Ríkisstjórnin þarf að fórna sér

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þarf að fórna sér vegna Icesve-málsins. Samningurinn var gerður á ábyrgð stjórnarinnar og hún þarf að víkja þegar sýnt er að óráð sé að samþykkja hann. Það er ekki nóg að fella samninginn á Alþingi og láta annað standa óbreytt. Bæði vegna pólitískra aðstæðna innanlands og milliríkjasamskipta þarf stjórnin að segja af sér. Til að ríkisstjórn sé starfhæf þarf tiltrú og hún er ekki lengur fyrir hendi.

Þegar ríkisstjórnin er búin að segja af sér verður skipuð starfsstjórn sem gefur sér tvo mánuði til að ljúka vinnu við endurskoðun fjárlaga þessa árs. Samtímis verður metið hvort ástæða sé til að efna til kosninga í ágúst eða mynda nýjan ríkisstjórnarmeirihluta sitjandi þings.

 


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll. Þessi ríkisstjórn er fallin, og það er að mörgu leiti slæmt. Það hefði verið alveg verið ásættanlegt að fá svolítið vinstri sveiflu, eftir að hafa fengið ábyrgðarlausa ferð yfir yst á hægri vænginn, gagnrýnislausa. Aðstæðurnar gefa ekki upp á slíkt í dag, við þurfum annað hvort utanþingsstjórn, eða þjóðstjórn. Vandamál núverandi ríkisstjórnar er ákveðinn hroki, sem kallar á hanaslag, en það er einmitt ekki það sem við þurfum á að halda nú.  

Þjóðstjórn og samstarf aðila vinnumarkaðarins gæti kallað á þjóðarátak í endurreisn, sem við sannarlega þurfum á að halda.

Sigurður Þorsteinsson, 22.6.2009 kl. 17:07

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er bara verst ef þingmenn líta frekar  til þess að bjarga stjórninni (staðfesta samninginn), sem virðist vera orðið aðal- málið, heldur en að bjarga þjóðinni (fella samninginn).

Starfsstjórn er nauðsynleg núna. Þá færu alþingismenn kannski frekar eftir sannfæringu sinni og senru sér meir að verkunum heldur en kvabbinu. Sama hvernig fer: fella samninginn og taka svo til hendinni með næsta mál.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

xV+xO+xB+xD = Þjóðstjórn...allir nema Samfylkingin teljast vinna að þjóðarhag og því má með sönnu segja að þarna væri um þjóðstjórn að ræða.

Haraldur Baldursson, 22.6.2009 kl. 18:37

4 identicon

... og fá hryðjuverkalögin aftur og allar eignir Íslendinga frystar og kyrrsettar hvar sem til þeirra næst. 

Skip, báta, flugvélar, hús og bankainnistæður.  Allt gert upptækt uns skuldin er að fullu greidd. Líka það sem Bretar og Hollendingar taka á sig samkvæmt núgildandi samkomulagi.

Íslensk stjórnvöld verða svo látin bæta eigendum hinna upptæku eigna skaðan.

Þá fyrst verður gaman. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:59

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón, aðgerðir Breta skv. hryðjuverkalögunum myndu kalla á dómstólaleiðina. Upphæðirnar sem lagt yrði hald á nálgast aldrei skuldirnar (ekki bara Icesave). Það skerpir líka andstöðu Íslendinga við það að borga þessar ofurskuldir bankanna og þær yrðu því ALDREI greiddar af þegnunum.

Ívar Pálsson, 22.6.2009 kl. 23:05

6 identicon

Fyrir hverja er best að þessi ríkisstjórn falli ?

Jú, ykkur ESB andstæðinga , enga aðra !

JR (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband