, þá er hrokinn gagnvart þjóðinni með slíkum eindæmum að þau telja sig ekki þurfa neitt PLAN - B þótt að 80% þjóðarinnar segir NEI við landráðssamningnum. 

Sama hvernig allt fer, þá er hryllingsstjórn Samfylkingarinnar og Nýju Samfylkingarinnar dauð.

Jónas Kristjánsson samfélagsgagnrýnir og fyrrum ritstjóri hefur þetta að segja um IceRape og landráðsliðið.

http://jonas.is/

01.07.2009
Ríkisstjórnin heyrir ekkert
Því meira sem ég les um IceSave því sannfærðari er ég um, að ríkisstjórnin hafi rangt fyrir sér. Hún er komin í sjálfheldu og hlustar ekki á nein ráð. Steingrímur J. Sigfússon bölsótast eins og reiður tarfur. Gylfi Magnússon fer endalaust með sömu, sljóu þuluna eins og zombie. Á sama tíma er þjóðin orðin skelfingu lostin. Stafar af, að hún treystir ekki ríkisstjórninni. Lygar hennar eru orðnar of ljósar öllum, sem sjá vilja. Ríkisstjórninni hefur verið bent á sáttaleið, plan B, sem róar þjóðina og róar þá, sem vilja lána okkur: Þak á ársgreiðslum. En hún heyrir ekkert. Flækist bara fyrir.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 19:04

14 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Gallinn við Icesave málið og það að taka afstöðu til þess er að í því máli höfum við aðeins tvo möguleika. Um annan möguleikann vissum við lengi vel lítið og þær upplýsingar sem að við höfum koma síður en svo frá hlutlausum aðilum. Þær koma aðeins frá ráðherrum sem að eru undir þeirri pressu að ríkisstjórnin springur ef Icesave málið nær ekki fram að ganga.

Um hinn möguleikann vitum við ekkert. Ríkisstjórnin og ráðherrar hennar geta gefið okkur upplýsingar um hvað tekur þá við en hafa sýnt þann fádæma aumingjaskap að gefa það ekki upp. Hún ein veit hvaða hótanir voru að baki þessu nauðungarsamningi sem að hún leggur nú í dóm þingsins en hún hefur ekki kjark í sér að upplýsa það. Gallinn við að taka afstöðu í þessu máli er að þessi möguleiki, að segja nei við Icesave gæti verið betri en að samþykkja en hann gæti hæglega verið verri. En hagur ríkisstjórnarinnar er að halda að hann sé verri en upplýsa ekki um það neitt í smáatriðum hvers vegna hann er verri. Svona ríkisstjórn er ekki 800 milljarða virði, hún er ekki einu sinni 5 aura virði. En Íslenska þjóðin er hins vegar 800 milljarða virði ef að framtíð hennar er betur borgið með þessu samkomulagi. Um það veit hins vegar enginn.

Jóhann Pétur Pétursson, 1.7.2009 kl. 19:52

15 identicon

Sammála seinasta....

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 22:33

16 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þið gleymið þeirri einföldu staðreynd að það vill engin lána eða gera neitt fyrir þjóð sem er á kafi í spillingu.Hvers vegna að lána þjóð til að byggja bankakerfi þegar liggur fyrir að helstu stjórnmálaleiðtogar hennar hafa fengið afskrifaða milljarða í hrunbönkunum.

Einar Guðjónsson, 1.7.2009 kl. 23:45

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér tala flestir eins og Steingrímur J. Sigfússon hafi með lymskubrögðum vélað Breta og Hollendinga til að ljúga upp einherjum reikningi sem íslensku þjóðinni kemur ekkert við?

Mér er farið að sýnast þessi þjóð svo tætt og ráðvillt í pólitískum æsingi að af hverjum þrem ályktunum sé fjórum ofaukið.

Ríkisstjórn Geirs Haarde byggði þennan reikning upp með aðstoð Landsbankans en það er eitthvað sem sjallarnir vilja ekki muna. Og ekki heldur að Steingrímur margnefndur varaði sterklega við því að í óefni stefndi strax að loknu vorþingi 2008 og krafðist þess að sumarþing yrði kvatt til starfa. Það töldu Geir og Ingibjörg mikinn óþarfa og lögðust í víking til að sannfæra samfélag þjóða um að íslenskir bankar stæðu traustum fótum!

En auðvitað var það allt í lagi. En það er verra með helvítið hann Steingrím enda er hann nú kommakvikindi!

Annars er nú engin hætta á ferðum því eins og við munum svo vel þá leiðréttir markaðurinn sig alltaf sjálfur!!!!! 

Árni Gunnarsson, 2.7.2009 kl. 00:17

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Ég hef ekki heyrt neinar raunhæfar tillögur frá Bjarna Ben. Sigmundi Davíð né Birgittu um hvað eigi að gera ef þessir samningar verða felldir."

Tja, er ekki það nýasta frá frömmurum að þeir ætla að borga þetta í ÍSLENSKUM KRÓNUM !  Hahahaha íslenskum krónum, segi og skrifa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 01:36

19 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Rétt Árni - þetta Landsbankalið var allt "innmúrað inn í FL-okkinn" - þetta var RÉTTA liðið - liðið sem fær allt upp í hendurnar, kvóta & banka og svo þegar þessir óreiðumenn (RÁNFUGLINN) fer ILLA með FRELSIÐ þá "kannast þessir siðblindu karakterar ekki við eitt eða neytt!"  Stjórn og eigendum Landsbankans urðu ekki á TÆKNILEG mistök eins og félagi Árni J - heldur var þetta allt gert VÍSVITANDI og ekki líður sá dagur að ég "bölvi þeim & spiltum íslenskum stjórnmálamönnum okkar NORÐUR & NIÐUR" - þetta lið verður að draga ALLT fyrir DÓM - innmúraðir SJÁLFSTÆÐISMENN frömdu LANDRÁÐ og fengu FRÍTT spil frá "ekki meir Geir & Sollu stirðu" - sköm alls þessa liðs er & verður ÆVARNDI - skítapakk með skítlegt eðli.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 2.7.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband