Villi og orðræða atvinnulífsins

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ekki megi skattleggja fyrirtækin þannig að atvinnulífið ,,falli niður." Atvinnulíf óvart getur ekki fallið niður í neinni eiginlegri merkingu orðanna að falla niður. Tungubrjótur framkvæmdastjórans kemur sennilega til af því að honum er orðs vant. Fyrirtækin töpuðu frjálshyggjuorðræðunni sinni í hruninu. Þið munið stefið um lægri skatta, meiri gróða - og allir djollí.

Núna verðum við sem sagt að passa að atvinnulífið falli ekki niður. Góður brandari, Villi.


mbl.is Það verður að passa upp á skattstofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll, hvernig ætlar þú að skapa ný störf? Á opinbera kerfið að gera það? Ef ekki, hverir þá?

Í skoðun á þeim nágrannalöndum okkar sem lent hafa í erfiðleikum með sín bankakerfi, hefur reynslan verið að einstaklingar, lítil og meðalstór fyrirtæki munu snúa þróuninni við. Ertu með einhverja aðra sýn, á aðra þróun hérlendis? Ef svo þá þá þarftu endilega að gefa þjóðinni upplýsingar um slík leyndarmál.

Þeir fáu ljósu punktar sem nú eru uppi eru áhugavert samstarf SA og ASÍ.

Sigurður Þorsteinsson, 16.6.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það getur vel verið að Villi ætti að komast í tæri við málfarsráðunaut en það er þó brýnna að stjórnvöld fái sér efnahagsráðgjafa til að þau átti sig á að aukin skattheimta mun einungis dýpka kreppuna.

Hækkun tryggingargjalds er það sem við megum allra síst við núna en það er samt sú leið sem ríkisstjórnin velur. 

Sigurður Þórðarson, 16.6.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sælir Sigurðar báðir

Punkturinn með blogginu var að vekja athygli á hversu aumingjalegt ástandið er á íslenskum atvinnurekendum, einkum þeim sem við heyrðum vera með gorgeir fyrir fáum misserum.

Atvinnustarfsemi er fall af mannlífi, þreki og dugnaði samfélags. Viðrinin í SA reyndu að telja okkur trú um að við værum fyrir atvinnulífið. Sú blekkingin er farin, eða á maður að segja hrunin.

Það verður alltaf til nóg af fólki til að leggja fyrir sig atvinnustarfsemi. Verkefnið næstu misserin er að sjá til þess að glæpamennirnir sem ábyrgð bera á hruninu komist ekki til áhrifa. Villi Egils var ráðinn af þessu hyski.

Hvar liggur trúnaður Villa?

Páll Vilhjálmsson, 16.6.2009 kl. 20:06

4 identicon

Þetta er skyldulesning yfir þjóðhátíðina: http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/

Helgi (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:23

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll aftur Páll,

Stjórnvöld hömpuðu fákeppninni og aðstoðuðu stórlaxana sem greiddu hæstu fúlgurnar í prófkjörsbaráttuna við að slátruðu lambi fátæka mannsins í nafni hagræðingar. En oftast var það sennilega gert af góðum hug og blindri trú. Allt reyndist þetta tálsýn sem bitnaði á almenningi (líka ýmsum smærri atvinnurekendum).þegar upp verður staðið.

Ég á þann draum heitastan að hægt verði að losna við landlæga spillingu á Íslandi og nauðsynlegur liður í því er að koma glæpamönnunum og handlöngurum þeirra bak við lás og slá. 

Það breytir ekki því að millifærsluleiðir eins og að leyfa mönnum að segja upp starfsfólki og ráða það aftur á hálfum launum og láta ríkið borga mismuninn  eru út í hött á sama tíma og tryggingargjaldið er hækkað. 

 Hækkun tryggingargjalds hvetur sum fyrirtæki til að fækka starfsfólki en þvingar önnur til þess. 

Það kann að vera að það verði alltaf til nóg af fólki til að leggja fyrir sig atvinnustarfsemi við skulum að minnsta kosti vona að það verði þannig um ókomna tíð. Mér segir samt svo hugur að þeim muni fara verulega fækkandi næstu mánuðina a.m.k. 

Stærsti hluti vandans felst í gríðarlegri skuldsetningu, þannig borgar sjávarútvegurinn hátt í þriðjung brúttó tekna sinna í vexti til erlendra aðila án  þess að hafa staðið í miklum fjárfestingum.   Þrátt fyrir mikla verðmætasköpun er þjóðin sokkin í skuldafen. Við þurfum að marka okkur leið út úr vandanum.

Sigurður Þórðarson, 16.6.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband