Pólitík hugleysis fær falleinkunn

Icesave-milljarðar afhentir Bretum og Hollendingum á silfurfati, ekki einu sinni reynt að fara fyrir dómstóla; þingsályktunartillaga ríkisstjórnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu og hræðsluviðbrögð þegar þrusk heyrist í útlöndum.

Ríkisstjórnin er huglaus og eftir því duglaus. Icesave-samningar eru kjörið tækifæri fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að fremja sæmdarsjálfsmorð með því að kannast við að stjórnarsáttmálageldingin var mistök. Vinstri grænir sjá um að fella Icesave, Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfinu og málið er dautt.


mbl.is Rætt við matsfyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er hræddur að þú sér illa læs kæri Páll... kynntu þér mál áður en þú skrifar svona bullpistla...

Semjum ekki um Icesave .... og svo hvað... ég held að þú sér ekki alveg í... þú veist.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.6.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Jón Ingi, það er góður siður að skuldbinda sig ekki um efni fram, hingað til hafa íslendingar verið of flótir til að leggja allt á svart, hvað gerum við ef rautt kemur upp?

Með von um betri tíð og lægri vexti.

Kjartan Björgvinsson, 21.6.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Jón Ingi Cæsarsson, myndir þú skrifa undir samninga við einhvern sem hefur bæði kúgað þig, smánað þig og hótað þér ? svaraðu nú án skætings. Við eigum að fara dómstólaleiðina með Iceslave, Bretar vilja það ekki, hvers vegna ? Svo ég vitni í þig "ég held að þú sér ekki alveg í ... þú veist"

Sævar Einarsson, 21.6.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Dúa

Sammála nema að í mínum villtustu draumum sé ég ekki að VG felli þetta.

Dúa, 22.6.2009 kl. 00:27

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir góðan pistil Páll.

Það eru í besta falli aumingjaskapur og versta falli landráð að semja um að skuldsetja þjóðina um meira en hún getur nokkru sinni ráðið við og gera hana þannig komandi kynslóðir að eignalausum skuldaþrælum. Mikil yrði þeirra skömm.

"Hefnist þeim er svíkur sína huldumey//honum verður erfiður dauðinn", orti borgfiska þjóðskáldið okkar í ódauðlegri Völuvísu.

Sigurður Þórðarson, 22.6.2009 kl. 07:49

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það er athyglisvert að menn vilja frekar lýsa sig Insolvent en að greiða Icesave. Það er margt í húfi. Afskrift á lánshæfi Íslands þýðir að orkufyritækin og útgerðin missi veðin sín. Sem eru fiskurinn og Orkan. Dómstólaleiðin mun leiða afs sér afsal lánshæfis. En afhverju ekki taka mark á Framsókn og Sjálfstæðisflokknum, þeir hafa reynst okkur svo vel? Eða þá að "hlutlausa" hæstarréttardómaranum honum Jóni Steinari Gunnlaugssyni um okkar réttindi.

En auðvitað væri mikil sanngirni að láta flokksbundna Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn borga þetta. Þeir studdu Icesave og heimiluðu starfsemi, hlustuðu ekki á viðvaranir fjármáleftirlita Breta og Hollendinga.

Andrés Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 10:14

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Icesave er ekki skuld ríkissjóðs.  Það er engin ríkisábyrgð á Innistæðusjóði sparifjáreigenda og því á alls ekki að fara að samþykkja lög um slíkt nú.  Þetta var verið að hugleiða í þessu bloggi og ekki rétt að vera að endurskrifa það hér.

Auðvitað á að láta skera úr um þetta mál fyrir dómstólum.  Þeir eru til þess að leysa úr ágreiningi.

Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband