Pólitísk mishröðun

Ríkisstjórnin sem nú situr varð til vegna pólitískrar mishröðunar þar sem orðræða gærdagsins, sameining vinstrimanna, yfirtók raunlestur á stjórnmálastöðuna sem segir að við eigum að hafa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Og það var vel að merkja ríkisstjórnarmynstrið sem stóð til boða við þarsíðustu kosningar.

Ef ekki hefði verið fyrir vinskap Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þáverandi formanns Samfylkingarinnar hefðu líkur verið meiri á réttri ríkisstjórn. En þær stöllur náðu saman og Geir H. Haarde lét til leiðast með alkunnum afleiðingum.

Það er meiri samfella með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum í stærsta hagsmunamáli okkar um þessar mundir, afstöðunni til Evrópusambandsins. Í báðum flokkum er hefð fyrir raunsærri pólitík sem er fjarri grillustjórnmálum nýkratanna. Flokkarnir eru einnig með sterkar rætur á landsbyggðinni og þeim tamt að leita jafnvægis milli hagsmuna höfuðborgarsvæðis og dreifbýlis.

Vitanlega ber eitt og annað á milli, afstaða til stóriðju svo dæmi sé nefnt. En meira sameinar en sundrar. Niðrá þingi verða menn að kveikja á fattaranum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Eins og talað úr mínu hjarta

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 00:11

2 identicon

Ég er þér hjartanlega sammála.  Þorgerður tók valdið af Geir og því fór sem fór.  Ég er reyndar komin með mikla "þreytu" varðandi VG í dag og í mínum huga hafa þeir algerleg tínt sinni samfæringu.  Eina sem nú virðist vera uppi á teningnum hjá þeim er að halda í stólana og þeir hafa gleymt uppruna sínum.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 00:51

3 identicon

Fyrir fyrirsögn: Ögmundareymd rímar svolítið við þessa: Pólitísk mishröðun. Einhver er að fara framúr sjálfum sér. Það er sorglegt að horfa upp á menn eins og Ögmund gera sjálfan sig að litlum kalli á pólitíska borðinu. Stóryrtur var hann í vetur og stóryrtur var hann í kosningaslagnum – nú kyssir hann vöndinn því hann gefur völd. En kannski sjá einhverjir fleiri gegnum gunguna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 01:51

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eru þær stöllur Þorgerður og Ragnheiður ef til vill á leið í Samfylkinguna?

Sigurður Þórðarson, 23.6.2009 kl. 11:45

5 identicon

Farið hefur fé betra.

Viðar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 01:34

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og VG banka

Einar Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband