Miðaldra karlmenn draga ekkert undan

Bækur gjaldfalla vegna auglýsingaskrumsins sem þeim er pakkað inní. Það er ekki  texti, boðskapur eða frásögn sem er í aðalhlutverki í kynningu bóka heldur ímyndir sem eru ekki nema lauslega tengdar efni bókanna og stundum alls ekki.

Bók þeirra Ólafs Gunnarssonar og Einars Kárasonar, Úti að aka, er auglýst með þeim orðum að í bókinni sé „ekkert dregið undan."

Orðalagið gefur til kynna frásögn af uppgjöri eða afhjúpun af einhverju tagi.

En hvað ættu tveir miðaldra karlmenn, sem ferðast í bíl þvert yfir Bandaríkin gagngert til að skrifa ferðasögu, að geta dregið undan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband