Vg brennir brýr

Hvers eigum við kjósendur Vinstri grænna að gjalda? Við kusum Vg í þeirri trú að hann stæði við skýra og ótvíræða stefnu um að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Hvað gerir flokksforystan? Jú, hún fellst á að sótt verði um aðild.

Við kusum Vinstri græna til að standa vörð um íslenska hagsmuni. Hvað gerir formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra? Hann berst eins og ljón fyrir handónýtum Icesave-samningi sem mátti ekki líta dagsins ljós til að alþjóð fengi ekki vitneskju um óhroðann. Verðmiðinn er á bilinu 700 til þúsund milljarðar króna sem á að senda ungum Íslendingum.

Við kusum ekki þá Vinstri græna sem nú véla um framtíð þjóðarinnar.


mbl.is Þjóðin kaus um Icesave í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef svo fer fram sem horfir þá verður Vg lítið annað en minningin ein eftir næstu kosningar, eða hvað? 

Jóhannes A. Levy (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 16:01

2 identicon

Hvet alla sem kusu VG einmitt til að sporna við ósanngjörnum ICESAVE samningi og inngöngu í ESB að senda Álfheiði bréf: alfheiduri@althingi.is  

Lúkas (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Helga

Burtflogin hænsn... og teiknaðar kartöflur.... verða eftirstöðvar þessarar ríkisstjórnar   Held það sé þokkalega að verða ljóst.....  Fólk er þegar farið að flýja vegna aðgerðarleysis varðandi erlend íbúðarlán....

Helga , 30.6.2009 kl. 16:05

4 identicon

Steingrímur vissi fyrirfram að þetta væri ekki til að afla sér og sínum vinsælda að þrífa æluna eftir útrásina.  - Það er alveg laukrétt hjá honum.  

En.  Treystum við þeim Sigmundi Davíð og Eygló Harðar með sinni alkunnu kurteisi að semja við erlendar þjóðir.  Eða Þór Saari og Þráni Bertelssyni.

Kannski best að kjósa aftur og hleypa Íhaldinu og Framsókn að. 

Þá verður sko blásið í annað partí.  Selt það sem afgangs er.  Landsvirkjun og allt heila galleríið  og við getum aftur farið að taka erlend lán til jeppa og húsbílakaupa.  Það er það sem vantar nú.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 16:37

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þjóðernishyggja er ekki vinstri stefna heldur hluti af fasisma eða eins og Karl gamli Marx benti oft á þá er þjóðernishyggjan andstæða allra hugsjóna sósílaisma og kommúnisma. Þeir sem láta þjóðernishyggju marka sína hugsjón framar öðru eru í raun yst á hægri væng stjórnmála ekki langt þar frá þar sem fasisminn fann sinn stað en ekkert nálægt vinstri. - Slíkir eru ekki vinstra neitt.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.6.2009 kl. 17:22

6 identicon

Bara svona til upprifjunar um það sem Steingrímur J. Sigfússon sagði á þingi varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skal tekið fram að hann var í stjórnarandstöðu þá, eins og megnið af ævi sinni:

"Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sál, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði.

Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera. Það er ekkert í þessu máli sem er þannig vaxið að það sé ekki auðvelt að upplýsa um það og kynna það.“

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 17:47

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Flest er nú orðið Steingrími að kenna. Kannski bara hrunið líka? Þegar við kusum hann var þá ekki búið að binda hendur okkar gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Icesave? Höldum áttum. Það má fella Icesave á þinginu. Og inngangan í ESB verður felld. Kannski bara alveg ljóst nú þegar að við uppfyllum ekki skilyrði fyrir inngöngu? Annars er fundur annað kvöld með Ögmundi og Lilju Móses um Icesave er ekki rétt að storma þangað?

María Kristjánsdóttir, 30.6.2009 kl. 18:33

8 identicon

Það er lágmarkskrafa sem maður getur gert til fólks, að maður tali nú ekki um fólk sem hvetur aðra til að kjósa eftir sannfæringu sinni, og eru í því að setja öðrum lífsreglurnar með því að stjórna Alþingi, að það kannist við orð sín og gerðir. Er Steingrímur J allt í einu orðinn heilagri en aðrir?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 18:52

9 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hefur Steingrímur neitað að kannast við þessi orð sín? hvar?

María Kristjánsdóttir, 30.6.2009 kl. 20:54

10 identicon

Helgi Jóhann.

Leiðréttu mig ef mig missminnir.... en voru ekki fyrir stríðsára kommar ekki ákurat þjóðernisinnar hérna á Íslandi. Minnir að ég hafi lesið ritgerð um þetta fyrir um ári síðan þar talað var um Þjóðernishyggju vinstri manna á árunum 1930-56.

Einsog ég sagði áður, leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér.

Og meðan ég mann, Steingrímur J. held ég að sé einhver mesti Íhaldsmaður á Alþingi Íslendinga í dag.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 21:34

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar skrifaði Ólafur Ragnar mastersritgerð sín um þjóðernishyggju á Íslandi. Þegar við vorum enn nýlenda Dana heimilaði Comintern (heimssamtök Kommúnista) íslenskum kommúnistum að spila á þjóðernishyggjuna til að hvetja til byltingar á þeim grunni þ.e. gegn nýlenduherrunum. Það varð fylgi kommúnista farsælt og því ógerlegt að slíta þau tengsl. Ólafur Ragnar taldi að sú blanda skýri að hluta sterkari stöðu kommúnista, sósíalista og svo allaballa hér en systurflokka á Norðurlöndum. Alþýðuflokkurinn hafi hinsvegar haft í heiðri hefð Marx um alþjóðahyggju en goldið fyrir.

Eftir að nýlendutíma okkar lauk tók svo við hersetan og barátta gegn henni. En það varð svo til þess a fólk sem aðeins var þjóðernissinnar en ekki vinstra neitt tengdist Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu tryggðarböndum. Af þessu eimir enn.

Reyndar merkilegt að sumir þeir sem helst syngja Internationalinn eru þjóðernissinnar en syngja ekki þjóðsönginn heldur „nallann“, merkan vitnisburð um andstöðu kommúnista gegn þjóðernishyggjunni.

Þessi óvenjulega og mótsagnakennda blanda þjóðernishyggjunnar inn í íslensku kommúnista- og sósíalsitaflokkana leiddi til þess að mínu mati að margir sem voru í raun ekkert annað en þjóðernissinnar og ættu því með réttu heima á hægri væng stjórnmálanna, nærri fasistum, tengdust  Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu tryggðarböndum og tala um sig sem vinstri menn en eru það alls ekki.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.7.2009 kl. 04:14

12 identicon

Hér er bara nýjasta dæmið um viðsnúninginn í höfðinu á Steingrími J þegar Morgunblaðið segir:

„Haft hefur verið eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að Icesave-samningarnir séu of flóknir fyrir þjóðaratkvæði.

Í samtali við Morgunblaðið segir hann hið rétta að hann telji vandkvæðum bundið að leggja fyrir skýra valkosti til að kjósa um, ekki að hann telji kjósendur ófæra um að mynda sér skoðun.“

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband