Sunnudagur, 21. júní 2009
Vertíðarfólkið fer heim
Verktakar hafa á liðnum árum flutt inn í landið vinnuafl í þúsundavís til að vinna við misvel ígrundaðar framkvæmdir. Á eftir fjármálageiranum var verktakastarfsemi helsta einkenni bóluhagkerfisins sem kennt er við 2007. Samtök iðnaðarins eru álíka trúverðug og samtök fjármálafyrirtækja.
Dæma fyrirtæki til gjaldþrots | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er nú með því vitlausara sem ég hef lesið
Margt gott hefur komið frá þér Páll en þetta innlegg þitt í bloggheiminn geislar af vanþekkingu á verktaka "bransanum".
Vegavinna er að mestu unnin af íslendingum, ólíkt td vinnu við tónlistarhúsið þar sem þunginn er unnin af útlendingum.
Vegavinna er unnin með tækjum sem eru nú þegar til í landinu ólíkt td aðföngum í tónlistarhúsið svo aftur sé gripið til þess dæmis um rugl listayfirstéttarinnar og bankafólksins.
Vegavinnuverk eru unnin af jarðvinnuverktökum sem komu að því er ég veit hvergi að sköpun þenslunnar umfram aðra þegna þessa lands.
Og eitt í lokin, ef þú heldur að "helvítis" verkatakarnir séu ekki búnir að fá nægan skell fyrir rugl peningamanna, lóðabraskara, og hringrásarvíkinga þá má benda á að þessi ca. 16.000 manna starfsgrein er að detta í ca 3.500 manna grein..........og það var fyrir þessar ákvarðanir. Öll fyrirtækin sem sá von í þessum verkum eru í eigu íslendinga og með íslendinga í vinnu.
Það sem mun gerast næst er að hundruðum íslendinga verður sagt upp störfum og tugir fyrirtækja verða gjaldþrota.
Elías Pétursson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.