Þriðjudagur, 23. júní 2009
Evrópuherinn fær þýskan stuðning
Í viðtali við BBC segist þýski innanríkisráðherrann Wolfgang Schäuble styðja stofnun Evrópuhers. Í Lissabon-sáttmálanum eru heimildir fyrir hervæðingu Evrópusambandsins. Schäble vísar til skoðanakannana á meginlandi Evrópu sem sýna stuðning við stofnun álfuhers. Þjóðríki álfunnar elduðu löngum grátt silfur og íbúar meginlandsins líta á það sem frekari tryggingu fyrir friði að þjóðríkin sameinist um herafla.
Fyrir ríki utan meginlandsins er samevrópskur her ekki vinsæll. Írar reyna að fá undanþágu frá hervæðingunni og Bretar hafa ímugust á hugmyndinni.
Hér er viðtalið við Schäble.
Athugasemdir
Sæll Páll.
Íslenskir friðarsinnar og herstöðvaandstæðingar geta varla viljað ganga inní þetta apparat ESB með þetta á stefnuskráni.
Eða hvað, er kanski öllu fórnandi fyrir draumalandið ?
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:38
Þetta verður gert. Og Bretar og Írar munu ekki geta staðið gegn því ef Lissabon tekur endanlega gildi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 13:54
Leiðtogi þýskra jafnaðarmanna kallar eftir Evrópusambandsher
Kurt Beck, leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins, kallaði eftir því í sinni fyrstu stefnuræðu í Berlín 6. nóvember sl. að Evrópusambandið kæmi sér upp sínum eigin her sem væri undir beinni stjórn sambandsins. Ummælin þykja ákveðin tímamót, en þetta er í fyrsta skipti sem þýskur stjórnmálaflokkur leggur slíkt til.
Heimild:German proposes a European army (International Herald Tribune 06/11/06)
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 14:09
Verður ekki gott að geta sent atvinnulaus ungmenni í herinn?
Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.