Mánudagur, 15. júní 2009
Siðferðisbrot gert að lagaþrætu
Fróðlegt verður að fylgjast með hvort sjálfstæðismenn í Kópavogi ætli að hampa manni sem lætur tugmilljónakróna verktakagreiðslur renna úr sjóðum bæjarins til dóttur sinnar á hæpnum forsendum og felur slóðina með því að dreifa greiðslunum á mörg bókhaldsnúmer.
Í siðferðilegri umræðu eru lögfræðingar lygarar til leigu. Þeir hafa aðeins það fram að færa sem þeir eru keyptir til að segja. Af sjálfu leiðir að það er ómarktækt.
![]() |
Var ekki skylt að bjóða verkin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegagerðin ætti kanski að semja við verktaka um að gera 10m í einu. Þá þarf ekkert að vesenast með þessi leiðinda útboð.
Jón (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:20
Hvað með bókhaldsstofurnar? Deloitte? Þeir tala um að "hugsanlega" hafi verið framð lögbrot? Annað hvort er framið lögbrot eða ekki framið lögbrot. Hvað borgaði Kópavogsbær Deloitte fyrir að svara ekki því sem þeir voru spurðir um?
Þetta mál er ekki stórt í sniðum. Klaufalegt hjá Gunnari, en hefur engin úrslitaáhrif um samstarf tveggja flokka í bæjarmálum. Ef það ætti að vera raunin, þá væri verið að slíta meirihlutasamstarfi á Íslandi á hverjum degi.
joi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:57
Hvar, hvenær og hvers vegna missti allt þetta fólk dómgreindina, vitsmuni, virðingu og væntumþykju fyrir samborgurum sínum.
Páll þetta er spurning sem brennur á mér núna.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.6.2009 kl. 05:10
Og hvað með nýja framkvæmdastjóra flokksins, sveitunga þinn ? Hættu bara að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eins og ég kæri Páll !
Stefán (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 08:41
Joi: Endurskoðendur sögðu einmitt kannski og hugsanlega en þeir eru ekki löglærðir og eru því ekki réttbærir til þess að skera úr um lögfræðileg álitamál. Skýrslan frá Deloitte og touche fjallar reyndar minnst um það sem bæjarráð spurði um. Þeir eru að reyna að tína til eitthvað sem gæti svert Gunnar. Aðallega er þarna ásakanir á bókhaældsstarfsmenn bæjarins um að þeir hafi fært á ranga bókhaldslykla einhverja reikninga. Það er alþekkt hjá fyrirtækjum að slíkt gerist en eru ekki bókhaldssvik heldur vangá eða að menn telji að um rétta lykla sé að ræða. Deloitte bókarinn var auðvitað fenginn til þessa verks þar sem hann er í réttu liði - þ.e. með minnihlutanum augljóslega, enda sýnir skýrslan frá þeim það.
Hitt er svo annað að það er verulega óheppilegt að venslafólk bæjarstjóra sé að bjóða í verkefni hjá bæjarfélagi - þó svo að allt sé uppi á borðinu. Það gefur alltaf fólki tilefni til að bera svona á borð eins og við sjáum í þessu máli.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.6.2009 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.