365 bútað í tvennt, sameinast Stöð 2 og Skjár 1?

Tveir armar takast á um yfirráðin yfir fjölmiðlafyrirtækinu 365 hf., Baugur og Jón Ásgeir Jóhannesson annarsvegar og hinsvegar Pálmi Haraldsson og Fons. Vegna átakanna hafa óvenjulega mikil viðskipti verið með bréf 365 síðustu daga og þau hækkað.

Í eigendahópi 365 er talið nauðsynlegt að leita sameiningar sjónvarpsreksturs 365 við Skjá 1. Sannfæringin sem liggur að baki er að rekstur tveggja alhliða sjónvarpsfyrirtækja í einkaeigu gangi ekki upp. Eftir að 365 yfirbauð Skjá 1 í samkeppni um sýningarrétt á enska boltanum þykir sýnt að við svo búið megi ekki standa.

Jón Ásgeir reyndi í aðdraganda útboðs á sýningarréttinum að ná samningum við Skjá 1 en tókst ekki. Pálmi Haraldsson þykir líklegri til að geta náð samningum enda hefur hann gætt þess að blanda ekki persónulegum hagsmunum sínum í fjölmiðla sem hann hefur ítök í.

Það hefur veikt stöðu Jóns Ásgeirs að hann hefur stofnað til fjölmiðlareksturs utan við 365, samanber tímaritið Ísafold. Einnig er hann orðaður við nýtt vikublað.

Takist ekki að fá skýrar línur í eigendahópi 365 í bráð er til varaáætlun sem gerir ráð fyrir að 365 verði bútað í tvennt, Pálmi fái sjónvarpsreksturinn en Jón Ásgeir haldi blaðaútgáfunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband