Plottið um að fella Icesave

Icesave-samningurinn er dæmdur. Vélað var um fall samningsins áður en hann var kynntur. Tortryggilega skammur aðdragandi og léleg upplýsingagjöf áttu að efla mótstöðuna gegn samningnum. Það hefur gengið eftir, Icesave fær ekki stuðning á Alþingi og verður felldur.

Ráðamenn eru þegar farnir að plotta næsta skref; hverjum verður þakkað að fella samninginn og hver situr uppi með Svarta-Pétur. Það liggur ekki fyrir hvort ríkisstjórnin muni standast áfallið, þess vegna er þegar rætt um þjóðstjórn.


mbl.is Krefjast þess að þingmenn fái aðgang að samkomulaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Já, þú heldur það.

Hvað ætli Svandís SVAVARSDÓTTIR geri? 

Halla Rut , 15.6.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hver er þráðurinn í þessu ? Hver er ávinningurinn og hvers er hann ?

Haraldur Baldursson, 15.6.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Þórður Bragason

Ég fatta ekki "plottið" Páll, en sé það "plott" til staðar vildi ég endilega taka þátt í því.  Ég verð að segja að núverandi ríkisstjórn treysti ég ekki lengra en ég get kastað bílnum mínum, og ég er nú enginn Jötunn Leifsson.

Þórður Bragason, 15.6.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Halla Rut

Af hverju haldið þið að Steingrímur gefi sig og gangi hér um með kryppu? Jú, það er vegna þess að okkur var hótað og þeir mega ekki opinbera það. Þannig er það bara svo greinilega nema þá að allt þetta fólk séu það miklar gungur að það varla fært til að vera dyraverðir í sjoppu og hvað þá fyrir heila þjóð.

Halla Rut , 15.6.2009 kl. 17:26

5 Smámynd: corvus corax

Að sjálfsögðu á að fella þetta djöfullega Icesave samkomulag. Neita að borga og láta helvítis Tjallann sækja þetta mál að lögum ...sem mun aldrei takast. Næst-síðasta ríkisstjórn var slæm og allar ríkisstjórnir sjallaspillingarinnar og framsóknarviðbjóðsins þar á undan, en glæpa- og svikastjórn Steingríms J. og Jóhönnu slær allt annað út þar sem þjóðin trúði því í alvöru að það yrði einhver breyting og jafnvel yrði tekið tillit til almennings. En svo bregðast krosstré sem aðrir raftar.

corvus corax, 15.6.2009 kl. 18:31

6 identicon

Man einhver eftir því að fyrir þónokkrum árum síðan fékk Svavar stórsamningamaður Icsave Gestsson flutt veð á milli eigna og það var SVINDL þegar það var gert,þetta mál var svæft á sínum tíma.Svavar er algjörlega vanhæfur hann veit hvernig á að svindla og ljúga.

Númi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 18:31

7 identicon

það er ekki frá því að ég hafi gælt við þessa hugmynd, gott að vera ekki einn um það.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 19:17

8 identicon

Í þetta skiptið held ég að það sé ekkert plott, aldrei þessu vant. Að þessu sinni er bara um venjulega fávísi að ræða. Aumingja fólkið vissi ekki betur. Menn á borð við Svavar Gestsson var engan veginn að valda verkefninu, og landaði engri "glæsilegri niðurstöðu" eins og Steingrímur J. var að halda fram.

Þær fullyrðingar Landsbankamanna um að allar skuldir verði innheimtar og þar með falli ekkert á ríkið er farið að hljóma eins og falskur söngur eftir atburði síðustu daga. Hver trúir Sigurjóni bankastjóra þegar hann segir að allar útistandandi skuldir innheimtist, og þar með falli ekkert á ríkið. Það trúir því ENGINN.

Það er einhver kenning um að þegar svona hamfarir dynja yfir þá taki ákveðið ferli UNDRUN-DOÐI-ÓTTI-REIÐI við. Líklega eru Íslendingar enn á doða fasanum. Óttinn kemur í haust þegar menn fatta hvaða skuldbindingar einstaklingarnir eru að taka á sig, síðan þegar menn uppgötva fórnirnar við að standast þær skuldbindingar, þá brýst út reiði. Ekki vildi maður vera landsbankaforstjóri fyrrverandi þegar það tímabil gengur í garð. Þá verða mikil læti.

joi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 19:22

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér heyrist nú að sjálfstæðismenn, séu skyndilega farnir að plotta um að styðja hann.

Þessi gálgafrestur, sem menn tala um að við kaupum okkur í sjö mögur ár, áur en af 60 sultarárum kemur, kostar litlar 117 milljónir á dag. Það er dýr gálgafrestur.

Það er bara vaxtakostnaðurinn burtséð frá því hvernig menn telja sig geta borgað þetta. Og það að óbreyttu gengi og að gefnum stöðugleika í heiminum. Ég vona að þú sért ekki að mæla fyrir slíku. Þú náðir kannski að selja áður en hrunið varð og hefur ekki áhyggjur svona privat og pers?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.6.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband