Sigmundur Davíð svarar kalli samtímans

Við þurfum ekki beyglaða og bælda stjórnmálamenn sem með slitgiktarkrókóttum vísifingri vísa til himins en ætla okkur til ESB-heljar. Þjóðin þarf á glaðbeittum foringjum að halda sem geisla af sjálfstrausti, telja kjark í þjóðina og  rísa gegn aumingjalegum undirlægjuhætti.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er með framgöngu sinni í Icesave-málinu að vísa veginn. Andstæðingar hans í pólitík skynja það og þess vegna er hafin herferð ófrægingar gegn honum. Þar spila með nafnlausir bloggarar, lauslátir prestar og afturkreistingar fjölmiðaelítunnar.

Sigmundur Davíð fær pólitíska umbun áður en elliheimilið tekur fjanda hans í geymslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fyrir tilviljun sá ég hann í pontu í dag. Það þarf engin að segja mér að reiði hans hafi verið leikin. Hann varð samfylkingunni almennilega reiður, enda skiljanlegt að maðurinn reiðist við að sjá og heyra Landráðamennina flissa á katinum.

Haraldur Baldursson, 15.6.2009 kl. 21:17

2 identicon

Sigmundur Davíð er ekki leikari og ekki lygari en niðurrifs og plógsstarfsemi mestu auðvaldssinna landsins

Samfylkingar og Sjálfstæðismanna óttast hann mjög mikið

Ég held að menn ættu að hætta að ráðast á persónur manna alla tíð og einbeita sér að flokkunum sjáið bara sjálfstæðismenn í Kópavogi. Þeir styðja hann allir hvernig stendur á því er það kannski vegna þess að hann er búinn að vera góður við allt fulltrúaráðið og hver er þá sekur þarna í allri sinni mynd Sjálfstæðisflokkurinn og ekkert annað mér leiðist að framsóknarmenn skuli halda áfram að styðja stjórn sjálfstæðismanna en kannski er það betra en ekki

kv

Halldór Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband